Mikilvægt starf prestanna!

Það er í tísku að tala niður til starfa presta í bloggheimum.  Það gera iðulega ungir kálfar með mikið fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu. Prestar mynda e.k. öryggisnet í samfélaginu kallaðir til þegar erfiðleikar steðja að, þegar fólki líður illa, þegar hörmungar dynja yfir, þegar fólk deyr.  Starf prestanna að þessu leyti þekkja flestir þeir sem einhverju lífsspiki hafa safnað og öfunda þá ekki. Að auki fást prestar við messuhald og annað slíkt eins og flestir þekkja – þeir eiga sjaldan frí – sumir segja aldrei. Erfitt er að samræma starf prestsins eðlilegu fjölskyldulífi. 

Ekkert fólk er á trúarbragða. Íslendingar eru kristnir og hafa verið í þúsund ár og það er ekkert að breytast. Þjóðkirkjufyrirkomulaginu má breyta en það hefur þó sína ótvíræðu kosti t.d. prestanet um land allt.  Kristnir menn þ.e. lútherskir, kaþólskir og aðrir mættu sameinast undir einu neti. Munurinn milli þeirra er bitamunur en ekki fjár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvaða starfi sinna prestar sem aðrir geta ekki sinnt jafn vel eða betur - óháð trúarbrögðum?

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þar kemur þú svolítið að kjarna málsins Matthías. Hvort sem mönnum líkar betur eða vel þá blandast  trúarlegi þátturinn í víðfeðmum skilningi inn í málin á brotinu. Fyrir utan prestinn væri það etv. heimspekingurinn sem gæti gert gagn en auðvitað verður presturinn að vera heimspekingur í sér og mannvinur.

Baldur Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 15:14

3 identicon

Ég ætla að hunsa bjálfalegar alhæfingar þínar um þá sem gagnrýna presta og spyrja þess í stað: Hvers vegna á ég að borga fyrir að þú þjónustir aðra á meðan ég fæ enga slíka þjónustu? Ég er skráður í Siðmennt sem gæti boðið upp á samsvarandi þjónustu ef félagið fengi sömu réttarstöðu og trúfélög og fengi innheimt fyrir sig sóknargjöld.

Annars er reyndar staðreyndin að það eru ótal starfsstéttir sem eru betur til þess fallnar og betur menntaðar en prestar að sinna mörgum þeim störfum sem þið troðið ykkur í. Í raun komið þið í veg fyrir að ríkið komi sér til að sinna mörgum þáttum almennilega með því að sinna þeim svona á amatörstiginu.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vil bæta spurning við.  Þú segir:

 Íslendingar eru kristnir

Hvað áttu við?

Eru þeir sem ekki aðhyllast kristni þá ekki alvöru íslendingar að þínu mati?  Ekki sannir íslendingar?  Geta innflytjendur sem ekki aðhyllast kristna trú aldrei orðið íslendingar? 

Hvað er að vera kristinn?  Þarf maður að aðhyllast einhverjar kenningar kristinnar kirkju eða er nóg að vera fæddur á svæði sem telst kristið?

Hvað þurfa margir íslendingar að afneita kristni til að fullyrðing þín standist ekki - eða stenst hún alltaf óháð viðhorfum íslendinga - svo lengi sem ríkiskirkjan stjórnar?

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvort sem mönnum líkar betur eða vel þá blandast  trúarlegi þátturinn í víðfeðmum skilningi inn í málin á brotinu.

Af hverju "víðfeðmum skilningi" en ekki sértækum, þ.e.a.s. kristnum skilningi?

Af hverju ráðum við ekki fólk til að sinna vissum verkefnum sem kirkjan sinnir í dag - en óháð öllum trúarbrögðum?  Sálfræðingar geta tekið að sér verkefni, félagsfræðingar, fjármálaráðgjafar og já, jafnvel heimspekingar.

Til hvers í ósköpunum að blanda þessu saman við ein tiltekin hindurvitni?

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 15:19

6 Smámynd: Ragnheiður

Persónulega myndi ég alls ekki vilja vera án presta og síst míns prests sem hefur veitt okkur ómetanlega hjálp í erfiðum aðstæðum.

Oft hefur mér fundist þessi gagnrýni verða of meinleg - of meiðandi og snúast jafnvel upp í persónulegar ávirðingar á nafngreinda menn.

En auðvitað á fólk að eiga val um hvar það sækir sína sálgæslu, hvort það velur þjóðkirkjuna, siðmennt eða eitthvað annað trúfélag.

Kær kveðja og þakkir fyrir árið sem er að líða með ósk um gott gengi á árinu 2009

Ragnheiður , 29.12.2008 kl. 15:28

7 identicon

Ég vil meina að enginn íslendingur sé kristinn, ég veit ekki um neinn sem fylgir biblíu 100%, ekki einu sinni þú Baldur.

P.S. Guð er ekki mannvinur samkvæmt biblíu

DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Doctor, ég er ekki sammála.  Ég tel að svona 40% íslendinga séu kristnir (þeir sem telja Jesús vera svona Gvuðs).  Það getur enginn trúað öllu sem stendur í Biblíunni en við hljótum að nota skilgreiningu á hugtakinu "kristinn" sem einhverjir fjalla undir.

Ég bíð aftur á móti spenntur eftir skilgreiningu Baldurs.

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 16:58

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Undarleg villa í síðustu athugasemd: "...vera svona Gvuðs" -> "...vera son Gvuðs"

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 17:19

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Kristnir upp til hópa...........var meiningin. :Það er haldreipið.............hefur ekkert með Biblíuskilning að gera.........heldur svona grundvallarmótun. Innflytjendur eru flestir af kristinni rót. Hins vegar mætti vera meira af Islam hér og Búddistum.........

Ég er með öðrum þræði að segja og ég veit að ég á mér marga andmælendur sem eru á kommenrtabuxum  að þeir tímar komi í lífi flestra að þeir  vilji/þurfi e.k. ófræðilegt inngrip trúarlegs eða bara manneskjulegs eðlis. Prestarnir eru bara góðir í því...flestir...mótun þeirra er þannig...... kv.

Baldur Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 17:25

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kristnir upp til hópa...........var meiningin. :Það er haldreipið.............hefur ekkert með Biblíuskilning að gera.........heldur svona grundvallarmótun.

Þetta er með öðrum orðum markleysa hjá þér.  Frasi sem þú notar til að réttlæta stöðu þína og kollega þinna.

 Innflytjendur eru flestir af kristinni rót

Hvað merkir þetta?

 Hins vegar mætti vera meira af Islam hér og Búddistum.........

En ekki trúleysingjum? (Æi, ég gleymdi, ef við notum þínar "skilgreininar" eru trúleysingjar ekki til - skipta a.m.k. ekki nokkru máli).

...að þeir tímar komi í lífi flestra að þeir  vilji/þurfi e.k. ófræðilegt inngrip trúarlegs eða bara manneskjulegs eðlis.

 Akkúrat (það sem ég feitletraði).  Við þurfum ekki að gera þetta á forsendum tiltekinna trúarbragða.

. Prestarnir eru bara góðir í því...flestir...mótun þeirra er þannig.....

Vel má vera að margir prestar, jafnvel flestir, séu þokkalegir í því.  Það er þín skoðun.  Margir prestar eru skelfilega vondir í því.

Það breytir því ekki að prestar eru fyrst og fremst talsmenn ákveðinnar lífsskoðunar.  Lífsskoðunar sem byggir á hindurvitnum og nýtur æ minna fylgis.  Að sjálfsögðu geta prestar starfað áfram hér á landi, svo lengi sem þeir frá greitt frá þeim sem nota þjónustu þeirra.  Hér á landi er ekki þörf fyrir alla þessa presta á þessum launum.  Hugsanlega er þörf fyrir fjórðung þeirra.

Öðrum verkefnum mega (og eiga) aðrir að sinna, algjörlega óháð trúarskoðunum.

Þér finnst þetta eflaust gríðarlega róttæk skoðun hjá mér, það verður bara svo að vera.  Ég tel að mannréttindi náist ekki meðan gert er upp á milli íslendinga út frá trúarskoðunum.  Um það getum við verið ósammála.

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 17:34

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, jú trúleysingjar eru til og virðingarverðir mikið ósköp.  Það eru bara svo fáir sem endast almennilega í því. kv B

Baldur Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 20:03

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kannski myndu trúleysingjar endast betur ef þeir fengju sömu ríkisfyrirgreiðslu og prestastéttin?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.12.2008 kl. 21:01

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Anna, ekki hlusta á dylgjur séra Baldurs í garð trúleysingja.  Trúleysingjar endast, stundum hafa þeir reyndar hröklast inn í skápinn aftur vegna ofsókna frá ríkiskirkjuprestum og öðrum þeim tengdum - en það er liðin tíð.   En vissulega er það rétt, það er auðveldara að endast í kristindómnum þegar maður hefur ríkiskirkjubáknið á bak við sig og sex hundruð þúsund krónur hið minnsta í vasann á mánuði.

Séra Baldur mætti standa við einhver orð sín eða þá draga þau einfaldlega til baka.  

Það er hreint og klárt rugl, ef ekki bara mannvonska og fordómar, að vera sífellt að tala um Ísland sem kristið land, íslendinga sem kristna þjóð.   Það veit Baldur sem stundum (á hátíðisstundum eða þegar honum hentar) hampar mannréttindum.

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 21:15

15 Smámynd: Baldvin Z

Ertu ekki aðeins að tala niður til fólks hérna Baldur? Eru að segja það að þeir sem tala gegn þjóðkirkju séu "iðulega ungir kálfar með mikið fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu". Satt best að segja held ég að það hafi aldrei verið talað eins mikið niður til mín

Baldvin Z, 29.12.2008 kl. 21:18

16 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þá hefur nú ekki verið mikið sagt við þig Baldvin Z en ég biðst afsökunar hafi þetta sært þig -átti ekki að vera meiðandi. Ég vildi að hægt væri að segja þetta um mig.

Matthías: Þetta með kristna þjóð er auðvitað flókið, en Íslendingar lögleiddu kristni fyrir 1000 árum og hafa ekki breytt því, hafa þjóðkirkju, kross í fána, sálm sem þjóðsöng, yfir 90% skírast, enn hærra hlutfall lætur bera sig undir sáluhlið, kristin messa vilulega í ríkisútvarpi, morgunbænir og kvöldbænir á sama stað , landinu er skipti upp í pestaköll og sóknir, allir þeir sem keppast eftir forsetaembætti keppast við að lofa Guð, yfir 90% eru skráðir í kristna söfnuði, fjórir af hverjum fimm kunna faðirvorið, varla sá staður á landinu þar sem sést ekki til þriggja kirkna.  Hvað viltu hafa það meira? kv. B

Baldur Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 21:31

17 Smámynd: Baldvin Z

pestaköll=prestaköll, eða hvað?

Baldvin Z, 29.12.2008 kl. 21:43

18 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Prestaköll já, pestaköllin eru heilbrigðishéruðin. Takk Baldvin Z, kv. B

Baldur Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 21:48

19 identicon

Íslendingar urðu "kristin þjóð" vegna þess að þeim var ógnað og höfðingjum mútað. Í árhundruði var ólöglegt að vera ekki kristinn. Kristin kirkja þjónaði valdhöfum, kúgaði alþýðuna en hugsaði fyrst og fremst um eigin hag. Enn er það fyrsta hlutverk kirkjunnar, að viðhalda sjálfri sér og halda eins mörgum feitum þjónum á spenanum og mögulegt er.

Það eru aumir jafnaðarmenn sem styðja þetta ójafnaðarbákn.

Betra er að vera barinn þræll en feitur þjónn. Þú veist í hvorn flokkinn þú fellur.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 23:10

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jæja, loks kom vörn fyrir fullyrðingu Baldurs um kristna þjóð.  Vörnin var jafn vond og ég átti von á.

Matthías Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 23:35

21 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég trúi ekki á guð fremur en flestir Íslendingar.  Ég er ekki í þjóðkirkjunni. En væri ég spurð hvort ég væri kristin manneskja, þá vandaðist nú aldeilis málið. Öll okkar menning er nátengd kristni og Lúther. Fjöldi ákvarðana sem við tökum dag hvern byggir á hugmyndum kristninnar og Lúthers, þær móta hugsanir okkar og framferði. Þó við leggðum niður Þjóðkirkjuna og bönnuðum Baldri að messa þá sætu þessar hugmyndir enn í höfðum okkar.  Hvað gerum við - við þær?

María Kristjánsdóttir, 30.12.2008 kl. 10:40

22 identicon

HVernig getur fólk sagst kristið þegar flestir vita ekkert um biblíu... í besta falli faðirvorið + kannski trúarjátningu???

Miðað við þetta þá gæti ég sagst vera heilaskurðlæknir vegna þess að ég hafi lesið fyrirsögn í bók um dæmið.

Baldur hefur líklega lesið meira en faðirvorið, hvernig getur hann sagst trúa á þetta dæmi, það er augljóst fyrir alla með hálfan heila að það stendur ekki steinn yfir steini í öllu dæminu, að guð er hreint hræðilegur karakter.
Ég get bara séð að fólk nái að ljúga þessu að sjálfu sér vegna sjálfselsku og sjálfsumhyggju... og svo hinir sem vinna við dæmið þeir fá peninga.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:43

23 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég get ekki betur séð en að öll viðhorf séu komin fram.  Takk fyrir. Kv.

Baldur Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 11:01

24 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Fjöldi ákvarðana sem við tökum dag hvern byggir á hugmyndum kristninnar og Lúthers,"
Það væri samt ákaflega fróðlegt að fá dæmi um þetta.  

Matthías Ásgeirsson, 30.12.2008 kl. 12:00

25 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Við gætum til dæmis rifjað upp boðorðin saman, Matthías. Alls staðar þar sem menn  ræða mál og eru lengi að því þá má líka yfirleitt heyra Hallgrím Pétursson klingja einhvers staðar í gegn. Ég get haldið lengi áfram...

María Kristjánsdóttir, 30.12.2008 kl. 12:36

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

María, boðorðin sögðu ekkert nýtt og byggja á mun eldri arfi.  Ég kannast ekki við að fara eftir þeim við ákvarðanatöku.  Ekki tengi ég heldur við Hallgrím Pétursson en vel má vera að þú gerir það.

Það er ansi algengt að fólk eigni kristni og Lúther hugmyndir sem byggja á eldri grunni.

Nær væri að tala um hugmyndir upplýsingarinnar og endurreysnarinnar.

Matthías Ásgeirsson, 30.12.2008 kl. 13:12

27 identicon

http://www.eimreidin.is/2008/12/slendingar-eru-kristinn-j.html

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:16

28 identicon

En María hefur þú ekki séð að boðorðin styðja við þrælahald, þau tala um konur(þig) í sömu hendingu og þau tala um búpening.
Ef það er eitthvað sérbiblískt við þessi boðorð þá eru það boðorðin sem segja að það sé bara einn guð blah

DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:30

29 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Baldur.

Gott er að hafa góðan prest í sinni sókn svo mikið er víst.

En prestar eru bara menn, og menn eru misjafnir eins og þeir eru margir.

Prestur sem er í embætti sínu vegna trúar sinnar og köllunar til að þjóna í ríki Guðs, er góður prestur. Hann veitir sóknarbörnum sínum andlegan styrk þegar eitthvað bjátar á í lífinu.

En því miður er mikið um að prestar eru ekkert annað en embættismenn og sinna sinni vinnu eingöngu gagnvart biskupstofu en ekki Guðsríki.

En sem betur fer ganga flestir presta á Guðsvegum.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 30.12.2008 kl. 14:07

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ísland og íslensk menning byggist fyrst og fremst á landnámsmönnum, sem voru Ásatrúar.  Landnámsmenn voru með sterkt siðferði og það hefur ekkert með boðorðin í Biblíunni að gera!

Hvurslags þvæla er þetta?

Var Ljósvetningagoði kristinn?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2008 kl. 14:33

31 identicon

Ég hefði haldið að prestur hefði nóg annað að gera þessa dagana en að hanga á blogginu-:).

Allavega samkvæmt þinni eigin skilgreiningu Baldur.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:46

32 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Gunnar! Það erut þú sem hangir.  Ég svona rétt kíki milli athafna.

Út af færslu Teits Atlasonar  áðan og raunar ágætri grein hans á eimreiðin.is er rétt að árétta að upptalningin mín hér áðan fjallar um ytri tákn kristinnar trúar og liðirnir settir fram í mismikilli alvöru. Mín skoðun er sú að trúarvitund hafi breyst og við lifum verladlega tíma. Hef alltaf verið veikur fyrir hugtakinu ,,eftir kristna tíma".  þeir eru þó kristnir í ákveðnum skilningi auk þess sem hellingur er eftir af hinni hefðbundu kristni. En menningin er yfirfull af þessu eins og María áréttar.  Það breytir ekki því að þjóðkirkjufyrirkomulagið er mjög nytsamlegt. og samfélag okkar kemst varla af án einhverrar trúarlegrar skírskotunar, eða hvað? En það verður auðvitað að ríkja fullt jafnræði - þó við höfum þetta fyrirkomulega verðum við að byggja mismununarlaust samfélag. kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 16:56

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"samfélag okkar kemst varla af án einhverrar trúarlegrar skírskotunar, eða hvað"

Af hverju í ósköpunum ekki?

"En það verður auðvitað að ríkja fullt jafnræði - þó við höfum þetta fyrirkomulega verðum við að byggja mismununarlaust samfélag"

En þó með þeim fyrirvara að sumir séu jafnari en aðrir?

Matthías Ásgeirsson, 30.12.2008 kl. 18:01

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...er ég ekki svaraverð?...eða mæli ég lög?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:25

35 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert svaraverð mikil ósköp en þú settir fram skoðun sem þarf ekki enilega að svara.  og ljósvetningagoðinn var auðvitað heiðinn tiul að byrja með. kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 19:37

36 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

okTakk!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2008 kl. 20:03

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, gætirðu nokkuð komið með skilgreiningu á því hvað felist í því að vera kristinnar trúar?

En það verður auðvitað að ríkja fullt jafnræði - þó við höfum þetta fyrirkomulega verðum við að byggja mismununarlaust samfélag.

Ert þú þá fylgjandi því að 62. grein stjórnarskrárinnar verði afnumin?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2008 kl. 21:21

38 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Prestar eru mjög vel menntaður lýður yfir heildina, satt er það.

Og rétt mælir þú Baldur í pistlinum en...,minn kæri ekki er mér illa við trúleysingja almennt nema þá endemis niðurrifskálfa sem blása hér ávallt eins og vanvitar sem ekkert virðast hafa lært af þessari tilveru og hafa engin horn en bara lítils háttar klaufir og gera sig  hlægilega er þeir tjá sig jafnan eins og reiðir unglingar.  Þó tekur steininn úr þegar velgreindir fjölmiðlamenn eru farnir að kalla þessa bölsýnismenn til álits á öllum sköpuðum hlutum eins og þeir séu fulltrúar einhverra nema sjálf sín skammsýni og tómhyggju. Svei þessum skammsýnismönnum.

Guðmundur Pálsson, 30.12.2008 kl. 23:10

39 Smámynd: María Kristjánsdóttir


Á meðan einhver trúir á guð í samfélagi okkar þá skiptir guð  máli. Við trúleysingjarnir verðum að viðurkenna það.  Og kristin trú er sterk í menningu okkar, við getum einungis reynt að vera meðvituð um það, en við getum ekki heimtað að aðrir trúi ekki.  Við horfum á boðorðin öðrum augum en þeir sem trúa -en boðorðin eru þarna- og brjótum við sum þeirra þá brjótum við líka grið í samfélaginu. Það skiptir engu máli hvort þessi boðorð eiga sér lengri sögu; þau komu hingað fyrir tilstilli kristninnar.

María Kristjánsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:45

40 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er Guðmundur Pálsson læknir mættur.  Hann átti marga "áhugaverða" spretti á Vantrú í den.

Mér þykir viðhorf hans áhugavert, auðvitað á að þagga niður óþægilegar raddir.  Þannig virkar lýðræðið best!

eins og þeir séu fulltrúar einhverra nema sjálf sín skammsýni og tómhyggju

Ekki mæli ég fyrir tómhyggju en um skammsýnina get ég ekki sjálfur dæmt.  Hafðu það sæmilegt doktor.

Matthías Ásgeirsson, 30.12.2008 kl. 23:45

41 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

en boðorðin eru þarna- og brjótum við sum þeirra þá brjótum við líka grið í samfélaginu.
Þetta stenst alls ekki.  Fyrsta boðorðið er brot á stjórnarskránni og trúfrelsisákvæðum mannréttindasáttmála.  Við brjótum helming boðorðanna án þess að hugsa um það.  Hin boðorðin eru almenn og miklu eldri "reglur" en boðorðin sjálf.

Matthías Ásgeirsson, 30.12.2008 kl. 23:47

42 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skil ekkert nema það sem ég get útskyrt fyrir syni mínum (hann er alveg að verða 6 ára).

Kæra María og Guðmundur, væruð þið til í að skýra þetta út fyrir 5 ára dreng?

Ég get það ekki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:03

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski væri rétt að sameina öll trúfélög, þ.e.  ekki bara kristin, undir einn hatt. Það væri ekki bara hagræðing heldur gæti eflt trúarlífið á marga lund.

Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 00:15

44 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi..Siguður!

Góð hugmynd

Er þetta ekki allt félagasamtök?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:41

45 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þorsteinn Pásson skrifar;

Eftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn.

Mér þætti svo mikið vænt um að ríkiskirkjan (SEM ÉG ER NEYDD TIL AÐ BORGA Í) HEFÐI SKOÐUN?

...EÐA ER HENNAR VERULEIKI LÍKA HRUNINN?  ...ALLT BENDIR TIL ÞESS?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:50

46 identicon

Já ég hangi stundum á blogginu enda í jólafríi Baldur.

Annars er ég ekki frá því að þú sért að stunda svolitlar alhæfingar.

"Ekkert fólk er á trúarbragða" ég geri ráð fyrir að þarna vanti n í án.

"ekkert" og allt eru stór orð og ekki alltaf málum til framdráttar, nema kannski inngöngu í ESB sem eru sýnist mér hin nýju trúarbrögð ýmissa aðila. 

sandkassi (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 05:49

47 Smámynd: Egill

ekki vera svona vondir við prestinn, hann hefur ekkert til að verja sig með nema biblíuna og við vitum öll að sú bók hefur lítið sem ekkert vit ef hún er skoðuð með gagnrýnum augum.

Egill, 31.12.2008 kl. 08:35

48 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

María, hér er umfjöllun um boðorðin tíu sem sýnir að þau geta engan vegin verið grundvöllur samfélagsins.

Matthías Ásgeirsson, 31.12.2008 kl. 11:40

49 identicon

Skemmtilegt hvernig mynd Baldur býr til af trúleysingjum;

... ungir kálfar með mikið fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu.

 Ég myndi e.t.v. frekar segja "ungt og vel upplýstir einstaklingar". En það eru ekki bara ungt fólk sem er að vekja athygli á trúmálum. Í bandaríkjunum eru nokkrir einstaklingar sem fjalla um trúarbrögð og trúleysi. Ætli mest áberandi séu ekki Christopher Hutchins, Sam Harris og Richard Dawkins sem eru ekki beint ungir kálfar heldur eldri menn með eitthvað á milli eyranna. Vonandi hugsar þú meira um skrif þín þegar þú reynir að lýsa trúleysingjum.

Þröstur Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:00

50 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Þröstur:  þetta er góð lýsing en hana má auðvitað ekki taka of alvarlega.  Sjálfur hef ég miklar mætur á bókum Hitchens, Dawkins og Harris og hef lesið þær margar. Þetta eru bráðgáfaðir og skemmtilegir höfundar.

Matthías:  ECRI sú nefnd Evrópuráðsins sem fjallar um mismunun sem kann að stafa af uppruna, trú eða litarhætti hefur ekki séð ástæðu til að fara í þjóðkirkjufyrirkomulagið á norðuröndunum. Hún hefur þó gagnrýnt fyrirkomulag kristinfræðikennslu bæði hér og í Noregi og víðar og einnig að breyttu breytanda í Tyrklandi og víðar.

Ein af ástæðum er eignaskiptafyrirkomulagið sem við þekkjum. 

Baldur Kristjánsson, 31.12.2008 kl. 13:18

51 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, myndir þú ekki finnast það brjóta gegn "mismunarlausu þjóðfélagi" ef í stjórnarskránni stæði að ríkið ætti að "styðja og vernda" einn stjórnmálaflokk sérstaklega?

En gætirðu komið með skilgreiningu á því hverju maður þurfi að trúa til þess að vera kristinnar trúar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 14:29

52 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, vissulega.  Mismunun Hjalti Rúnar getur átt sér stað í samfélagi en þá verður hún að vera af málefnalegri ástæðu.  Þú mættir t.d. auglýsa eftir hávöxinni manneskju á lager þar sem hillur ná hátt eða konu til að vinna í kvennaklefa. Spurning hvort að trúarleg mismunun, sé hún til staðar,  sé af málefnalegri ástæðu eða ekki?Með skilgreininguna: Nei, því nenni ég ekki enda engin ein. Þú gætir reynt. kv.

Baldur Kristjánsson, 31.12.2008 kl. 15:14

53 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og hvaða ástæður fyndist þér nægja til þess að ríkið myndi "styðja og vernda" einn stjórnmálaflokk?

Með skilgreininguna: Nei, því nenni ég ekki enda engin ein.

Það er auðvitað ekki hægt að koma með einhverja eina algilda skilgreiningu. Það er kannski hægt að segja þetta að ef þú trúir ekki áðkvenum grundvallarkennisetningum kristinnar trúar, að þá sé hæpið að kalla þig kristinn. Myndirðu t.d. vera sammála því að það sé hæpið að vera kristinn og trúa því ekki að Jesús hafi verið guð og frelsari mannanna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 15:33

54 identicon

Gleðileg jól og gott nýtt ár minn góði nágranni. Þú laðar að þér þrætukónga, vel sé þér að laða þá saman og forma umræðuna. Góðar stundir, kveðja frá Inga Heiðmari

IHJ (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:04

55 identicon

Akkúrat IHJ. Hér sýnist mér safnast saman ráðavillt safnaðarbörn í leit að svörum og spyrja prestinn svara. Trúaðir hljóta þeir að vera.

Að vísu kemur ekki á óvart að vantrúar fólk skuli safnast saman hér saman enda virðast þeir þefa uppi allar trúarlegar umræður líkt og tíkur á lóðaríi.

En þó vil ég koma því á framfæri að ég hef orðið vitni af því þegar prestur sinnir ekki sínu hlutverki ( í litlu samfélagi sem ég nefni ekki hér) og eftir þá reynslu get ég sagt að þeirra er þörf. Sama hver afstaða þín er til Guðs, Jesú, Adams og Evu eða hvað svosem það er. Sáluhjálp þarf að vera til staðar.´

Sú þjónusta sem þjóðkirkjan veitir er í mínum augum meiri samfélagsþjónusta en trúboð. Í mínu tilfelli var presturinn ekki að standa sig, sem sáluhjálpari og starfi kirkjunnar var saknað.

Getur einhver annar sinnt slíku hlutverki utan trúfélaga? Ég veit það ekki en rammi kirkjunnar truflar mig ekki, sama hver mín trúarafstaða er. Afstaða kirkjunnar er í raun ekki meira vandamál en þú gerir úr því sjálfur. Ekki varð ég allavega var við trúboð af hendi kirkjunnar þó ég hafi sótt sunnudagaskóla. Mér var sagt að vera góður við náungann og allt það, en trúboð??? Njaaa fann ekki fyrir því.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 04:06

56 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Að vísu kemur ekki á óvart að vantrúar fólk skuli safnast saman hér saman enda virðast þeir þefa uppi allar trúarlegar umræður líkt og tíkur á lóðaríi.
Bloggfærslur séra Baldurs birtast á blogggáttinni.  
Mér var sagt að vera góður við náungann og allt það, en trúboð??? Njaaa fann ekki fyrir því.
Þetta er með því undarlegra sem ég hef lesið frá þér Þórður Ingi.   Það er ekki hægt að (rök)ræða við fólk sem ekki verður vart við trúboð í sunnudagaskóla.

Matthías Ásgeirsson, 1.1.2009 kl. 14:39

57 identicon

Hehe já Matthías, manni finnst fólk, sem er manni ósammála oft segja undarlega hluti, svona fyrir utan að ég er alla jafna stórfurðulegur maður .

Að auki skil ég ekki hvernig ætti að rökræða mína upplifun af félagsstarfi.

Pointið var bara að innihald sunnudagaskólans birtist mér ekki sem trúboð. Þetta voru dæmisögur t.a.m. um miskunnsama samverjan og söngur á lögum eins og ég vil líkjast Daníel, sem feministar ættu frekar að agnúast út í en vantrúaðir. Það getur verið með öðrum hætti í öðrum sunnudagaskólum og eflaust er upplifun annarra öðruvísi.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:00

58 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fólk leggur mikið upp úr gildum rökum nú til dags. Það er talinn vottur um miklar gáfur. Margir stjórnmálamenn byrja flestar sínar ályktanir á þessum orðum: "Og það er auðvitað alveg ljóst!"

Árni Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 20:37

59 Smámynd: Sigurjón

Sæll Baldur.

Mig langar að spyrja þig einnar spurningar: Hvernig stendur á því að hægt er að spara í heilbrigðis- og menntakerfinu (eins og frægt er orðið), en þjóðkirkjunnar menn þurfa ekki að sæta kjaraskerðingu eða hagræðingu?

Þökk fyrir, SV

Sigurjón, 4.1.2009 kl. 01:11

60 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fólk leggur mikið upp úr gildum rökum nú til dags. Það er talinn vottur um miklar gáfur. Margir stjórnmálamenn byrja flestar sínar ályktanir á þessum orðum: "Og það er auðvitað alveg ljóst!"
Það eru náttúrulega ekki rök að fullyrða að eitthvað sé alveg ljóst.  Þar vantar einmitt rökin.

Matthías Ásgeirsson, 5.1.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband