Tek ofan fyrir Steingrími og Jóhönnu !

Ekki verður annað séð að þau séu að sigla erfiðu leiðindamáli í höfn við mjög erfið skilyrði. Það er tímabært.  þessi samningur með fyrirvörum er eins góður og aðstæður bjóða upp á.  Og vitaskuld er heiður og sómi okkar sem þjóðar að veði. Mín niðurstaða er í öllu falli sú að önnur siðferðilega rétt niðurstaða en sú að taka ábyrgð á skuldbindingum Landsbankans hafi ekki verið fyrir hendi.
mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

afhverju í ósköpunum ætti ekki að fara með þetta fyrir dómstóla. Það er bara fáránlegt að vilja borga eitthvað sem óvíst er að okkur beri að gera...

Haraldur Pálsson, 18.10.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég get ekki tekið ofan fyrir þeim sem fara með íslensk lög í samninga við önnur ríki um afslátt á þeim.

Það átti strax í sumar þegar ljóst var að ekki var meirihluti fyrir málinu  koma þá heiðarlega fram við viðsemjendurna og semja á þverpólitískum grunni og samþykkja svo lögin á eftir, það er eins og þessir stórnar menn hafi aldri unnið að samninga gerð og íslenska stjórnkerfið lítur út í augum erlendra ríkja sem algerir aular sem þeir hljóta jú að vera miðað við hvernig staðið er að málum

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 18.10.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mín niðurstða er sú að eina siðferðilega rétta niðurstaðan sé sú að við stöndum skil á þessari skuld. Þarna gildir að minni hyggju ekki nein skyldusiðfræði.  þakka  kurteisleg innlegg.  MBkv. b

Baldur Kristjánsson, 18.10.2009 kl. 17:42

4 identicon

Ég tel það á engan hátt siðferðilega rétt af ríkisstjórn Íslands að hneppa þjóðina í þá ánauð sem fylgir þessum samningi.

Ríki sem ræður ekki við nokkra milljarða til eða frá í venjulega árferði ræður ekki við þessar ofurfjárhæðir!

Þetta á eftir að hvetja marga til að finna sér bústað í öðru landi og ég er einn af þeim.

Ég kem til þín Baldur og fæ hjá þér brauð að bíta og vatn að drekka í kirkjunni þegar skuldaklafarnir hafa dregið allt niður í ræsið hér á landi. Það verður gaman að spjalla við þig um siðferðið í þessu yfir bitanum :-)

Kveðja úr Hveragerði.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:47

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Vertu velkominn! BKv. b

Baldur Kristjánsson, 18.10.2009 kl. 19:21

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Algjörlega sammála þér, Baldur. Það er hrollvekjandi að hlusta á  viðbrögð  stjórnarandstöðuforingjanna. Sigmundur Davíð strax farinn að hóta. Hvað vilja þeir?  Ekki orð um það. Þeir eru bara loddarar , meistarar lýðskrums og ábnyrgðarleysis. Það sjá meira að segja margir af þeirra eigin flokksmönnum.

Eiður Svanberg Guðnason, 18.10.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Algjörlega sammála þér, Baldur. Það er hrollvekjandi að hlusta á viðbrögð stjórnarandstöðuforingjanna. Sigmundur davíð strax farinn að hóta. Hvað vilja þér. Ekki orð um það. þeir eru bara loddarar og meistarar lýðskrums og ábyrgðarleysis. Það sjá   meira að segja margir þeirra eigin flokksmenn.

Eiður Svanberg Guðnason, 18.10.2009 kl. 20:26

8 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Viltu ekki borga fyrir mig stöðumælasekt frá London líka???

Plííííís. 

Jón Ásgeir Bjarnason, 18.10.2009 kl. 22:12

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu ekki bara að reyna að bera í bætifláka fyrir þína vinstriflokka, Baldur? Eða á ég að óska þér til hamingju með AGS, Evrópuyfirráðabandalagið og Icesave?

Jafnvel Steingrímur og Jóhanna hafa látið af sinni gömlu, dogmatísku þrákelkni að þræta fyrir það, að Ísland hafi þann RÉTT að borga EKKI NEITT. Þau skilja nú eftir þann "áskilnað" í nýja samningnum, að "íslenzka ríkið viðurkenni EKKI, að því hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda"! Er þetta ekki framför hjá þeim, og gengur það ekki til móts við málefnavarnir okkar sem andstæð höfum verið Icesave-samningnum?

En ætlar þú kannski að vera kaþólskari í þessum efnum en sjálfur páfinn" þinn hann Steingrímu Joð?

Jón Valur Jensson, 18.10.2009 kl. 22:48

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frá byrjun hef ég alltaf haldið fram siðferðislegu sjónarmiði og vilja að við greiddum.  En ég frábið mér t.d. 5,5 okurvexti og mér finnst skrítið að upplifa að Evrópubandalagið skuli ekki bjóða okkur t.d. stuðning í þessu máli í ljósi þess að illa samið "lög & regluverk EB á stóran þátt í þessu bankaklúðri" á Ísland & okkar samfélag bara að taka þann skell af því að við erum svo vön að láta erlenda nýlenduherra & auðhringa nauðga okkur???  Ég kaupi ekki alveg þennan málflutning, sorry félagi - Icesave er því miður búið að vera klúður fyrrverandi & núverandi ríkisstjórnar sem kemur ekki á óvart í ljósi þess að XS er því miður ennþá upp í brú á þjóðarskútunni.  Mér finnst verkstjórn Jóhönnu léleg og í raun til skammar.  Ekki oft sem ég er ósammála þér, en þarna verðum við að vera sammála um að vera ósammála...lol.....!  Forza Baldur

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 23:39

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Tek undir hvert orð hjá þér Baldur og vonandi að hægt verði að snúa sér að því að byggja eitthvað upp að þessu kláruðu, í stað þessa stanslausa niðurrifs Sigmundar, N-eins og þeirra fylgifiska.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.10.2009 kl. 07:02

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvaða þjóðfélagshópar heldur þú að verði látnir borga þessar skuldir? Heldur þú að það verði stóriðjan, kvótakóngarnir og viðskiptabraskararnir eða börn, öryrkjar og gamalmenni? Heldur þú ekki að þú þurfir að endurskoða siðfræði þína ef hún bíður þér að taka heilbrigðisþjónustuna frá þeim sem minna meiga sín til að borga skuldir hinna ríku?

Héðinn Björnsson, 19.10.2009 kl. 09:05

13 Smámynd: Gústaf Níelsson

Baldur, það er enginn heiður og sómi fólginn í því að koma landi sínu að nýju í stöðu nýlendu, þar sem okkur ber að fylgja öllu sem að okkur er rétt og við hættum að ráða för um eigin gæfu og framtíð sem þjóð. Sagan mun dæma þessa ríkisstjórn hart, því þjóðin getur aldrei borgað þennan reikning. Alveg sama hvernig við reiknum.

Gústaf Níelsson, 19.10.2009 kl. 09:09

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér finnst það vera mjög einkennandi fyrir áhangendur Samfylkingarinnar, hvað þeir eru fljótir að taka ofan hattinn fyrir flokksforystunni, og samsinna hverju sem borið er á borð. Þetta eðli finn ég einna helst hjá hundinum mínum. Þegar menn taka niður hattinn í svona tilfellum, lafir þá tungan niður á bringu á sama tíma?

Sigurður Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 13:52

15 identicon

Baldur segir ekki góða bókin að Guð sé drottinn Guð þinn og að þú skulir ekki aðra guði hafa ?

Svo tæpitungulaus lotning getur ekki flokkast undir annað en hjáguðadýrkun.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 13:55

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það þá siðferðislega rétt að gefa bönkum þau skilaboð að þeir beri enga ábyrgða á glæfraspili sínu framvegis?  Það sé réttara að láta reikningin falla á börnin okkar? Ertu ekki með öllum mjalla?  Er þetta kristilega siðferðiða, sem liggur undir? Hornsteinninn, sem þú þykist byggja á?  Þú ættir að skammast þín fyrir hræsnina.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 14:37

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef haft talsverða respekt fyrir þér fram að þessu, en með þessum skrifum hefur þú gersamlega þurrkað hana út.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 14:39

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kvitta undir þetta með þér Baldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2009 kl. 14:58

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég er sammála þér Baldur. Stjórnarandstaðan reynir að æra aðþrengda þjóð með eintómu lýðskrumi. Þetta er mín niðurstaða eftir að hafa fylgst með margra mánaða umræðu í nefndum og á þingi. Það afhjúpar ábyrgðarleysi framsóknar- og sjálfstæðismanna að þeir skuli vera fastir í þjóðrembugírnum. Það er æpt um kúgun og uppgjöf gegn erlendu valdi en málefnaleg umræða látin lönd og leið. Jóhanna og Steingrímur eru útmáluð sem þjóðníðingar - fólkið sem er í fararbroddi við endurrerisn þrotabúsins!

Grein Sigmundar Davíðs í mogganum í dag er ótrúleg - þar eru lýsingarnar á stjórninni slíkar að það er vart hægt að treysta henni til að panta bréfaklemmur. Maðurinn er kominn út í horn með sinn málflutning.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.10.2009 kl. 16:00

20 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Tek ofan fyrir Steingrími og Jóhönnu. Þau hafa greinilega úthald, stefnufestu og klókindi til að leysa allra erfiðustu mál. Mér sýnist að hér sannist að þau stjórni - vel og af myndugleik. Tek undir með þér Baldur að lýsa ánægju og aðdáun á þeim í þessu máli og fleiru.

Nokkrir sem blogga um skoðanir Baldurs virðast mér halda að það sé valkostur að borga ekki Ísseif Sjálfstæðisflokksson. Jafnvel að það sé vegna þess hversu mikil varmenni Jóhanna og Steingrímur eru að samningurinn er gerður. 

Isseifur varð til þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókarflokkurinn voru í ríkisstjórn. Isseifur er m.a. afleiðing af einkavæðingu bankanna og þeir sem fengu þá forærende eru væntanlega flestir líka í Sjálfstæðisflokknum. Skilningur stjórnvalda og flestra landsmanna var að þetta væri allt hið besta mál. Fáir höfðu áhyggjur af ríkisábyrgðinni sem flestir vissu þó um. Við eigum ekki og höfum aldrei átt neinn valkost í málinu annan en að borga eða skerða lífskjör á Íslandi verulega og sætta okkur við að vera utangarðs í alþjóðasamfélaginu ella. Við fáum enga hjálp við að byggja samfélagið upp aftur og enginn lánar okkur því við st0ndum ekki við skuldbindingar.

Þið sem eru svona galvösk með að það sé önnur leið, ættuð að koma með rök og útskýringar í stað þess að spinna Davíðsþráðinn með ómálefnalegum skrifum og kjánaskap.

Unnur G Kristjánsdóttir, 19.10.2009 kl. 16:28

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það þýðir nú ekkert að tala um siðferði þegar sjallar eru annars vegar. 

Menn sem meðal annars hafa staglast á tómum sjóði í fleiri fleiri mánuði - rosa roggnir og spertir eins og hanar uppá hól - gefa nú lítið fyrir slíkt smotterí eins og siðferði.  Ef þeir þá vita hvað siðferði er. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2009 kl. 16:35

22 identicon

Hjálmtýr ég gæti nú sagt það sama um ríkisstjórnina.  Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir einu eða neinu.

Ekkert nema hræðsluáróður og vitleysu.

Hvernig væri nú samt að vaxa uppúr þessum leikskólagír og fara í rökræður en ekki kappræður ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:00

23 Smámynd: A.L.F

ó er það siðferði íslendinga núna orðið mikilvægara en afkoma  okkar?

300þ manns skipta svona stórar þjóðir engu, þeirra siðferði gagnvart smá þjóð eins og okkar er engin.

Siðferði einmitt!

A.L.F, 20.10.2009 kl. 02:58

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ótrúlegur, séra Baldur:

"þessi samningur með fyrirvörum er eins góður og aðstæður bjóða upp á. Og vitaskuld er heiður og sómi okkar sem þjóðar að veði. Mín niðurstaða er í öllu falli sú að önnur siðferðilega rétt niðurstaða en sú að taka ábyrgð á skuldbindingum Landsbankans hafi ekki verið fyrir hendi ... [og:] Mín niðurstaða er sú að eina siðferðilega rétta niðurstaðan sé sú að við stöndum skil á þessari skuld. Þarna gildir að minni hyggju ekki nein skyldusiðfræði."

Ég held þú hafir aldrei verið sterkur í siðfræðinni, Baldur. Og meira að segja þarna slærðu í og úr. Á hvaða atriðaþáttum byggist þessi "siðferðilega rétta niðurstaða" þín? Sýndu okkur rökstuðninginn lið fyrir lið, út frá hinu almennt þekkta eða augljósa gegnum traust og viðurkennd skref í rökstuðningi til sannaðra niðurstaðna!

Þú ert jafnvel slappari í þessu en Guðmundur Heiðar Frímannsson, og þá er mikið sagt! Hann var með athyglisverðum hætti borinn saman við heimspekinginn Demosþenes í máli vellesins lögfræðings á Útvarpi Sögu í gær ... og kom ekki út með stjörnueinkunn.

Jón Valur Jensson, 20.10.2009 kl. 09:23

25 identicon

Sæll Baldur

Nú sit ég upp í Háskóla á þessum "ókristilega"tíma og er glugga í siðfræði. Mig langar því að spyrja þig hvers vegna þú telur það siðferðislega rétta niðurstöðu að við greiðum Icesave?

Ég lít svo á að þeir sem stofnuðu til skuldarinnar eigi að bera á henni ábyrgð. Við hljótum að vera sammála um að einstaklingar eiga að bera ábyrgð á eigin gjörðum og að sú ábyrgð verður ekki færð yfir á aðra nema í einstaka tilvikum og þá með samþykki þeirra. Hvernig er hægt að réttlæta það siðferðislega að færa ábyrgð á hundruðum milljarða skuld einkafyrirtækis yfir á heila þjóða? Eiga þjóðir að bera ábyrgð á skuldum allra fyrirtækja sem eru í eigu einstaklinga af sama þjóðerni? Hver er siðferðislegi munurinn að gangast í ábyrgð á þessum skuldum og öðrum? Það væri gaman að heyra þína hlið á þessu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 03:49

26 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll!  Þú skautar yfir þjóðarhugtakið.  Rétt kjörin stjórnvöld gáfu hvað eftir annað til kynna, beint og óbeint, að þau stæðu á bakvið Landsbankann.  Það gerðu einnig Landsbankamennirnir sjálfir án athugasemda frá stjórnvöldum.  Stjórnvöld báru ábyrgð einnig með því að eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum.  Þá er það siðferðilega rangt að gera upp á milli fólks eftir utibúum eins og við gerðum með neyðarlögum. Þetta síðasta þarf þó ekki til. MBkv. baldur

Baldur Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 08:13

27 identicon

Baldur það er ekki verið að mismuna fólki eftir útibúum.  Íslenska ríkið tryggði innistæður íslenskra ríkisborgara.  Sú upphæð nam töluvert meira heldur en innistæða í tryggingasjóði.

Bresk stjórnvöld bættu líka Icesave reikningana að fullu því þau tóku ákvörðun um það.

Ég get fallist á að við eigum að greiða bretum part af upprunalega trygginasjóðnum sem var um 60 ma.  Þannig að með réttu eigum við að borga þeim 30 ma.

Þó að íslenska ríkið ætli að tryggja innistæður íslenskra ríkisborgara þá ber því engin skylda til að gera slíkt hið sama við erlend ríkisborgara.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 08:32

28 identicon

Það má bæta við síðustu setninguna hjá mér að íslenska ríkinu ber engin siðferðisleg- eða réttarfarsleg skylda til þess.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 08:33

29 identicon

Sæll Baldur

Það er rétt hjá þér ég skauta yfir þjóðarhugtakinu enda tel ég það einstaklega erfitt að skilgreina til að byrja með og í öðru lagi þá lít ég svo á að þjóðir geti ekki haft siðferðisvitun, einungis einstaklingar. Eru t.d. allir Þjóðverjar ábyrgir af gjörðum nasista eða Rússar af voðaverkum kommúnista?

Þú vitnar í yfirlýsingar stjórnvalda og ert því kominn í lagatæknileg atrið ekki siðferðisleg. Réttkjörin stjórnvöld geta tekið siðferðsilega rangar ákvarðanir. Vat það siðferðislega rétt að réttmætt kjörin forseti BNA tók þá ákvörðun að ráðast inn í Írak? Bera allir Bandaríkjamenn ábyrgð á þeirri ákvörðun? Þar fyrir utan þá höfum við sett okkur ákveðnar grundvallareglur til að koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanir og því hefðu stjórnvöld þurft að fá samþykki Alþingis fyrir ábyrgð. Þá er það nokkuð ljóst að eigendur Landsbankans gátu ekki og geta ekki fært ábyrðg af viðskiptum sínum yfir á íslenska skattgreiðendur.

Sú pólitíksa ákvörðun að tryggja reikninga á Íslandi en ekki þá fyrir utan Ísland get ég ekki séð að sé siðferðislega röng. Ákvörðunin miðast af því að láta skattgreiðendur hér á landi sem jafnframt eru sparifjáreigendur tryggja sína eigin reikninga. Stjórnvöld geta ekki ætlast til þess að íslenskir skattgreiðendur tryggi reikninnga annarra.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:22

30 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll!  Bandaríkjamenn sem þjóð bera ábyrgð á því að Bandaríkjanenn fóru í stríð.  það er skrifaður og óskrifaður þjóðfélagssáttmáli í gangi.  Forsetinn tók þá ákvörðun í nafni þjóðarinnar. Við t.d. erum öll þau fórnarlömb að bera ábyrgð á þátttöku Íslendinga í stríðinu í Írak.  Davíð og Halldór tóku þá ákvörðun í nafni þjóðarinnar. Við getum ekki vikist undan því frekar en undan Icesave. Yfirlýsingar um Icesave voru í nafni þjóðarinnar. Alþingi þarf ekki alltaf að koma til og með þögn sinni orðið samábyrgt.  MBkv. baldur

Baldur Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 13:59

31 identicon

Þannig af að ég fer á Hótel Holt og segi ég er með vísakort á nafni íslensku þjóðarinnar með ríkisábyrgðar.

Er þjóðin þá ábyrg fyrir því að borga reikninginn þegar ég er búinn að borða ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:34

32 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ef þú ferð á restaurant í London og íslensk stjórnvöld lýsa því yfir að þau ábyrgðiust þig þá stendur það væntanlega!  BKv. baldur

Baldur Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 15:43

33 identicon

Baldur þú getur aldrei gert hóp hvað þá heila þjóð ábyrga fyrir einhverju, það væri líka gaman að sjá skilgreiningu þín á þjóð. Eigum við að gera alla Þjóðverja ábyrga fyrir gjörðir nasista? svaraðu því. Hvað þá með alla Rússa fyrir allan viðbjóðinn sem Sovétríkin gerðu og stefnu kommúnista sem hafa lagt heilu samfélögin í rúst og kostað tugi mannslífa. Þingmenn og einstaklingar eins og Ron Paul sem kaus gegn Íraksstríðinu eru þeir líka ábyrgir fyrir það eitt að búa á sama landsvæði.

Lagalega séð eigum við ekki að greiða Icesave og alls ekki siðferðislega. Það er ekkert siðferði fólgið í því að láta fólk sem ekki kom að Icesave, tók ákvarðanir eða tók arf af reiknkngunum að enda uppi með reikninginn.

Öll viðskipti eru áhætta, bara mismikil, þá áhættu getur enginn fært yfir á annan einstakling án hans samþykkis, slíkt væri siðferðislega rangt. Alþingi verður að samþykkja ábyrgð frá ríkisjóði, við búum ekki í einræðisríki þar sem yfirlýsingar framkvæmdarvaldsins eru lög.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:12

34 identicon

stjórnvöld geta ekki lýst því yfir án samþykkis alþingis.

Það brýtur stjórnarskránna meðal annars 40 og 41. grein

Og síðast en ekki síst 77 gr. sem segir að við megum aldrei skattleggja þjóðina fyrir Icesave í allri framtíð þar sem ekki var heimild fyrir því þegar málið átti sér stað.

Stjórnarskráin er og skal vera lögum æðri þegar þeim ber ekki saman segir reglan.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:48

35 identicon

Ekki ef við göngum í ESB Arnar þá verða evrópulög rétthærri íslenskum lögum m.a. stjórnarskránni. Það er þó seinni tíma vandamál og á meðan við erum enn fyrir utan ESB þá er þetta rétt hjá þér.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:21

36 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Ég er algerlega sammála Baldri í þessum málum. Ég er algerlega á móti því að borga krónu en ég þori að horfast í augu við raunveruleikann ekki eins og stjórnarandstaðan sem lifir í ljósrauðum þokukenndum heimi afneitunar.

Gott fólk að fara dómstólaleiðina er bara óskhyggja. Gott og vel að reyna það en ekki einu sinni láta ykkur dreyma um að Ísland fái betri útreið þar heldur en í samningum sínum við Breta og Hollendinga. Sjáið bara dómsmálið sem var að falla núna fyrir nokkrum dögum í máli KB Banka. Það var algerlega fyrirsjáanleg niðurstaða.  Að sjálf sögðu var hún okkur í óhag þó svo að þetta hafi verið borðleggjandi mál.

Ég sé hér menn belgja sig út feita og segja að það sé ekkert réttlæti í að Íslendingar borgi krónu. Auðvitað er það ekkert réttlæti en staðreyndin er sú að VIÐ ÞURFUM AÐ BORGA HVORT SEM OKKUR LÍKAR BETUR EÐA VERR.  Það var bara nauðsyn að fá botn í þetta mál og það hefði átt að gera það fyrir 8 mánuðum síðan þá værum við sennilega talsvert lengra komnin í dag. Þetta mál snýst bara akkúrat ekkert um réttlæti þetta er mál sem snýst um það að Golíat vill fá það sem Davíð tók frá honum og hann mun heimta það til baka á einn eða annan hátt.

Segjum svo að við færum svokallaða dómstólaleið!!! Hvað tæki það mörg ár?? Hvað ætlum við að gera á meðan og allar lánalínur og allt lokað á okkur??? Hafið þið hugsað út í það. Það er engin hvítur riddari sem hjálpar okkur Íslendingum í þessum málum. Við verðum sjálf að grafa okkur upp úr skítnum en ekki bara liggja grenjandi í honum og hrópa á réttlæti.

Hvað ef við gerum ekkert hvar eigum við að fá fjármagn til að halda öllu gangandi??? Ég er ekki viss um að við mundum geta haldið það út lengi og hvað með allan þann skaða sem af því hlytist???

Þorvaldur Víðir Þórsson, 21.10.2009 kl. 17:34

37 identicon

Rétt hjá þér Þorvaldur við þurfum að koma okkur sjálf upp úr skurðinum sem við höfum grafið okkur í. Það þýðir samt ekki að við eigum að lúffa fyrir þvingunum Breta og Hollendinga. Það eru engar lagalegar forsendur bakvið kröfu þeirra. Núna er ESB að breyta tilskipun 94/19 til að hægt sé að gera ríki ábyrg. Það væri óþari ef túlkun Hollendinga og Berta er rétt, sem hún er ekki.

Við förum heldur ekki dómstólaleiðina það eru kröfuhafa sem sækja meintan rétt sitt ekki meintir skuldara.

Ísland vinnur sig út úr kreppunni með því að skapa verðmæti ekki fá þau lánuð. Á meðan við búum til verðmæti eru alltaf einstaklingar um allan heim sem eru tilbúnir að kaupa af okkur og selja okkur. Ef við lúffum núna þá ganga þessar þjóðir lengra næst. Þá má bæta við að við getum aldrei staðið undir þessum greiðslum og þær munu éta upp allan hagvöxt og draga þannig úr uppbyggingu efnahagslífsins og hneppa þjóðina í skuldafangelsi. Ætla VG og xS virkilega að hafa það á samviskunni?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:45

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú nú.  Vilhjálmur siðfræðingur kominn hér.

Hann er nýbúinn að gera sig að fífli varðandi lagalegu hliðina og sýnt fram á yfirgripsmikið þekkingarleysi á laga og regluverki EES samningsns hérna annarsstaðar.

Hann ætlar að verjast bretum lagalega með tómum sjóði og einhverri "vottun" sem hann skýrir ekki nánar og til vara ætlar hann að verjast bretum fyrir dómsstólum með því að segja:  Ísland á eigi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar - afþvíbara !

Svona ætla sjallar að verjast í málinu. 

Svo er fólk hissa á að landið sé í rúst eftir þessa menn ! 

Framistaða peyjans og þekking hér er í svipuð stíl og á lagasviðinu  Þ.e. alveg við frostmark.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 17:53

39 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ísland vinnur sig út úr kreppunni í samvinnu og samstarfi við aðrar þjóðir.  þessi bölmóður að allir séu fjandsamlegir okkur er bæði rangur og hættulegur!

Þegar við tölum um þjóð hér erum við í raun og veru að tala um  fólk á tilteknu afmörkuðu landsvæði sem samþykkir tiltekna stjórnskipan. 

BKv. baldur

Baldur Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 17:58

40 identicon

Sæll Baldur

Þetta er nokkuð áhugaverð nálgun á því hvað er þjóð en er bundin þeim vankönntum að samkvæmt henni væri ég hluti að breskri þjóð ef ég er í Bretlandi, hvrot sem ég staldra þar við stutt eða til lengir tíma. Mér hefur fundist hugtakið þjóð, landafræðilega, loðið hugtak og byggir frekar á sameiginlegum menningararf og tungumáli frekar en skýrt afmörkuðum landamærum. Það væri kannski betra að tala um íslenska skattgreiðendur í þessu máli.

Mér þætti gaman að heyra álit þitt á því hvernig þú telur þjóðir eða hópa geta borið sameiginlega siðferðislega ábyrgð. Við erum eflasut sammála um það að hópar geta borið ábyrgð en þó ávlat í samræmi við sök einstaklinga innan hópsins er það ekki?

Þetta eru svo sem spurningar sem réttarheimspekningar og siðfræðingar hafa velt fyrir sér og deilt um en í sjálfum sér alltaf gaman að skerpa hugan að velta upp. Ég átti mig á því að við erum ekki sammála um Icesave og því ætla ég ekki að reyna að sannfæra þig frekar um það mál en vona að þú hafir jafn gaman af vangaveltum um siðferði og ég.

Ómar minn ég ætla ekki að breyta blogginu hans Baldurs í þrætur við þig. Ég nenni ekki að vera á þessum level sem þú vilt fara með þetta mál niður á. Ég bendi þér á að lesa grein Sigurðar Líndal http://pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

og drög að vörnum Íslands http://www.island.is/media/frettir/29.pdf

Þú mátt kalla mig öllum illum nöfnum en ég kýs að taka ekki þátt í þeim leik með þér.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 19:18

41 identicon

Þorvaldur heldurðu virkilega að stjórnarandstaðan sé ósammála bara til þess að vera leiðinleg eða afþví við erum í afneitun ???

Við sjáum hlutina bara öðru sjónarhorni og höfum annan hugsunarhátt og aðra sýn á málið sem segir okkur að hagsmunum okkar sé ekki betur borgið með því að taka á okkur þessa skuldbindingu.

Rökin fyrir því eru margvísleg.

M.a.

  • Okkur ber ekki lagaleg eða siðferðisleg skylda til að borga þetta ( réttara sagt er það siðferðisleg skylda stjórnvalda að gera allt sem þau geta til að forða blásaklausum almenningi frá því að borga brúsan fyrir gjörðir óreiðumanns )
  • Það er enginn lagaleg forsenda fyrir kröfum Breta og Hollendinga og eins og Vilhjálmur bendir réttilega á eru í farvatninu breytingar á ESB löggjöfinni sem væru ekki nauðsynlegar væri hún til staðar.
  • Við getum ekki staðið undir þessum skuldbindingum, og jafnvel þótt að björtustu spár segja að við getum það þá er of mikið í húfi fyrir komandi kynslóð til þess að það sé siðferðislega réttlætanlegt að fara þessa leið.
  • Þetta kemur til með að hafa neikvæð áhrif á lánshæfimat þjóðarinnar til langs tíma.  Þetta á eftir að hækka vexti á lánsfjármagni og draga verulega úr uppbyggingu efnahagslífsins næstu 20-30 árin.
  • Darling segist sjálfur ekki ætla að gera það sem hann krefur okkur um.
  • Það er enginn að fara að loka hér á nein viðskipti eða setja á okkur viðskiptabann.  Til þess að slíkt gæti staðið fyrir alþjóðum að þá þyrfti að vera lagaleg forsenda bakvið kröfuna.
  • Það eru aðrar leiðir færar t.d. lán frá norðmönnum eins og framsóknarmenn hafa verið að benda á.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband