Hálft skref knattspyrnuforystunnar gegn kynþáttafordómum!

Yfirlýsing gegn fordómum er fínt hálft skref tekið hjá knattspyrnuforystunni og í samhengi við það sem er að gerast á meginlandi Evrópu en Samtök knattspyrnumanna í Evrópu eru að hrinda af stað herferð gegn kynþáttafordómum í og í kringum knattspyrnu og tilefnið er Evrópukeppnin í sumar.  þessi herferð er í samvinnu við Evrópuráðið í Strassborg.  Knattspyrnuforystan í Evrópu hefur m.a. notið sérfræðiráðgjafar Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og hefur undirritaður komið að þeim málum sem sérfræðingur tilnefndur af Íslands hálfu í nefndinni.

Mér sýnist svona í fljótu bragði að í yfirlýsingu fyrirliðanna hefði mátt tala beint um kynþáttafordóma eins og talsmaður þeirra Gunnlaugur Jónsson gerði á blaðamannafundinum en ekki aðeins ,,hvers kyns fordóma og dónaskap sem rýrir álit á íþróttinni" eins og segir í textanum.  það er óþarfi að útþynna baráttuna gegn kynþáttafordómum eða skirrast við að taka sér það orð í munn. Kynþáttafordómar eru ekki eins og hver annar dónaskapur. Svo á það ekki að vera í forgrunni hvort það rýrir álit á íþróttinni eða ekki.  Það á að vera í forgrunni að kynþáttafordómar eru eitur í mannlegu samfélagi þ.m.t. knattspyrnusamfélaginu.

Tek samt ofan fyrir knattspyrnuforystunni.  Svo er heil umferð í sumar sérstaklega tileinkuð baráttunni gegn kynþáttafordómum. Ég hvet forsvarsmenn liða og leikmenn að setja ekki tappann í betra eyrað þegar leikmenn eða  áhorfendur fara að atyrða menn með tilvísun til uppruna þeirra eða litarháttar eða annars slíks. Kynþáttafordómar mega ekki skjóta frekari rótum í íslensku samfélagi .


mbl.is Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fengu fyrirliðarnir og félögin einhverju ráðið um þetta? Hvaðan kom skipunin um að gera þetta?

Annars er ég sammála því að allir fordómar séu slæmir en hinsvegar veit ég vel að skilgreining þín á þeim sem hafa "kynþáttafordóma" nær ekki bara yfir þá sem vita lítið um málin heldur alla þá sem voga sér að tjá sig um málefnið.

Er ekki bara næsta skrefið að fara að frumkvæði Frakka varðandi landsliðið okkar?

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband