Hverju stálu þeir ekki!

 Margir stela sálmabókum
úr kirkjum, óvart þó flestir. En með því að stela Biblíu á altari eru
þjófarnir að
rjúfa svona ákveðin kirkjugrið og gæti orðið erfitt hjá þeim við Gullna
hliðið. "Hún" man allt svona.  Hins vegar langar mig til þess að
vita
hverju þeir stálu ekki.  Voru þarna kertastjakar úr silfri,
patína, kaleikur, messuklæði?  Mér finnst ýmislegt benda til þess
að þarna hafi verið góðir þjófar á ferð.  Góðir eða slæmir hefðu
þeir átt að fá bænastund með prestinum ekkert síður en
lögreglumennirnir. Fyrir hverju voru presturinn og lögreglumennirnir að
biðja?  Vonandi voru þeir að biðja fyrir ræningjunum!
mbl.is Stálu biblíu og sálmabók úr kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég var nú að vísa til "hennar" allra hæstu!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 25.5.2007 kl. 21:40

2 identicon

Verðaur Djöfulinn þá ekki að fara í kynskiptingu? Þær hljóta að vilja fá hann líka!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er spurning sem mér finnst eiga fullan rétt á sér, hvað með skrattann hefur hann ekki örugglega verið kona líka? Hef aldrei heyrt neinn spyrja þeirrar spurningar???

Það gæfi frösum eins og "Skrattinn sér um sína" og annað álíka alveg nýja merkingu....Hér þurfa mér meiri hugsuðir að leggjast í rannsóknir.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.5.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég held að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hafi bent á þessa afleiðslu áður. Vissulega er þetta úrlausnarefni!

Baldur Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það var honum líkt, hann er nú ekki alveg ónýtur á honum hausinn...en hér þarf að stúdera...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.5.2007 kl. 11:41

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég hef áhyggjur af sálarheil presta sem kenna almáttugan Guð við konu. En Hvað varðar biblíuþjófana, held að Guð fagni yfir því að þeir þrái Orðið svona heitt.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.5.2007 kl. 15:50

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Viltað hann sé eins og karl??

Baldur Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 17:33

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sem betur fer er Guð yfir allan vilja manna og kvenna hafinn. "Ofar hverri tign valdi og mætti, og ofar öllum herradómi, sérhverju nafni sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld heldur og hinni komandi." Þetta stendur í litlu bláu bókinni, nýja testamentinu á bls. 343 (Efesus1:21) Þarna erum við að tala um anda Guðs. Mæli hiklaust með þessari bók.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.5.2007 kl. 00:29

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jæja góða, þess merkilegri eru áhyggjur þínar! Kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.5.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband