Þagnarskyldan og heilög almenn skynsemi!

Þagnarskyldan felur í sér  glæp sé henni fylgt án skilyrða.  Skjólstæðingur kveður prest sinn með þeim orðum að hann ætli að fara og misnota barnið hans. Samkvæmt ítrustu túlkun á þagnarskyldu má prestur ekki bregðast við þá er hann að misnota trúnað.  Skjólstæðingur segir presti sínum í sálgæsluviðtali að hann ætli að út á leikskóla og sprengja hann í loft upp.  Allir sjá þann glæp að sitja hjá og þegja. Vitaskuld er þagnarskyldan  heilög en ekkert í veröldinni er án undantekninga.  Almenn skynsemi er hins vegar öllu öðru æðri. Almenn skynsemi er heilög.  Að auki hefur löggjafinn tekið það ómak af prestum , sálfræðingum og öðrum að þurfa að nota skynsemi sína þegar kemur að níðingsskap gagnvart börnum. Bæði prestum og skjólstæðingum þeirra má ljóst vera að lög tryggja að frá slíku verður sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað. Það er ekki eins og menn hafi ekki pælt mikið í þessu og rökstutt það með þungum siðferðilegum rökum að þagnarskylda getur ekki verið alveg skilyrðislaus. Hvort sem um er að ræða presta eða lækna. Það hefur meira að segja verið rökstudd að ef hún væri það hefði hún stöðu sem engar aðrar siðfeðrisreglur hefðu. Það gengur ekki að hafa uppi afarkosti af þessu tagi. Það er ekki siðferðisleg umræða. Það er andsiðfeðrisleg umræða, eitthvað sem styðst ekki við reglur siðfræðinnar heldur eitthvað allt annað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2010 kl. 17:35

2 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér, Baldur. Það er einmitt þessi undantekning sem allir skinsamir menn ættu að vita hvenær á rétt á sér sem þessi vesalings prestur skilur ekki.

ps: Las persónulýsingu þína: Hvað þýðir að vera jafnaðarmaður? Viltu að allir eigi jafnt og/eða að allir séu jafnir. Flott orð og mikið notað en hvað þýðir það eiginlega?  Og hvað þýðir þá að vera frjálslyndur jafnaðarmaður. Viltu þá að það sé farið frjálslega með að vera jafn? :)

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 17:37

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Rakk fyrir þetta komment sem önnur Sigurður Þór.

Halla Rut. Ég vil stefna að jöfnum rétti allra manna án tillits til uppruna, þjóðernis, þjóðfélagsstöðu, kyns, kynhneigðar eða af nokkurri annarri ómálefnalegri ástæðu.

Frjályndur: Frjáls hugur ekki bundinn í viðjar þess sem er, áhersla á frelsi manna til að ráða lífi sínu.

Takk fyrir spurninguna.

Kv.  Baldur

Baldur Kristjánsson, 21.8.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir þetta Baldur. Greinagóð lýsing og vel mælt. :)

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 18:26

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Ég vil stefna að jöfnum rétti allra manna án tillits til uppruna, þjóðernis, þjóðfélagsstöðu, kyns, kynhneigðar eða af nokkurri annarri ómálefnalegri ástæðu.

Það er ekki tilviljun að það vantar trú/lífsskoðun í listann :-) Baldri þykir það nefnilega málefnaleg ástæða til að gera upp á milli fólks. Í alvöru, spurðu hann :-)

Matthías Ásgeirsson, 23.8.2010 kl. 00:27

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Trú er yfirleitt inní upptalningunni hjá mér Matthías.  Sennilega trúarþreyta sem hefur orsakað það að ég gleymdi því hér.

Ég hélt að ég hefði upplýst þig um hvað ég meina með ,,málefnalegar ástæður".

Þú átt ekki aðnota síðuna mína til að grýta mig. Nóg er nú samt.  Kv. b

Baldur Kristjánsson, 23.8.2010 kl. 10:44

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég grýti þig, þú grýtir mig. Þannig er lífið! En ég skal taka mér pásu, nóg er nú lagt á ykkur.

Matthías Ásgeirsson, 23.8.2010 kl. 15:31

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Satt segirðu. BKv.  baldur

Baldur Kristjánsson, 23.8.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband