Mikilhæfur forseti!?

Barak Obama er forseti Bandaríkjanna.  Verður hann mikilhæfur forseti?  Ég spái því. Hann hefur alla burði til þess.  Yfirvegaður, skynsamur, hugsandi en jafnframt klókur og þess vegna hæfilega ósvífinn.  Bandaríkjamenn hafa vonandi eignast leiðtoga til góðra verka.  Maður hneigist hins vegar til að spyrja innan úr okkar brotna húsi:  Hvar er okkar Obama?  Kannski er þetta röng spurning. Hvorki vaxa upp miklir leiðtogar með lítilli þjóð eða eiga að gera það. Vísast er ekki hollt að leita að slíkum.  Og þó, við þyrftum einhvern sem gæti stýrt vilja þjóðarinnar í hagstæðan farveg.  Þetta er allt að molna hjá okkur eins og er.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég ætla að bíða með að hrósa happi yfir Obama þó ég hafi fremur kosið hann en Hillary- ég hef meiri áhyggjur af þeim skelfingum sem hellast yfir okkur dag hvern - og ég held við þurfum enga leiðtoga í augnablikinu fremur mynda hópa til að koma fram með nýjar tillögur um hvernig er hægt að gera þetta samfélag lýðræðislegt og byggilegt öllum mönnum.

María Kristjánsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband