Grasasnar í Reykjavík

Ég er á þeirri skoðun að það búi eintómir grasasnar í Reykjavík norður að kjósa ekki hann Ómar Ragnarsson á þing. Fram til þessa eru það stjórnmálamistök aldarinnar hingað til(fín setning).  Þetta kemur í hugann því að börnin mín þriggja og fimm hafa uppgötvað Ómar og spila stanslaust hina stórskemmtilegu plötu "Þegar Ómar hafði hár". Þetta er frábær plata og raunar ekki barnaplata heldur fullorðins, hans helstu gamanvísur og róta upp nostalgíunni í mér sem ætti að viðurkenna að hafa lifað blómatíma vitundarinnar á árunum 1960 til 1980.

Gæfunni að hafa fæðst svona seint verður ekki jafnað til neins annars en að betra hefði verið að fæðast enn síðar og allra best væri að vera ófæddur og eiga þetta allt saman eftir.  Sá sem fæðist í nútíma á miklu meiri möguleika á á detta aftur í tilfinningar fyrri  æviskeiða og það er svo skemmtilegt, það er eins og að rugga sér í rjómasósu -þetta hefur allt verið tekið upp í tóni, tali og myndum, nú er Ómar að syngja um Botníu ég man hvað mér þótti það skemmtilegt og bráðum kemur Hermann og kádílakkinn.  Nú syngja þeir Ást, ást, ást snemma á morgni. Ást, ást seint á kvöldi.  Þannig að af þessu ætti að sjást að það er erfitt að skilgreina ást.  Kannski lífsfilósófían í þessum textum dugi manni ævilangt.

Og ekkert jafnast á við sveitaball, þar sem að ægir saman alls kyns lýð...sumt breytist reyndar ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég sá Ómar í fyrrakvöld í sýningunni "Ást" í Borgarleikhúsinu í þöglu hlutverki með rósir í hönd. Hann var líka frábær þar og  einnig eftir sýninguna þegar við töluðum um náttúruvernd. Sjálfir hljóta þeir að vera löngu komnir út úr heiminum sem kalla þann mann ofvirkt gamalmenni. Nema vera kunni að þeir séu enn óvitar.

María Kristjánsdóttir, 28.5.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Láta hvernig? Hann er hugsjónamaður. Er það svo skelfilegt? Ég vildi að fleiri væru ofvirkir á sama hátt og hann -þá væri lífið kannski fallegra hérna.

María Kristjánsdóttir, 28.5.2007 kl. 12:11

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Emil, hlustaðu á Maríu!!

Baldur Kristjánsson, 28.5.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Emil...... ég held að þú sért framsóknarmaður! Allavega ekki athugull. Ómar þrátt fyrir sprelligosastimpilinn og kannski of ástríðufulla framsetningu á sínu máli hefur alveg sýnt það að hann VEIT hvað hann er að tala um, líka þegar hann talar um annað en náttúruvernd. Og það er helvíti aumt að gera menn að útrunninni söluvöru ef þeir eru komnir á lífeyrisaldur. Allavega vona ég þín vegna að þú hafir þó ekki sé nema 50% af orku og heilsu Ómars þegar þú dettur í þann pakka. Ég læt mér dreyma um það fyrir mig.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.5.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband