Af mannréttindum

Á Uppstigningadag gaf ECRI sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma, og skort á umburðarlyndi milli fólks af ólíkum uppruna út skýrslur um ástand mála í fjórum ríkjum Evrópu, Azerbaijan, Finnlandi, Írlandi og Monaco.

Það sem verkur helst athygli mína við skjótan yfirlestur er að  aðgangur barna foreldra í Azerbaijan sem eru án ríkisborgararéttar og án löglegrar stöðu í landinu, aðgangur þessara barna að skólakerfinu hefur verið bættur. Þarna er einkum um að ræða Rússneska ríkisborgara frá Chechnya sem hafa flúið til Azerbaijan og hafa búið þar í nokkuð mörg ár. Þetta er flókið úrlausnarefni en Azerbaijanir reyna eins og ríki gera svo víða að láta ekki deilur fullorðinna bitna á börnum. Þarna er einnig um að ræða flóttamenn og hælisleitendur og einnig trúlega Armena sem hafa orðið innlyksa í Azerbaijan en þjóðirnar hafa staðið í harðvítugri landamæradeilu.  Mér verður oft hugsað til þessara þjóða þegar menn eru að reyna að blása út vandamálin hér heima. Þau eru náttúrulega svo auðleysanleg og lítil í sniðum miðað við það sem saga og allar aðstæður hafa fært þessum þjóðum til úrlausnar.

Þá vekur athygli að Finnland hefur staðfest viðauka númer 12 við Evrópusáttmálann um mannréttindi (European Convention on Human Rights) en sá viðauki kveður á um algjört bann við kynþáttamisrétti.  Ísland hefur samþykkt þennan sáttmála en ekki staðfest hann.  Íslensk stjórnvöld voru í síðustu ECRI skýrslu sem kom út snemma á þessu ári hvött til þess að láta verða af staðfestingu. Hver veit nema það verði eitt af verkefnum núverandi ríkisstjórnar.

Á Írlandi var aðgerðaráætlum gegn kynþáttafordómum hleypt af stokkunum árið 2005 og löggjöf landsins færð til betri vegar á margan hátt. 

Í Monaco hafa verið samþykkt ný lög um tjáninbgarfrelsi sem gera ráð fyrir að hvatning til kynþáttahaturs verði refsiverð.

Upplýsingar um þessar skýrslur má finna á vef ECRI http://www.coe.int/ecri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband