...þar sem Drottningin er Kóngur

Við erum að læra að tefla þ.e. ég er að kenna þeim mannganginn, hvernig hvítu og svörtu mennirnir ganga og hvernig þeir drepa. Styðjumst við bók e. Karpov sem fornvinur minn, snillingurinn Helgi Ólafsson þýddi og staðfærði.  Það er ekki laust við að áhugi sonarins hreyfi við föðurnum. Hún er enn of ung en verður fljót til. Reynir allt sem hann getur.  Í skák eru svartir og hvítir.  Hvítir hafa forskot. Þeir eru á fyrstu reitaröð. Þeir byrja. Það er því talið betra að hafa hvítt. Á öllum skýringarmyndum og á öllum taflborðum er mennirnir svartir og hvítir.  Ég er svolítið smeykurvið að skákin styrki ómeðvitaða fordóma í garð þeirra sem ekki eru beinhvítir. Í teiknuðu skýringamyndum bókarinnar sem ég vitnaði til eru mennirnir engu að síður rauðir og bláir og  jafnvel grænir.  Af hverju (by the same token) eru ekki seldir bláir og rauðir taflmenn og skákborð með rauðum og bláum litum? Af hverju hefur skákiðnaðurinn bitið sig í svart og hvítt og skákforystur einnig? Er það dulinn eftirsjá eftir horfnum heimi?  Er það dulin löngun í svarthvítan heim? Er það skortur á ímyndunarafli? Þrá eftir öryggi?  En það er fleirra í þessu. Drottningin bara drottning.  Ég lýsi eftir tafli þar sem Drottningin er Kóngur og minnsta kosti helmingur biskupanna konur.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband