Hin heimska, íhaldssama og grimma kirkja!

Hvað er síminn að kenna okkur með auglýsingum um G 3 síma. Fyrir utan boðskapinn um símann lærum við að kirkjan á miðöldum hafi verið heimsk, grimm, ihaldssöm og  skilningssljó. Hún hafi barist á móti tilraunum mannsins til að skilja veröld sína. En var þetta svo eins og Síminn segir?

Bæði og.  Vissulega höfðu öfl sem lýsa má með lýsingarorðunum hér að ofan iðulega undirtökin  innan kirkjunnar en þar voru líka frjálslyndir og víðsýnir menn sem auðvitað unnu hægfara sigra. Iðulega munaði mjóu  í atkvæðagreiðslum í rannsóknarréttinum þar sem  öfl þessi tókust á.  Kirkjan endurspeglaði sem sagt á miðöldum sjónarmið menningarelítunnar og Biblían var þá eins og nú baráttutæki í höndunum á bæði íhaldssömum mönnum og frjálslyndum.  Líkt og nú er.

Í auglýsingum símans er sem sagt dregin upp einhliða mynd af kirkjunni á miðöldum.  Síminn má það. Hann hefur rétt til þess að kaupa sér aðgang, með hvaða boðskap sem er nánast, að okkur heimskingjunum sem borgum fyrir það að vera útsett fyrir auglýsingar sem móta í vaxandi mæli hugmyndaheim okkar.

þannig má búast við því að 99% af áhorfendum fái aldrei gleggri mynd af miðöldum en þeir fá af auglýsingum símans. Jón Gnarr er með öðrum orðum áhrifameiri en allir prófessorar í Háskólanum á Íslandi  í sögu og menningarsögu.

Og kaþólskir segja upp símanum og mótmæla með undirskriftum.  Þeir eru í sjálfu sér bara að gera það sama og múslimar vegna dönsku teikninganna sem hætta að kaupa danska vöru og menningarvitar sem aldir eru upp í fásinninu í Reykjavík eða Árósum geta ekki skilið. Til þess að hnykkja á samanburðinum skal fullyrt að skiptu kaþólikkar hér á landi milljörðum þá væru örugglega einhvers staðar uppþot og læti.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þyrfti nú kannski ekki alveg milljarða til :P 

. (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Marilyn

Ég sé hvergi guðlast í Galileó auglýsingunni, bara gagnrýni á fólk.

Páfarnir á miðöldum voru víst ekkert heilagir - eða svo segir sagan.  

Marilyn, 5.6.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sé heldur ekkert guðlast í þessu!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 5.6.2008 kl. 10:05

4 identicon

Það er nú ekki líklegt að kaþólikkar myndu hegða sér með sama hætti og múslimar - mér finnst ekki hægt að líkja þessu svona saman.

Þegar dönsku teikningarnar birtust gerðu múslimar margt annað en að hætta bara að kaupa danskar vörur, þeir gengu um og rústuðu sendiráðum, brenndu fána og hótuðu ölli illu, t.a.m. hryðjuverkum og morðum.

Það að hætta í viðskiptum við Símann er nú ekki samanburðarhæft.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú mætti einnig taka fyrir rannsóknarréttina, t.d., sérstaklega þann spænska t.a.m.

Svo mætti taka Íslensku Ríkiskirkjuna frá upphafi með sína endalausu refsigleði, dæma menn til dauða, en áður en dauðarefsing (hálshögg) yrði framkvæmt, voru karlmenn og klipnir með glóandi töngum og útlimir margbrotnir til að gera kvölina sem mestam (konum var drekkt);

Ríksikirkjan íslenska sem var í raun stofnsett á Alþingi Íslendinga árið 1000 (skv., íslendingasögum), bannaði hrossakjötsát að viðlagðri refsingu, sem var bannfæring á hvern þann er lagði sér slíkt til munns, feður, mæður, börn og kornabörn.  Á hinum dimmu miðöldum ("Litlu Ísöld", svokallaðri) þegar stærstur hluti Íslendinga féll úr hor ("ófeiti" eins og það var kallað þá í annálum) óð fólk með hálfdauð börn sín úr hungri, yfir hrossahræin og máttu ekki nýta þau að viðlagðri bannfæringu ("bannfæring" var að komast ekki í Guðsríki eftir dauðdaga, heldur skyldi brenna í vitiseldum um eilífð alla, feður, mæður, börn og allir).  Hvar í Biblíunni, "Hinni Heilögu Ritningu" segir að ekki megi eta hrossakjöt.   - Einmitt! -  Þetta var geðþóttaákvörðun Íslensku Ríkiskirkjunnar, því í heiðni átu menn hrossakjöt, og þetta átti að skilja á milli heiðni og kristni! (tilvitnun: Vísindavefurinn).  Hross voru einu ferfætlingarnir sem gátu lifað úti í náttúrunni fyrir utan refi og hagamýs (minkar voru ekki komnir þá).  Af hrossunum var hægt að ná miklu af kjöti og innmat.  Það var ekki fyrr en á hallærisárunum 1775-1758 sem Finnur Jónsson þáverandi Skálholtsbiskup leyfði hrossakjötsát "í neyð" og svo kom að því að: "Kirkjustjórnarráðið í Kaupmannahöfn gaf út þá yfirlýsingu árið 1757 að hrossakjötsát í neyð væri ekki brot og því ekki refsivert."  (Tilvitnun: Vísindavefurinn.)  Það þurfti Dani til, eina ferðina enn, að koma vitinu fyrir íslenska kirkjunnar menn og aðra ráðamenn. 

Það eru örfá ár síðan að byskupinn yfir Ísland (Ólafur Skúlason) bannaði eitt sinn víðavangshlaup unglinga á sunnudegi, því það var á messutíma. (Heimild í lögum sem þá var beitt). 

Það er ekkert að því að gagnrýna kirkjuna, því kirkjan gagnrýnir aðra þindarlaust, og þeir sem gagnrýna mest, þola gagnrýni minnst.

Kirkjunnar menn og aðrir yfirmenn þjóðarinnar áttu ekki við "ófeiti" að stríða.  Þeir bara horfðu á fólkið í landinu þjást úr hungri og vosbúð.  Þar sannast hið fornkveðna: "Það er svo auðvelt að þola þjáningar annarra."

Bless, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 11:00

6 identicon

Heill og sæll Baldur.

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að einn frægasti atburðurinn í vísindasögunni er að kirkjan hafnaði kenningunni um sólkerfið.

Atburðinn ætti hvert mannsbarn að kannast við svo eðlilegt er að vísa í hann.

Þetta er grunnatriði í fræðslu um þær hindranir sem alltaf verða á veginum til framþróunar vegna íhaldssemi og hræðslu við hið óþekkta. Það er algert aukaatriði að í þetta sinn var það kirkjan sem var afturhaldið.

 Að lokum þakka ég fyrir fermingarfræðsluna í Óháða í denn.

Kv.

Hrannar

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Baldur, þið kirkjunnar menn höfðuð nú uppi nokkur læti, þegar Spaugstofan á sínum tíma "lagði nafn Guðs við hégóma", eða hvað sem þið kölluðuð það á sínum tíma.

Alls ekki svo ósvipað og viðbrögð múslima og kaþólikka eru við annarsvegar myndteikningum og hinsvegar síma auglýsingum.

Það verður seint sagt um trúarhópa að umburðarlyndið sé fyrsta prioritet.

Og þá skiptir nú engu máli hvort um er að ræða, hina íslensku þjóðkirkju, múslima, kaþólikka, eða Gunnar í Krossinum.

Því eins og allir vita, þá er öruggleg eitt mál sem að öfgamúslimar og Gunnar í Krossinum gætu náð þokkalegri sátt um, og reyndar íhaldssömustu öflin innan þjóðkirkjunna og það er að samkynhneigð sé dauðasök, samkvæmt kóraninum og biblíu.

EN öfgamúslimar, þjóðkirkjan, kaþólikkar og Gunnar í Krossinum eru auðvitað sérlega umburðarlynd.

Reyndar má geta þess að viðbrögð Kaþólikka eru ekki jafn sterk þegar hinir fjölmörgu prestar þeirra fremja kynferðisbrot, meðal annars vegna þöggunarstefnu Páfagarðs, eins og þegar Síminn setur fram eina auglýsingu .....

Hver er skýringin á því ?   Hið margrómaða umburðarlyndi sem trúarhópar tala um ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 5.6.2008 kl. 14:13

8 identicon

Þið skuðuð athuga það að kirkjan var þvinguð í mannlegt siðgæði, það eru bara lygar að kristni sé það sem kom á einhverju siðgæði.

Annars er þessi auglýsing alveg hrútleiðinleg að mínu mati.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 14:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég geri mikinn greinarmun á því hvort verið er að gera grín að Guði eða kirkjunni. Hið síðarnefnda er í fínu lagi, en hið fyrrnefnda; þar eru menn oft á hálum ís.

Saga kaþólsku kirkjunnar (reyndar hinnar lútersku líka) er saga grófrar siðspillingar (þar á meðal barnaníðs a.m.k. síðustu áratugina), ofsókna á hendur þeim sem ekki fundu náð í augum kirkjuyfirvalda, morða og blóðsúthellinga.

Það hafa líka gerst góðir hlutir innan kirkjunnar, ég tek undir með Baldri þar. Eflaust hefur alltaf verið trúfastur kjarni innan kaþólsku kirkjunnar sem og innan annarra kirkjudeilda.

Síminn hefur mikil völd, já þessi auglýsing sýnir það að þeir geta sett fram þá söguskoðun sem þeim sýnist, hvort sem hún á við rök að styðjast eður ei.

Sem fær mann til að hugsa hvers konar skrímsli við höfum skapað, eða réttara sagt ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins, með því að selja Símann á gjafverði til einkavina sinna, sem geta okrað eins og þeir vilja á viðskiptavinum sínum, fólkinu sem byggði upp fyrirtækið.

Og sett hvaða rugl fram sem er án þess að þurfa að spyrja kóng né prest, hvorki Baldur né aðra!

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 17:02

10 identicon

Ég trúi.. en ég trúi líka á húmor

Ég held að við ættum bara að senda þeim góða skrítlu bók

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:02

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó þessi auglýsing hafi ekki vakið jafnmikla hneykslun og sú með Júdasi þá er þetta fremur ómerkilegt auglýsingaplott. Það virðist þó ganga í suma.

Á mínu heimili er yfirleitt slökkt hið snarasta á auglýsingum enda viljum við gjarnan spara skynfæri okkar á heimskulegum veraldlegum hégóma.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2008 kl. 18:47

12 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Eitt hefur mér þó lærst, að vera ekki of hörundssár. Trúin hefur svörin og spurningarnar. EN hún er líka hlaðin húmor og kímni.

http://www.formosus.blog.is/blog/formosus/entry/560054/  

Baldur Gautur Baldursson, 5.6.2008 kl. 19:41

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvers lags fáfræði- og óvinafagnaður er þetta, sem þú bauðst hér til, Baldur sósíal-líberalisti? Hvernig flaug þér í hug, að þú gætir birt hér einhvern meintan Salómonsdóm þinn (!) um miðaldir og kaþólsku kirkjuna, sem þú ert svo einkar fákunnandi um? Og hvernig líður þér að horfa upp á langstærsta trúarsamfélag kristinna manna bæði á miðöldum og nú (51%) svert og svívirt á þessari síðu þinni? Er það í anda þinna samkirkjusjónarmiða og margauglýsts og sjálflofaðs umburðarlyndis þíns og virðingar (m.a. fyrir trúarbrögðum) á alþjóðavettvangi?

Hér með hrynjið þið út af bloggvinalista mínum, Baldur, Ingólfur Þór og Theódór – og Erlingur, hvernig datt þér í hug að óska eftir því að verða bloggvinur minn?

Jón Valur Jensson, 5.6.2008 kl. 20:46

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ó, hvílíkt fár og hvílíkir tímar.  Nú legg ég til að þú Jón Valur gefir út leiðbeiningar um það hvernig megi tala. Nú er svo komið að við hámenntaðir sem lágmenntaðir eru farnir að halda fram allskyns bábiljum og alveg hárrétt hjá þér að dæma okkur til þyngstu refsingar.....út af bloggvinalistanum.

P.s. Annars eru nú flestir aðrir að djöflast í mér fyrir það að bera blak af kirkjunni.  Kannski þú ættir að anda djúpt að þér þrisvar og lesa svo pistil minn aftur. kv. B

Baldur Kristjánsson, 5.6.2008 kl. 21:10

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú sérð nú, Baldur, hverjir safnast að þér – með nokkrum góðum undantekningum ber hér mest á annars vegar vanþekkingu og hins vegar fjandskap við kristni og kirkju.

Svo held ég, að þú ættir sjálfur að lesa þennan grunnrista pistil þinn aftur, eða hvernig datt þér í hug að tímasetja Galileo inn í miðaldakirkjuna, þegar það er staðreynd, að hann fæddist ekki fyrr en um 70 árum eftir lok miðalda?!

Jón Valur Jensson, 5.6.2008 kl. 21:25

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir samveruna Jón Valur.

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 21:52

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér sömuleiðis, Theódór.

Jón Valur Jensson, 5.6.2008 kl. 21:58

18 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jón Valur það þýðir ekkert að slá um sig með svona stælum.  Það vita allir hvað er átt við þegar vísað er til miðalda og ártöl aðeins notuð til viðmiðunar og skipta ekki öllu máli. Hvað fer í raun í taugarnar á þér í pistlinum? Að það skuli talað um íhaldssama menn og frjálslynda? Fer það einnig í taugarnar á þér að ég hefi ekki lokað fyrir kristsóvini? Kv. B

Baldur Kristjánsson, 5.6.2008 kl. 22:44

19 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur megnustu skömm á mörgu því sem kaþólska kirkjan hefur gert gegnum tíðina - sumu af því hefur hún beðist afsökunar á, en margt er eftir og eflaust munu líða nokkrar aldir uns kirkjan viðst afsökunar á því.

Það voru hins vegar margir góðir menn innan kirkjunnar, eins og t.d. munkurinn Gregor Mende - Púkinn vill bara hafa það á hreinu að það er kaþólska kirkjan sem stofnun sem honum er illa við.

Púkinn, 5.6.2008 kl. 23:01

20 identicon

Er algjorlega ósammála þér Baldur.Af hverju þarf endilega að vera að særa trú fólks? Búum við ekki við trúfrelsi? Þarf endilega að særa 'trúartilfinningu kaþólskra eða annara? Fannst þér flott og gott hjá Jyllandsposten að birta háðsteiknimyndir af Múhammeð spámanni? Heldur þú að danskir ráðamenn nagi sig ekki í handabökin í dag, vegna t.d. sprengjutilræðisins við sendiráð Dana í Pakistan?  Farðu frekar að lesa mannkynsöguna aftur og tímasetja  þekkta menn í mannkynssögunni á rettu tímabili, eins og Jón Valur bendir þér rettilega á!

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:02

21 identicon

Kaþólska kirkjan er eitur, hún er enn á myrkum miðöldum.
Hver sá sem hefur snefil af sjálfsvirðingu yfirgefur þessa kirkju fáránleika og ... ok ógeðs
Páfinn núverandi fyrirskipaði að þagga niður í börnum sem prestar níddust á og ógna fjölskyldum...
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/560798/

Ég hef oft sagt við hann félaga Jón Val að hann yrði kannski pínku pons marktækur ef hann væri ekki í tengslum við þessa hörmulegu kirkju

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:38

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var á móti Júdasarauglýsingu Símans en mér finnst Jón Gnarr alveg drepfyndinn í þessari. Svo er kaþólska kirkjan líka alltaf fyndinn. En fyndnastir eru þeir sem eru kaþólskari en páfinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2008 kl. 00:42

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum á þetta að sinni (nýkominn af vef Bjarna Harðar), kemst þó ekki hjá því að vekja athygli á hlálegum ummælum Baldurs um það "að slá um sig með svona stælum," sem eru hans orð um stóralvarlega athugasemd mína um það, að hann fór heimsaldavillt, hvorki meira né minna, þegar hann staðsetti Galileo á miðöldum. Hér hefði Baldur einfaldlega átt að játa mistökin (og mátt biðja lesendur afsökunar um leið), en kaus þveröfuga leið – lesið þessa ámátlegu málsvörn hans (eftir langa umhugsun!):

  • "Það vita allir [nema kannski Baldur?!] hvað er átt við þegar vísað er til miðalda og ártöl aðeins notuð til viðmiðunar og skipta ekki öllu máli." (Sic!!!!!)

Jón Valur Jensson, 6.6.2008 kl. 00:56

24 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur, og aðrir skrifarar !

Má til; að koma þeim skilaboðum, að fyrir mér er Rétttrúnaðar kirkjan Rómarkirkju sízt lakari, þrátt fyrir tilkomu Péturs postula, sem hins fyrsta páfa, á sínum tíma. 

Kann ekki við; skírlífis dellu Rómar kirkju, gagnvart þjónum sínum, gott fólk. Hefir einungis leitt slæmsku eina, yfir þá ágætu kirkjudeild.

Með beztu kveðjum, sem jafnan - Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:51

25 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jón Valur! Þú dregur að þér trúleysingja eins og flugur (kíkti á vef Bjarna)og svo sakar þú mig um að hleypa þeim upp á dekk.  Fyrir hvern pistil sem þú skrifar spretta upp tíu ,,djöflar". með sama áfamhaldi afkristnar þú sólkerfið Jón Valur.

P.s. svo séðu auðvitað eftriá að pistill minn er málsvörn fyrir kaþólsku kirkjunnar en það er einn úr þínum ranni sem dregur upp einhliða mynd af henni í auglýsingum.

Baldur Kristjánsson, 6.6.2008 kl. 07:03

26 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég er ekki að segja að þú dragir að þér flugur þó ekki.  Átti að vera ,,eins og ljósapera flugur"

Baldur Kristjánsson, 6.6.2008 kl. 08:47

27 identicon

Það má með réttu segja að Jón Valur sé einn besti talsmaður trúfrjálsra á Íslandi, það ber að þakka honum fyrir að sýna landslýð hversu varasöm trúarbrögð geta verið.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:20

28 identicon

Um thetta tal JVJ um midaldirnar:

Thetta er thad sem callst "pedantry" ... hann hefur svosem alveg rett fyrir ser, en thessi notkun a hans visku hefur ekkert med megin innihald postsins ad gera. 

Thvi ekki ad raeda rolega og roklega frekar meginefni thessarar faerslu en ad fara i onyta floatynslu.

Skarphedinn (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 18:00

29 Smámynd: kiza

Ég verð nú að segja að frá minni hálfu hefur JVJ ýtt mér lengra og lengra frá kristni og hvers kyns trúarbrögðum heldur en Dr.E gæti mögulega gert á 100 árum. Þá er nú ansi mikið sagt.

Síminn sá hvað þeir náðu að stuða marga með Júdasarauglýsingunni, og nú endurtaka þeir leikinn þar sem þeir vita að með öllu þessu húllumhæi fær auglýsingin enn meiri áhorf.  Einföld markaðsfræði hér á ferð.   Það er því sem næst þannig að þegar einhver hlutur (auglýsing, skoðun, myndband, whatever) fær gusu af neikvæðri athygli, þá verða ALLIR að sjá/upplifa hlutinn, þetta er svona...einsog að stelast í nammi þegar maður var krakki ;)

- Jóna Svanlaug. 

kiza, 7.6.2008 kl. 13:31

30 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ósköp eru sumir forpokaðir í skoðunum sínum gagnvart kaþólsku kirkjunni. Trúarbrögð eru í eðli sínu nokkuð fastheldin á gömul og góð gildi. En þau voru ekki alltaf í samræmi við boðskap þeirra sem hófu upphaflega þessi sömu trúarbrögð til vegs og virðingar. Við getum séð kirkjuna almennt. Eins og og lútherstrúin var praktíséruð af nokkrum prestum um miðja 17. öld þá voru þeir ekkert hótinu betri en spænski rannsóknarrétturinn! Aþð er nefnilega svo að trú og vald má aldrei fara saman. Þá er hættan mikil að allt fari út í vitleysu.

Sumt er ekki sérlega kristilegt í fari sumra jafnvel okkar sem nú lifum. Þeir eru fullir hatri og uppivöðslusemi í stað þess að sýna auðmýkt, tryggð og þeim góða hæfileika að fyrirgefa. Ætli þessi eiginleiki sé ekki eitt það merkasta við kristnina sem smiðurinn mikli kom á fyrir nær 2000 árum en gleymist furðulega mörgum?

Þessi auglýsing frá  Símanum gerir út á að unnt sé að leika sér að tímanum að færa sig fram og aftur eins og í tímavél. Þetta er auðvitað unnt að koma í kring þegar fólk sem gerir ekki of miklar kröfur en hefur meira gaman af vitleysunni en gagn.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 7.6.2008 kl. 16:33

31 Smámynd: Óli Jón

Hér liggja þungar og harðar refsingar við því að tala gegn kaþólsku kirkjunni :) Mönnum og konum er hent út af sakramentinu hægri og vinstri og þurfa því að híma utan ylvolgs faðms Jóns Vals.

Eru það annars svo slæm örlög?

Annars er Jón Valur svo ötull í því að henda fólki út af jólakortalista sínum og setja á svarta lista að brátt mun hann einn rökræða við sjálfan sig. Það verður áhugavert að sjá :)

Óli Jón, 7.6.2008 kl. 21:52

32 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Friðjón! Þú lest eitthvað vitlast út úr þessu. Ég tel engan akk í því að særa trúartilfinningar fólks. Þvert á móti. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband