Setjum við kúrsinn eða ráfum við ráðalaus?

Gleðilegt sumar! Eitt fyrsta verk mitt í sumar verður að kjósa Samfylkinguna fyrst og fremst vegna afstöðu hennar í Evrópumálum.  Ef við sækjum ekki um aðild og komumst að því í samningaviðræðum hverju við fáum framgengt verða þetta ráðleysistímar þar sem fólk flýr land og við verðum jafnvel dæmd til einangrunar og fátæktar.  Við eigum að sækja um og sjá hvað aðildarsamningur býður upp á. Að öllum líkindum myndu kjör almennings batna verulega og ekki er loku fyrir það skotið að bændur yrðu, þrátt fyrir hræðsluáróður bændasamtakanna, býsna ánægðir og mjög líklegt er að dreifðar byggðir myndu styrkjast.  Þá þurfum við auðvitað að sjá til þess að þeir sem búa við ströndina hafi veiðréttinn í hafinu.

Undarleg er öfgafull afstaða Vinstri grænna gegn ESB þrátt fyrir það að hagur almennings myndi örugglega batna við inngöngu og réttindi neytenda og launamanna batna, mannréttindastarf eflast.(Ég gæti trúað að þau hafi orðið fórnarlömmb öfgafullra vefsíðna gegn ESB).  Í Framsóknarflokknum hefur kaupfélag Skagfirðinga og forysta Bændasamtakanna tekið völdin og heimta óbreytt ástand.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur afsalað sér forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum ekki með spillingu heldur með ákaflega flöktandi og ráðleysislegri afstöðu í Evrópumálum.

Þetta sumar verður sem sé þýðingarmikið fyrir íslenska þjóð.  Verður einhver kúrs settur eða ráfum við ráðalítil í átt til framtíðar.

 

 


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Ekki skánar boðskapurinn enda muntu ráfa ráðalítill og vegvilltur sem hingað til.

Meðal annarra orða: Gleðilegt sumar

Hjörleifur Guttormsson, 23.4.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Þetta var nú gott að heyra BaldurÉg er nú farinn að hallast að því ég brjóti odd af oflæti mínu og geri það sama og þú en er þó ekki viss (ekki vegna ESB þó). En Framsókn og Sjálfsætðisfl. fá alls ekki atkvæði mitt nú frekar en áður. Undarlegt er að heyra í andstæðingum ESB sem margir hverjir segja að skoða verði alla möguleika í því ástandi sem þjóðin er í en neita síðan algjörlega að fara í aðildarviðræður við ESB. Skrítið líka að annars kýrskírt fólk ein s og t.d. Hjörleifur skuli ekki geta skilið að aðildardarviðræður eru ekki sama og innganga inn í ESB. En svo er nú margt skrítið í kýhausnum.

 Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 23.4.2009 kl. 14:55

3 identicon

Gleðilegt sumar, Baldur. Biblíuskýringar að austan eiga ekki við þig.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gleðilegt sumar Baldur

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Einmitt...

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband