Dr. Sigurbjörn - einstakur snillingur!

Þeir sem ekki hlýddu á Sigurbjörn biskup í gærkvöldi ættu að fara inn á ruv.is og hlýða á öldunginn. Prédikun hans var aldeilis frábær, flutt í sumar, gagnrýndi glys og sýndamennsku, hirti hanana á haugnum og mammonsdýrkun. Lagði út frá sögu Reykholts, baráttu Snorra fyrir sjálfstæði þjóðarinnar (án þess að vera með ódýran bölmóð út í samvinnu sjálfstæðra þjóða í Evrópusambandi).  Dr. Sigurbjörn krýndi Snorra sem höfund Egils sögu með þeim rökum að Egla væri lítt dulbúin en þó dulbúin yfirlýsing um að Íslendingar gætu staðið á eigin fótum sem samrýmdist vel stefinu í Heimskringlu sem er eftir Snorra auk þess að það væri hreinlega ólíklegt að á Íslandi 13. aldar hefði verið einhver annar sem hefði haft skáldlega getu og aðstöðu til þess að semja meistaraverk á þeim nótum sem Egils saga væri.

Auk þess var prédikun biskupsins áminning til okkar um það hvílíkan mannauð við eigum í öldruðum. Þó að dr. Sigurbjörn hafi verið einstakur maður þá er hitt víst að við leggjum fólki of snemma. (Aldraðir leggja sér líka of snemma, leggjast í tómstundir og Kanaríeyjaferðir) Að vísu hættir mörgum til að festast í því sem var uppi þegar þeir voru á miðjum aldri (og þá voru þeir fastir í því sem var þegar þeir voru enn yngri) en það er alls ekki algilt. Drögum aldraða á flot.  Þar er marga perlu að finna.

Þó að Sigurbjörn sé genginn þá vil ég enn einu sinni þakka honum fyrir þessa ræðu og aðrar og vinsamlegt viðmót alla tíð en það fór auðvitað ekki hjá því að maður hitti Sigurbjörn oft og hann gaf sér ávallt tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér,Baldur.  Það var stórkostleg stund  fyrir  framan  skjáinn að hlýða á Sigurbjörn biskup. Hann  var einstakur maður og  gnæfir yfir öldina. . Ég hitti hann síðast í fyrra á ljósmyndasýningunni Einstök börn í Þjóðminjasafni. Hann gaf  sér  tíma   til að spjalla, ekki bara  við  mig heldur líka barnabarn, sem var með í för.

Prédikun hans  gnæfir  yfir allt annað  sem  flutt  var í  ljósvakamiðlum um þessi áramót. Aðrar ræður  sem á okkur dundu  voru mest  hjóm og hégómi.

Það hvarflaði að mér  hvort  ekki ætti að  flytja þessa  hugvekju, því  hugvekja  var það,  um hver áramót. Mín vegna  mætti sleppa öðru ávarpi þann  dag.

Eiður (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 09:13

2 identicon

Að ríkiskirkjugaur gagnrýni glys og svoleiðis stöff er öfugmæli... ef ég vissi ekki betur þá myndi ég einmitt telja ríkiskirkju vera svona hrafnaþing manna sem sanka að sér öllu því sem yfirhrafninn í geimnum hatar, gulli og öðrum glitrandi hlutum.... og þar fara biskupar fremstir í flokki.
Það er svo létt að söngla eitthvað og segjast vera talsmaður öreigans á meðan menn svamla sjálfir í vellystingum... með hundruð þúsunda á mánuði eða jafnvel millu
Practice what you preach

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég bið menn að gæta hófs í kommentum við þessa færslu! DoktorE gerir það reyndar miðað við þann stíl sem hann hefur tamið sér!  Nyárskveðjur.  B

Baldur Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 10:02

4 Smámynd: Ragnheiður

Hann var mikill andans maður og ég beið með eftirvæntingu eftir þessum þætti og varð að sjálfsögðu ekki fyrir vonbrigðum.

Tek undir með Eiði hér að ofan, það mætti hafa þessa lokaprédikun hans sem nýársávarp í stað ávarpa forsætisráðherra og forsetans.

Ragnheiður , 2.1.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld á Sigurbjörn heitinn mikið hrós skilið fyrir æviverk sitt og ræður (ég hef einmitt verið að lesa nýútkomna ævisögu hans að undanförnu, aukna og endurútgefna) – og einnig fyrir þessa predikun hans eða erindi í Reykholtskirkju. – Vel mælirðu líka um aldraða, Baldur, og að verðleikum.

Hitt er fáheyrt, að þú takir þessa predikun Sigurbjörns sem óbeinan og a.m.k. þagnar-vitnisburð um, að hann hafi ekki verið andvígur EBé-stefnu ykkar landvilltra. Eða hvað á þessi svigagrein þín annað að þýða: "(án þess að vera með ódýran bölmóð út í samvinnu sjálfstæðra þjóða í Evrópusambandi)"? – Ég sá hins vegar ýmis teikn þess í ræðunni, að Sigurbjörn hafi EKKI verið hlynntur yfirfærslu innlends valds til meginlandsins, hvorki fyrr né síðar. Væri hann uppi nú, er ég viss um, að honum mundi blöskra það fullveldisafsal sem virðist undir lok liðins árs eitt vinsælasta stefnumál ýmissa sósíaldemókrata (hann var einn slíkur, a.m.k. fyrir um 60 árum).

Jón Valur Jensson, 2.1.2009 kl. 14:06

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég túlkaði ræðu Sigurbjörns sem sáttaræðu og formleg lok þeirrar borgarastyrjaldar sem geysaði á 13. öld. Sætti á milli Snorra og Gissurar, sættir á milli Skálholts og Reykholts, sættir á milli "Svartsrakka" og byskupsstofu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 14:47

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, tekurðu þá undir þessi orð Sigurbjörns í predikuninni:

En verri en Hákon eru þeau máttarvöld sum, sem menn eru svo aumlega flatir fyrir nú á dögum. Ég nefni aðeins það sjúka yfirlæti, sem þykist upp úr því vaxið að gera ráð fyrir neinu æðra sjálfum sér í alheimi,...

Finnst þér það "sjúkt yfirlæti" að trúa ekki á tilvist guðs? Finnst þér þetta virkilega vera orð "snillings"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2009 kl. 16:55

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Herra Sigurbjörn var ógleymanlegur maður, hann stóð upp úr fjöldanum, hann var Hallgrímskirkjuturninn meðal þjóðkirkjuprestanna. Hann hafði lag á því að segja alltaf eitthvað athyglisvert þegar hann lauk sundur vörum. Og það er rétt hjá síra Baldri að við leggjum öldruðum alltof, alltof snemma. Menn á borð við Herra Sigurbjörn miðla auðnum fram í rauðan dauðann.

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 19:40

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Hjalti það er margt æðra okkur þó við trúum ekki á guð það hlýtur þú að viðurkenna þó þú segir auðvitað að því sé "stjórnað" af óreiðu þá er það æðra okkur mönnum og kallast náttúruöfl í víðasta skilningi þess orðs.

Og þó Sigurbjörn sé ekki sammála þér þá er hann meistari orðsins og okkur mun fremri sem slíkur.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Heidi Strand

Gleðilegt ár séra Baldur.

Dr. Sigurbjörn var flottur ræðumaður. Hann var fyrsti íslenski presturinn sem ég hlýddi á í sjónvarpsmessu um jólin 1972
Gott hvað við fengum að hafa hann lengi á meðal okkar.

Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 00:06

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Einar, þessi bókstafstrúarmaður er klárlega að tala um það að trúa ekki á guð.

Eða heldurðu virkilega að hann sé að tala um fólk sem trúir ekki á tilvist "náttúruafla"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2009 kl. 00:09

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ þarna Hjalti, náðu nú í Andrésar andar bækurnar þínar og farðu að lesa og vertu góður.

Baldur Hermannsson, 3.1.2009 kl. 00:12

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Heill og sæll séra Baldur,

Þegar ég var liðlega tvítugur blaðamaður á Mogganum, var herra Sigurbjörn að hverfa úr biskupsembætti.  Matthias setti mig í að skrifa fréttir upp í kveðjuræðum biskups, sem voru auðvitað þónokkrar; hann var að kveðja presta sína, þjóðina o.s.frv.

Þó að of langt yrði upp að telja hér reyndist þetta verk með þeim áhugaverðari sem ég hef tekist á hendur -og nóg var af fréttapunktunum, því biskupi lá margt á hjarta -ekki svo léttvægt, en allt snilldarlega orðað.   Hann gat líka skotið föstum skotum, sem var ekki verra.

Sama sumar tók ég langt viðtal við séra Sigurð, vigslubiskup á Selfossi níræðan og séra Eirík vin minn á Þingvöllum sjötugan.

Þetta var því prestasumarið mikla í minni blaðamennsku og ekki sé ég eftir því, enda voru þessir þrír klerkar hver öðrum þroskaðri, andríkari og skemmtilegri.  

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 06:51

14 identicon

1. Ég er ekki viss um að það sé rétt að blanda biskupnum sáluga inn í átökin um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það, sem við vitum, er að hann var einlægur stuðningsmaður sjálfstæðis íslenskrar þjóðar og andstæðingur aðildar landsins að hernaðarbandalögum. Hann leyndi ekki þeirri skoðun sinni um miðja síðustu öld og mér er ekki kunnugt um, að hann haf nokkurn tíman skipt um skoðun að þessu leyti. Í bók Sigurðar A. Magnússonar um ævi og störf biskupsins kemur fram, að hann staðfestir í raun skoðanir sínar, sem hann hélt á loft á árunum 1948-1949.

2.  Sigurbirni Einarssyni var í nöp við trúleysi, m.a. þar sem hann taldi því fylgja ábyrgðarleysi  gagnvart meðbræðrum. Þessi skoðun hans kom berlega í ljós í eftirminnilegri ræðu við vígslu ræðustóls Hallgrímskirkju fyrir mörgum árum. Þar gerði hann að umtalsefni heimspekikenningar um "dauða Guðs" og -isma tuttugustu aldarinnar, sem sótt hefðu hugmyndir sínar m.a. í þennan kenningabrunn. Þeir urðu fleiri en "mannkynið þurfti á að halda", sagði hann svo vel. Margir heimspekinga, sem gert hafa upp tuttugustu öldina eftir aldamótin síðustu, hafa komist að sömu niðurstöðu.   

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:18

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hildur, mér finnst það afskaplega undarlegt að segja að hann geti "skotið föstum skotum", þegar fólk kvartaði undan sukkinu í kringum Kristnitökuhátíðina sagði hann að það hefði minnt á það versta sem nasistar hefðu fram á að færa. Frekar kaldhæðnislegt að hann hafi sakað aðra um að vera eins og nasistar.

Sigurbjörn, já, honum var svo sannarlega illa við trúleysi eins og fram kemur í þessum orðum hans um að það væri "sjúklegt yfirlæti". Þess vegna langar mig einmitt að vita hvort Baldur tekur undir þessi heimskulegu orð hans.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2009 kl. 21:33

16 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hamagangurinn gegn kristnihátíðinni 2000 var yfirgengilegur og stundum nánast óskiljanlegur.  Það var ekki eitt, það var allt, sem virtist gagnrýnendum ómögulegt við þá hátíð.

Þessi hátíð er mér ógleymanleg, báðir dagarnir, og stendur öllu öðru framar, sem ég hef upplifað á Þingvöllum.

Sigurbjörn Sveinsson, 3.1.2009 kl. 21:58

17 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það var nú tæpum tveimur áratugum fyrir kristnihátíð 2000 sem ég var að vinna fréttir upp úr ræðum biskups.  Ummæli mín vísuðu til þeirra texta, eikki þess sem maðurinn kann að hafa sagt, reyndar miður smekklega, tuttugu árum seinna.

"Hamagangur" og neikvæðni í garð kristnihátíðar, sem her er talað um, kom nú hugsanlega að hluta til vegna þess að þjóðin var hvekkt eftir bruðlið og skipulagsskandalinn á Þingvöllum, fjórum árum áður.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 01:29

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hildur, rakstu nokkuð á ræðuna "Heródes tapar" þegar þú varst að vinna þessar fréttir? Þar sagði þessi vitleysingur þetta:

En hvort tveggja er af sama toga í einu lýst hjá fornum spekingi hárrét á þessa leið: Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð. Ill og andstyggileg er breytni þeirra (Dav. sálm. 14, 1).

Svo er auðvitað hægt að minnast á fræga grein hans í Skólablaðinu. Þessi maður var einfaldlega fordómafullur bókstafstrúarmaður.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2009 kl. 21:41

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sum ljóðskáld gefa út margar bækur en að þeim dauðum man enginn þeirra ljóð. Ég hlýddi á margar ræður Sigurbjörns biskups og las. Allar urðu þær mér eftirminnilegar og ekki þó síst sú sem höfundur bloggsins gerði hér að umræðuefni.

Sú þjóð sem eignast á mannsaldri einn andans mann á borð við Herra Sigurbjörn Einarsson biskup er auðug.

Þeir sem finna hjá sér hvöt til að sverta minningu hans ættu að lágmarki að sýna sjálfum sér þann sóma að halda slíkum hugrenningum til hlés.

Árni Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 22:55

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Árni, ég geri nú lítið annað en að vitna í manninn. Ef þér finnst það vera að sverta minningu hans, þá er aðallega við hann sjálfan að sakast. Annað sem ég segi held ég að sé óumdeilanlegt, eins og að hann hafi verið fordómafullur og bókstafstrúaður.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2009 kl. 00:18

21 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það væri forvitnilegt að fá að vita hvað Hjalti Rúnar á við með "þessi vitleysingur" annars vegar og "fordómafullur" hins vegar.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.1.2009 kl. 09:51

22 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sigurbjörn, ef þú lest athugasemd Hjalta á hann augljóslega við að sá sem skrifar svona texta sé vitleysingur:

En hvort tveggja er af sama toga í einu lýst hjá fornum spekingi hárrét á þessa leið: Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð. Ill og andstyggileg er breytni þeirra (Dav. sálm. 14, 1).

Ég held að þessi texti dugi einnig til að rökstyðja fordómastimpilinn.

Prófum að umskrifa þetta:

En hvort tveggja er af sama toga í einu lýst hjá fornum spekingi hárrét á þessa leið: Heimskinginn segir í hjarta sínu: Guð er til. Ill og andstyggileg er breytni þeirra

 Þú finnur ekki einu sinni svona rætin skrif um trúmen á Vantrú.is

Matthías Ásgeirsson, 5.1.2009 kl. 16:44

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurbjörn, eigum við að byrja á "fordómafullur"? Hann segir að trúleysingjar séu heimskrig og vondir. Er það ekki fordómafullt?

Hefurðu síðan lesið það sem hann skrifaði um gyðinga á yngri árum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2009 kl. 16:47

24 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Enn á ný komum við að spurningunni um bjálkann og flísina. Og fáum er gefið að skilja þar á milli. Hvað er flís og hvað er bjálki?

Sigurbjörn Sveinsson, 5.1.2009 kl. 17:10

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurbjörn, hefurðu eitthvað um þessi ummæli Sigurbjörns að segja?

Síðan veit ég ekki hvað þú átt við með bjálkann og flísina, ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann sagt eitthvað eins og: "Trúmenn eru heimskir og vondir."

Hefurðu lesið greinina alræmdu sem Sigurbjörn skrifaði í Skólablaðið um gyðinga? Hann minnti mann á köflum á Lúther sjálfan.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband