Úlfaldinn og nálaraugað!

Notalegt innlegg inn í umræðu dagsins þessi texti úr guðspjalli morgundagsins: 

Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér. En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir.

Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.

Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú, en hann sagði aftur við þá: Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.

 

Þeir eru margir ,,hann” arnir bæði fyrr og síðar. Ég þori eiginlega ekki að leggja útaf þessu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll félagi. Kvitt fyrir innlit!

Sveinn Hjörtur , 6.10.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hummm...!

Var það ekki þannig að eitt af hliðunum inní Jerúsalem á þeim tíma var kallað Nálaraugað vegna þess að það var svo þröngt að kameldýr komst ekki í gegnum það með byrgðar á bakinu. Það er sem sagt ekki hægt að komast inní Jerúsalem (Himnaríki) nema að taka burt baggana?

Einn voða guðfræðingur!

Ásgeir Rúnar Helgason, 6.10.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Er ekki enn ein skondin þýðingarvillan úr gömlu bókinn þarna á ferðinni? Á að vera - kaðall gegnum nálarauga - ekki úlfaldi ( kabel - kamel )...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.10.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það viðast að mér nesti í prédikun. Til þess að forðast óþægindi get ég fjallað um tilurð (sennilega rétt hjá Ásgeiri) og merkingu textans og hugsanlegar villur. kv. B

Baldur Kristjánsson, 6.10.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já þetta er sennilega rétt hjá Ásgeiri:

Lifi fjalldrapinn

Ásgeir Rúnar Helgason, 6.10.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur:

Það komu tvær mögulegar skýringar hjá sitt hvorum Ásgeirnum, hvor útskýringin er "sennilega rétt"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 22:12

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! það var hlið kallað nálarauga.  þannig spretta margar líkingar upp úr umhvefi.  Man ekki eftir að hafa heyrt um kaðalinn(fyrr). kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.10.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, hvers vegna heldurðu það að það hafi verið til hlið sem hét Nálaraugað?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 22:56

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Sókrates!  það segir sig sjálft, er það ekki?

Baldur Kristjánsson, 9.10.2007 kl. 08:17

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, það segir sig alls ekki sjálft. Hvers vegna heldurðu að það hafi verið til hlið sem hét Nálaraugað?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2007 kl. 15:44

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

það segir sig sjálft félagi!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.10.2007 kl. 15:46

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég skil ekki hvað þú átt við með því að það "segi sig sjálft". Er þetta bara augljós merking textans að þínu mati? Þú byggir sem sagt tilvist þessa meinta hliðs bara á þessum texta?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband