Aftur til framtíðar -upp með kaupfélögin!

Athyglisvert var að heyra í skínandi góðu Silfri Egils Eygló Harðardóttur tala um samvinnuverslanir eða samvinnufélög.  Auðvitað á fólk að taka sig saman og hefja samvinnuverslun t.d. hér í Þorlákshöfn þar sem er  ein okurverslun sem heitir því öfugsnúna nafni  Kjarval (fyrir utan einn ágætan kaupmann á Horninu).  Það er mikil afturför í verslun ásvona stöðum. Hér var kaupfélag áður - ágætis verðlag og ágætis þjónusta.  Fólk saknar þeirra.  En auðvitað eiga kaupfélög framtíðarinnar ekki að eiga neitt skylt við stjórnmál. Þau eiga að spretta upp úr jarðveginum, grasrótinni - upp úr sjálfsbjargarviðleitni almennings. En það þarf samt sennilega að breyta lögum til þess að gera rekstur þeirra fýsilegri. Nú um stundir nýtur hlutafélagaformið forréttinda í löggjöfinni - ekki satt?
mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar fyrstu kaupfélögin á Íslandi voru stofnuð, fyrir um 120 árum, var hart í ári. Bændurnir nyðra ákváðu hins vegar að taka saman höndum og sækja fram í krafti verslunarfélaganna sem þeir stofnuðu. Samvinnan var þeirra styrkur og meðan samvinnufélögin í landinu voru og hétu komu þau miklu og góðu til leiðar. Og gera raunar enn: sbr. að í Skagafirði, á Ströndum og víðar eru þau  kjölfesta í héraði. Í krafti félaganna hafa heimamenn sömuleiðis eitthvað um mikilvæg hagsmunamál sína að segja - í stað þess að þeim sé alfarið stýrt af verslunarvaldinu í Reykjavík. Umræða um hvort félög samvinnumanna eigi rétt á sér hvort á né má vera grunnhyggið fjas um persónur einstakra manna, s.s. Þórólfs Gíslasonar, Finns Ingólfssonar og fleiri.

Erlendis sinna samvinnufélög fjölmörgum mikilvægum málum, mörgu fleiru en verslunarrekstri. Má þar nefna heilbrigðis- og menntaþjónustu. Nú, þegar Íslendingar þurfa að endurmeta öll sín gildi er samvinnufélagsformið fullgilt, og mikilvægt að því sem búið sama rekstrarumhverfi og til dæmis hlutafélögum.

Kveðja, 

Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég minnist þess nú þegar ég var búsettur á Kirkjubæjarklaustri að verslun með sama heiti var rekin þar og óaði mér verðlagið þar. Auðvitað er skiljanlegt að aðstöðuleysi fólks úti á landi - sérstaklega þeirra sem eiga um langan veg að sækja vörur sínar - er nýtt til hins ítrasta. Það er fólk eins og góða fólkið á Síðunni, fólkið á Jökuldalnum fyrir austan, fólkið í á afskekktari fjörðum vestfjarða sem greiðir niður vörur á Reykjavíkursvæðinu.   Þetta er sárt með hliðsjón af yfirborðskenndri byggðastefnu og "jaðarbyggðastefnu" ríkisvaldsins.   Synd og skömm.

Baldur Gautur Baldursson, 14.12.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sorgarsögu Kaupfélags í Þorlákshöfn er að mínu viti algerlega þarflaust að endurtaka, svoleiðis della væri engum til gagns held ég, svo langt man ég nú. Það er ótrúlegt að margir sakni þeirra tíma og örugglega mundi enginn hætta að keyra í Bónus og Krónu þó Kaupfélag kæmi hér aftur í allri sinni dýrð.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.12.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það er enginn sem bannar fólki að reka kaupfélag. Þú gætir sett á fót kaupfélag í Þorlákshöfn á morgun ef þú vilt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.12.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Samvinnufélög losuðu okkur undan einokun Dana. Það er margt að sækja norður til Þverár. Það er tímaspursmál hvenær smábátasjómenn  stofna samvinnufélag um kvóta. Trilluútgerðin er hagkvæm. Það vita allir. Hvers vegna geta þá ekki smábátasjómenn bundist samtökum um að kaupa kvóta og bjóða betur en stóru útgerðirnar. Þeir ættu að geta það skv. lögmálum hagfræðinnar. Eða voru bankarnir lokaðir litla manninum?

Sigurbjörn Sveinsson, 16.12.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Kaupafélög blómstra víða um lönd. Coop í enskumælandi löndum, Samvirkelaget á Norðurlöndum (nema hér). Smáatvinnurekendur hafa einnig víða með sér samvinnufélög sem kunnugt er; sjálfur kynntist ég samvinnufélagi kaffibænda í Costa Rica á síðasta ári. Það gefst vel og bætir mjög hag smákaffibænda. Það er góð hugmynd að smábátasjómenn taki höndum saman og stofni sín samvinnufélög. Styð það.

Það er algjör óþarfi að láta valdníðslu SÍS á fyrri árum eyðileggja samvinnuhugsjónina hér á landi.

Þorgrímur Gestsson, 17.12.2008 kl. 11:24

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hugmyndin um samvinnufélög trillukarla um kvóta er góð, hún mundi hinsvegar stranda á lánsfjárskorti og ekki síður á trillukörlunum sjálfum. Trillukarlar eru mestu einstaklingshyggjumenn sem fyrirfinnast á byggðu bóli, þessvegna eru þeir trillukarlar, þeir vinna bara með sjálfum sér.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband