Thor vćri óskiljanlegur.....

Ég fór ađ kíkja og ég sé ađ ég á margar bćkur Thors.  Ég man hvernig ţví víkur viđ.  Á ţrítugsaldri var mér umhugađ um ađ upptrekkja bókmenntasmekk ćttarinnar og gaf nánum ćttingjum bók eftir Thor Vilhálmsson á jólum. Oftar en ekki hélt ég á gjöfinni heim međ ţeim orđum ţiggjanda ađ hún vćri betur komin hjá mér – Thor vćri óskiljanlegur.

Samt las ég ţćr fćstar og er ef til vill einbeitingaskorti um ađ kenna. Og ţó, Grámosinn lifir í huga mér, andblćr hans settist ţar ađ. Ţađ er ţannig ađ mađur man göngu yfir úfiđ hraun betur en rölt yfir sléttan mel.  Og í nótt rifjađi ég upp Turnleikhúsiđ.  Ég var sendur međ ţađ heim aftur og sofnađi út frá ţví á jólanótt og síđan hefur mannţröngin í viđ leikhúsiđ og í andyrinu og uppgangan í turninn fylgt mér međ sínum ţröngu göngum, veggmyndum og ólíkinda andrúmslofti. En ég klárađi bókina aldrei.  Nú skal hún kláruđ og endurútgáfu á verkum Thors beđiđ svo ég geti gefiđ nýrri kynslóđ ćttmenna gjafir sem gćtu útvíkkađ innra rými heilans og gert hann ađ notalegri stađ til ađ vera á.  Ţví ađ Thor var og er snillingur.

Mér finnst leitt ađ hafa aldrei kynnst Thor persónulega.  Sem blađamađur tók ég aldrei viđtal viđ hann. Mér var aldrei trúađ fyrir neinu öđru en pólitík á međan gáfumenn á borđ viđ Egil Helgason sáu um ađra gáfumenn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband