Reiði, gremja og sorg og brostnir draumar!

Ég finn til með þessum landa mínum sem rústaði húsinu sínu á þjóðhátíðardaginn. Þessi maður var að láta draum sinn rætast að byggja hús yfir sig og fjölskyldu sína. Við þekkjum þennan draum. Það má vel vera að hann hafi tekið of hátt lán, hefði átt að gæta að sér. En allt látæði samfélagsins sagði honum að þetta væri í lagi.Stjórnmálamenn, útrásardólgar og fréttablöð þeirra lofuðu og prísuðu ástandið og þegar þeir vissu betur reyndu þeir að leyna og blekkja (og bjarga eigin skinni). Þessi maður er því fórnarlamb, eitt af ótalmörgum. Það er mikil reiði, gremja og sorg í íslensku samfélagi nú um stundir og brostnir draumar.


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Allar (frekar) uppbyggilegar athugasemdir velkomnar. Fékk þá flugu í höfuðið að loka kerfinu yfir sumarmánuðina vegna þess að ég hefði ekki tíma til að lesa athugasemdir eða gefa þeim gaum. En ég sé að það er alveg ómögulegt. 

Baldur Kristjánsson, 18.6.2009 kl. 09:01

2 identicon

Ég var að blogga um það sama Baldur.Lifandi kenni ég í brjósti með þessu fólki sem flest var í góðri trú að að vera að gera rétt.Ég óttast núna framhaldið í málum okkar.Takk fyrir góð blogg.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Elle_

Ég lái manninum ekki neitt.  Logið var að fólki af glæpabönkum og glæpafjármálafyrirtækjum.  Og ekki stoppuðu yfirvöld það og stoppa ekki enn.  Nú leyfist fjármálafyrirtækjum að gefa út þvingunarskilmála sem fólk verður að skrifa undir eða tapa öllu.  Og fyrirvarar bannaðir. 

Elle_, 24.6.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband