Gömul og úrelt foringjadýrkun!

Ósköp eru menn fastir í gamalli foringjadýrkun.  Frá alda öðli hefur valdið verið sett í hendurnar á  köllum, leiðtogum, sem sjaldnast eru neitt merkilegir þegar að er gáð.  Þetta vilja menn endurupplifa í Jóhönnu Sigurðardóttur foringjadýrkunina, leiðtogann. Þetta ætti að vera úreltur hugsunarháttur ég tala nú ekki um í flokki jafningja þar sem tugir ef ekki hundruðir eru vel hæfir til að vinna verkin.  Jóhanna er fínn forsætisráðherra og á að vera forsætisráðherraefni okkar.  Er ekki nóg að vera forsætisráðherra og eigum við ekki að gera ráð fyrir því að þessi stjórn sitji áfram eftir kosninar? Er ekki vit að fá yngri og léttari manneskju til þess að boða fundi í flokknum. Á það að tefja forsætisráðherrann í endurreisnarstarfinu? Auðvitað á að deila verkefnum.  Við þurfum ekki altumlykjandi leiðtoga líkt og því miður hefur verið tilfellið. Fengum við ekki nóg af því?
mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blind & bjánaleg foringjadýrkun er því miður ennþá til staðar hjá Samfylkingunni, enda eru þessi "fámenna klíka Ingibjargar enn í sjokki" þau þurfa meira "dóp" (foringjadýrkun) því aðeins þannig ná þau að "upphefja sjálfa sig upp á hæra plan" - aumt er þeirra líf.  Meðvirkir aular sem ættu að fara í "endurhæfingu" og hafa vit á því að valda flokknum & þjóðinni "ekki meiri skaða" - Ekki meir Geir..-..það á líka við um þessa fábjána sem dýrka fallinn foringja út í það óendalega!  Svo vilja þau nýjan DAG, ég vil nýtt ÞJÓÐFÉLAG.  Sorglega fyndið að þurfa að horfa upp á þeirra uppátæki, ég vona að Solla stirða komi nú með eina góða "Borgarnes ræðu" svona rétt fyrir kosningar...!  Til að stapa stálinu í flokkinn og sýna fjölmörgu stuðningmenn (both of them..).

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Elín Ýr

Foringjadýrkun eða traustyfirlýsing?

Vissulega er margt gott fólk til að vinna verkið, en ég sé lítið að því að fólk lýsi yfir stuðning, líkt og það lýsir yfir frati.

En Jakob, þessi "foringjadýrkun" er langt frá því að vera uppátæki Samfylkingar eingöngu. Ein mesta foringjadýrkun sem átt hefur sér stað er dýrkun Sjálfstæðismanna á Davíð Oddsson.

Elín Ýr , 11.3.2009 kl. 14:21

3 identicon

Sammála, ég get bara hlegið við að sjá þessar aðfarir með hana Jóhönnu.

En hey, hvað með guð.. er það ekki úr sér gengið líka :)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:24

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eitt sinn var til önnur Jóhanna kennd við Örk,  sem fólk fylkti sér um til að frelsa landið þeirra. Seinna þegar hún var orðin óþörf sem pólitískt peð, þurfti hún að horfast i augu við eldsloganna. Nú ætla maurmenni sem hræddir eru við að hugsa sjálfstætt, að neyða Jóhönnu Sig. til að leiða þá, hverju sem tautar og fara til þess að henni með eldi.

Aðrir sterkir foringjar eins og Davíð sem var rekinn með skömm úr sínu starfi nýlega og Halldór stríðsæsingamaður sem hrökklaðist frá sínu starfi eftir að hafa fallið í ónáð hjá þjóðinni,  rekja nú raunir sínar fyrir hvor örðum, þar sem þeir liggja báðir í pólitískri kör.

Þessi heimur er vanþakklátur, sérstaklega leiðtogum, enda enda þeir flestir ævi sína bitrir og vonsviknir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það verður einfaldlega ekki komist fram hjá því að eins og er nýtur Jóhanna miklu meira trausts meðal þjóðarinnar en aðrir stjórnmálamenn.

Aldur, kyn, litarháttur eða kynhneigð á ekki að skipta máli.

Stjórnmál snúast um traust og eiga að snúast um traust ef lýðræðið á að virka. Ef sá sem nýtur mests trausts er 34 ára eins og Hermann Jónasson var þegar hann varð forsætisráðherra, þá það.

Ef sá sem nýtur mests traust eins og hinn 85 ára gamli Adenauer, á lýðræðið að fá að hafa sinn gang.

Ef sá sem nýtur mests trausts er blökkumaður eins og Obama, þá það.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 16:34

6 identicon

Já, Jóhanna getur flutt fjöll og þarf ekki að vera foringi flokks til að geta það.  Flokkar og flokksforingjar geta farið norður, ja eða suður, að mínum dómi.  Vil bara geta kosið fólk.  Og ég er sammála öllu sem þú sagðir að ofan nema, aldur ætti ekki að spila inn í.  Nema kannski vegna þess að eldra fólk er oftast hæfast og lærðast í öllu og með langmestu þekkinguna.   Og minni á að aðalráðgjafi Bandaríkjanna er á níræðisaldri. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:56

7 identicon

Þ.e. aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta.

EE elle (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:45

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er eins og það sé dáldið ríkt í íslendingum að helst þurfi að vera forystumaður sem hafi mikil völd og einhvernveginn flest eigi að koma frá honum og snúast í kringum. 

Líklega er þetta arfur frá gamla höfðingjaveldinu.  Það voru höfðingjar í hverri sveit, hverjum hreppi, landshlluta.  Enda kallaðist embætti æðsta manns Íslands á tímabili Landshöfðingi.

Var það ekki Kvennalistinn sem hafði engan formann.  Einhvernvegin minnir mig það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 21:58

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir að hafa kynnst vinnubrögðum útúrlærðra jakkafatadindla og hrokafulla sjálfsdýrkendur klúðra öllu sem þeir koma nálægt þá treystir fólk þessari konu. Þetta snýst ekki um dýrkun heldur það að eiga foringja sem vinnur ötullega og af trúmennsku. Stjórnmálaleiðtoga sem níðist ekki á neinu sem henni er til trúað og lítur ekki niður á umbjóðendur sína.

Árni Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 00:19

10 identicon

Traust til Jóhönnu snýst ekki um foringjadýrkun. Hún er heiðarleg og sjálfri sér samkvæm. Talar ekki upp í eyrun á fólki í leit að stundarávinningi.

Ýmsir stjórmálamenn aðrir eru grunaðir um græsku. Því miður er það ekki að ástæðulausu.

Betra er að hafa slíkan leiðtoga sem Jóhönnu heldur en innmúraða og innvígða hvar í flokki sem þeir standa.

Hrunadansinum lauk og glýjan fór úr augum þjóðarinnar. Þessvegna vill hún Jóhönnu til forystu.

Sverrir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 04:31

11 identicon

Af því ég sagði nú að ofan að Jóhanna gæti flutt fjöll, finnst mér núna, að það verði að koma fram hjá mér líka, að það geri hana óhæfari og ótrúverðugri, að hún var dæmd fyrir að brjóta stjórnsýslulög fyrir um 1 mánuði og sýndi ekki iðrun gegn manninum sem brotið var gegn.  Kannki gerði ég mistök að ofan.

EE elle (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband