Fjölmiðlar kynda undir fordóma!

Sumir íslenskir fjölmiðlar hafa byggt upp fordóma í garð þeirra samlanda okkar sem eru af erlendu bergi brotnir með því að geta ævinlega um það ef brotamaður er af erlendu bergi brotinn. þær manneskjur sem búa hér og eiga uppruna sinn annarsstaðar en á Íslandi eru hvorki betri eða verri en aðrir og þessi vani fjölmiðla heimóttarskapur enda í æpandi mótsögn við ráðleggingar sérfæðinganefndar Evrópuráðsins um kynþáttafordóma sem flestir alvöru fjölmiðlar í Evrópu fara eftir.  Allt öðru máli gegnir ef fréttin kallar á það með einhverjum hætti að getið sé um uppruna manna. Það getur t.d. átt við þegar um þjófagengi sem kemur beinlínis hingað til að stela er að ræða. Fréttamenn og fréttastjórar ættu að gera sér og samfélaginu hér á landi þann greiða að greina þarna á milli. Annars er Morgunblaðið skást fjölmiðla í þessum efnum.
mbl.is Brotamenn frávikshópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Viðkomandi fjölmiðill ætti annað hvort að hafa sem reglu að taka fram þjóðerni allra afbrotamanna, bæði erlendra sem innlendra, eða engra.

Hrannar Baldursson, 14.9.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: ThoR-E

Mér finnst sjálfsagt að allar staðreyndir komi fram í fréttum.

En það er fáránlegt að sumir íslendingar séu að gagnrýna alla pólverja hér á landi sem glæpamenn.

Þvílíkir vitleysingar.

ThoR-E, 14.9.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú getur réttilega til að hérlendis er að skapast innflytjenda vandamál í formi glæpagenga hérlendis.Mín skoðun er sú að við verðum að ræða innflytjendamál skammarlaust og segja okkar skoðun umbúðarlaust í þeim málum. Það sé einfaldlega besta leiðin til þess að uppræta fordóma. 

Ég er til að mynda ekkert á móti pólvérjum almennt séð, þó svo að ég sé á móti því að pólskir glæpahringir hafist við hérlendis eða frá öðrum austantjaldslöndum. Mér finnt ekkert að því að benda til að mynda á glæpaöldu sem hefur átt sér stað hérlendis og krifja hana til mergjar.

  1. er þessi glæpaalda barn kreppunar og ástæðan sé aukin fátækt á Íslandi ?
  2. Er hún vegna aukinar eiturlyfjafíknar og hörku í undir heimum
  3. Er hún vegna þess að erlendir glæpahringir séu að ganga hér ránsförum vegna þess og nýta sér hve íslendinar eru varnarlausir gegn glæpum ?

Hver sem raunveruleg ástæðan er... munum við aldrei uppræta fordóma nema með því að tala hlutina af hreinskilni. Sumar áhyggjur eru skiljanlegar eins og ef að það sé gengið hér ránsförum og til að mynda ef staðreyndin sé sú að nauðganir hafa verstnað undanfarin ár þá verðum við að krifja hver ástæðan sé.

er hún vegna þess að einhver rumpulýður séð a koma sér fyrir hér eða er ástæðan önnur.

Mín kenning og margra annar er sú.. að á tímum góðæris hafi útlenskir glæpamenn komið hingað í óvenjumiklu mæli og skaddað þannig ímynd venjulegra útlendinga sem vilja lifa hér með heiðarlegum hætti.  

Að ég segi slíkt eru ekki fordómar heldur rökstuddur grunur en á því er stór regin munur.  

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Haukur Brynjólfsson

Endemis bull er það, séra Baldur, þegar þú leyfir þér að segja fjölmiðla kynda undir fordóma. Þú ættir að hætta að skamma fjölmiðla fyrir að sinna sínum verkefnum, m.a. með því að segja deili á brotamönunnum. Undanfarin ár hefur innfluttningur fólks af erlendum uppruna verið mjög mikill miðað við fjölda landsmanna. Þessi þróun er bæði jákvæð og neikvæð og óneitanlega fylgja vandamál. Ekkert er eðlilegra en að slíkar breytingar kalli á umræðu.  Það er vissulega áhugavert að vita hvernig aðfluttir pluma sig í samfélagi okkar. Hver þáttur innflytjenda er í afbrotum er einn þáttur málsins, nú munu um 25% plássa í fangelsum vera upptekin af útlendingum. Þar er ekki einungis um að ræða einhver skipulögð þjófagengi. Almenningur í landinu á  fullan rétt á að sjá þessa mynd og þar kemur einmitt að hlutverki fjölmiðla.

 

En einhver hópur fólks hér á landi virðist vaða í þeirri villu að það eigi að stjórna umræðu um málefni innflytjenda hér. Og þessi sjálfumglaða klíka virðist ákveðin í að leyfa ekkert nema halelúja skrif um efnið.  Öllum neikvæðum athugsemdum er strax svarað  með ásökunum um fordóma og rasisma. Þessi þöggunarviðleitni lýsir frekju og yfirgangi og er í raun andstyggileg birtingarmynd fordóma.

 

Haukur Brynjólfsson, 15.9.2009 kl. 22:51

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

ZZZZZ..... Úlfur úlfur!    Vælið um" rasisima" í fjölmiðlum  virkar ekki lengur, vælið kemur frá öfgavinstri kommunistum og útlendingasleikjum af verstu sort

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.9.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband