Prestar: Vel menntað fagfólk á ferð!

Það er kannski rétt að ítreka að prestar á Íslandi eru vel menntað fagfólk.  Guðfræðinám er fimm ár og flestir prestar sækja sér þar að auki framhaldsmenntun í annaðhvort sálgæslu, almennri guðfræði, siðfræði, félagsfræði eða tengdum greinum.  Í hópnum eru doktorar og magisterar.  Prestar eru upp til hópa vammausir sómamenn, konur og karlar sem hefðu getað haslað sér völl á mörgum sviðum samfélagsins.  Yfirleitt er það þörfin að láta gott af sér leiða sem hefur leitt þá í prestsskap (vegna kjörfyrirkomulags er einn og einn sem hefur verið valinn vegna útlits en yfirleitt eru þeir valdi vegna mannkosta).  Að öllu samanlögðu má segja að preststéttin á Íslandi sé í hópi þeirra stétta sem hafi hvað bestu og fjölbreyttustu menntun.

 Prestar er yfirleitt fjölskyldufólk.  Það mæðir oft mikið á heimili þeirra og mökum, fjölskyldu.  Vinnuálagið er mest þegar börn og maki eru í fríi frá skóla og vinnu.  Þetta eru að mínu viti ein skýringin á því að skilnaðir eru jafn algengir meðal presta og annarra þrátt fyrir það að prestar ættu að vera sérfæðingar í því hvernig byggja eigi upp gott hjónaband, einkum ef tekið er mið af góðumm hjónabandsræðum þeirra.

Inn kirkjunnar starfar mikið af ágætu fólki.  Í kirkjuhúsinu í Reykajvík  eru milli 30 og 40 fyrirvinnur fjölskyldna  u.þ.b. 20 konur og 15 karlar. Allt valinkunnugt sómafólk.  Í hveri sókn er það fólk með hjartað á réttum stað sem vinnur fyrir kirkjuna, sumir fyrir einhver laun, flestir sem sjálfboðaliðar og sjá þar með um að ávallt er til reiðu staður til jarðafara, skírna, giftinga, ávallt opinn staður sem hægt er að leita til. Í mínu litla umdæmi hefur kirkjan á síðasta ári stutt milli 20 og 30 fjölskyldur sem féllu ekki undir hjálparskilmála sveitarfélaga eða ríkis.

Eins og allar stofnanir þessar þjóðfélags, já eins og þjóðfélagið allt, fór kirkjan bratt inn í nútíðina.  Það má segja að nútiminn hafi komið hratt inn í staðnað íslenskt samfélag.  En kirkjan hefur brugðist hratt við og sett sér skýlausar og skýrar reglur á ýmsum sviðum. Stjórnssýslu hennar er þó áfátt í ýmsu en það stendur til bóta.  Hópur af vel menntuðu og hugsandi fólki var kosinn á kirkjuþing í vor og þess munu sjást merki strax í haust.  Kirkjan hefur og mun í framtíðinni taka sjálfa sig alvarlega.  Og að lokum er rétt að taka fram að kirkjan er ekki prestakirkja.  Á alþingi kirkjunnar, Kirkjuþingi, eru leikmenn, þeir sem ekki eru prestar í meirihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Fór kirkjan í raun einhvern tíma inn í nútímann Baldur ?

hilmar jónsson, 21.8.2010 kl. 12:25

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Prestar eru upp til hópa vammausir sómamenn ...

Ekki kannski alveg upp til hópa. En í öllum aðalatriðum. Hins vegar er kirkjan, samfélag prestanna, líka stofnun og það skiptir miklu máli hvernig sú stofnun bregst við gagnvart samfélaginu, bæði almennt og í einstökum málum. Það eru eflaust viðbrðgð kirkjunnar í sumum málum, t.d. varðandi samkynheigða og þagnarskylduna gagnvart kynferðisofbeldi gegn börnum sem veldur tortryggni sumra gagnvart prestum sem fagstétt. Hvernig á kirkjan t.d. að bregðast við þegar landskunnur prestur lýsir því opinberlega yfir að prestum beri ekki að hlýta landslögum og þeiri geti sjálfir ákveðið hvaða landslög það eru? Það fer ekki framhjá fólki hvernig kirkjan bregst við slíkum og öðrum uppákomum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2010 kl. 12:58

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Takk Baldur.

Sérstaklega fyrir að taka það fram að kirkjan er ekki eingöngu vígt starfsfólk, sem ráðið er til að þjóna okkur hinum í kirkjunni.

Við erum mörg sem ekki erum prestar eða djáknar sem höfum leitast við að nota tíma okkar og hæfileika til að styðja starf kirkjunnar í orði og verki.

Ég gleðst yfir þeim framförum sem hafa orðið frá því ég sat á kirkjuþingi, því ég verð að játa að mér fannst stundum lítið hlustað og lítið mark tekið á því sem ég hafði til málanna að leggja.

Hefði eins getað verið syngjandi kanarífugl í búri. Þetta átti auðvitað hvorki við alltaf né um alla, en sótti samt á mig stundum. 

Mér fannst kirkjupólitík óholl fyrir mig, ekki síður en önnur pólitík, er ekki gerð fyrir pólitík.

Ég vona að kirkjan mín læri að hlusta og þjóna, finna til með þeim sem líða og vera málsvari lítilmagnans og þeirra sem aðrir fyrirlíta.

Bestu kveðjur og hvatning til áframhaldandi viðræðna við samtímann.

Hólmfríður Pétursdóttir, 21.8.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband