Mál Paul Ramses! Börn eiga líka sinn rétt!

,,Rosemary með dvalarleyfi í Svíþjóð sem gildir til ársins 2012, en það veitir henni ekki rétt til dvalar á Íslandi. Hún sótti um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi á árinu 2007 en var synjað"

Sýnir með öðru hvað tilvera þeirra sem neyðast til að flýja heimaslóðir er erfið.  Fólk fær oft dvalarleyfi árum saman en þarf fyrir vikið að lifa lífi með takmörkuðum réttindum.  Af hverju var henni svo synjað um dvalarleyfi á Íslandi?

Í þessu máli finnst mér gleymast að horfa til hagsmuna barnsins. Hefði ekki mátt ,,sveigja" reglur vegna barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna?  Hann kveður á um það að börn eigi rétt á að njóta beggja foreldra sinna. Það er ljóst að einhver stjórnvöld þurfa að skera á hnútinn. (Eigum við að treysta því að Berlusconi hafi stærra hjarta en við?)

Í þessu máli var kjörið tækifæri til að sýna mannúð í verki. Þetta mál var einnig kjörið tækifæri til þess að losna undan þeirri tölfræði að Ísland hafi veitt einum manni pólitískt hæli. Það er víða hæðst að Íslandi vegna þeirrar tölu.


mbl.is Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Afvþí hún var ekki tengd rétta fólkinu i guess, ég er svo pirraður yfir þessari framkomu frá stjórnvöldum og þetta er ólöglegt hjá þeim, sjá hér amk get ég ekki túlkað það á annann veg.

Sævar Einarsson, 4.7.2008 kl. 18:20

2 identicon

Fransman (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Landfari

Það hefði verið svo sjálfsagt og eðlilegt að veita þeim báðum hæli hér af mannúðarástæðum. okkur munar ekki um að bæta einum við.

en hvað þá með alla hina sem eru jafnvel í enn verri stöðu. Á hvaða forsendum á að mismuna fólki sem sækir hér um hæli. Þau voru þó í þeirri aðstöðu að hún er með dvalarleifi í Svíþjóð og hann er búinn að fá hæli í  Ítalíu. Þau eiga alla möguleika á að sækja um hæli í Svíjóð. Það er meira en sagt verðu um suma sem sótt hafa um hæli hér og verið hafnað ekki verið minnst á í fjölmiðlum.

Er það vilji fólks að geðþóttákvörðun eigi að ráða þegar sótt er um hæli hér.

Á það að ráða að einhver skáldaði hér upp mikið drama um að hann hefði verið handtekinn á heimili sínu og rifin frá konu og barni. Hann væri í brári lífshættu ef hann yrði sendur til baka, það væri nánast aftaka að senda hann burt.

Svoleiðis getur opinber stofnun ekki leift sér. Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum. Það vekur aftur upp umræðuna um tengdadóttur Jónínu. Þar var undarlega staðið að málum enda vakti það mikla umræðu hér og fólk var ekki sátt við hvernig þar var mismunað.

Landfari, 5.7.2008 kl. 09:22

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Að mörgu leyti sammála þér Landfari. En ég er óbeint að benda á leið þá að setja hagsmuni barnsins í forgang.  Þetta mál er sérstakt af því að svo litlar líkur er á því að fjölskyldna nái saman úr þessu. það er því lítil hætta á að samskonar mál hrannist upp. Kv.

Baldur Kristjánsson, 5.7.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Landfari

Ég ætla rétt að vona þau nái saman, annað hvort á Ítalíu eða Svíþjóð. Miðað við það sem fram kom í Kastljói í gær þá er Svíum í lófa lagið að veita honum hæli ef þeir starfa eftir svipuðum reglum og hér gilda. Það sem mér finnst vanta svolítið í þessa umræðu eru tengsl hans við Ísland. Hann hefur búið hér áður en það hefur hvergi, mér vitanlega, komið fram hvað það var lengi. Það eitt og sér að konan hans kemur hingað í heimsókn rétt fyrir fæðingu eru nú ekki nein sérstök tengsl að mínu mati.

Það eitt og sér að ala barn hér getur ekki orðið forsenda hælis fyrir aðstandaendur. Þá væri búið að opna greiða leið með því að senda hingað konur komnar á steypirinn sem ekki þola flugferð heim aftur.

Það er því miður þannig í þessum heimi að það er hver smuga nýtt til hins ýtrasta. Þegar búið er að skapa fordæmi er erfitt að bakka.

Landfari, 5.7.2008 kl. 10:11

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Forstöðumaður útlendingastofnunar (vona að ég fari rétt með titilinn og vinnustaðinn) vísaði í gær til „jafnræðisreglu" og vildi að eitt gengi yfir alla og einum væri ekki hyglt á kostnað annarra. En hve margir þeirra sem leita hælis á Íslandi eiga hér nýfætt barn með móður sem ekki hefur dvalarréttindi hér heldur í Svíþjóð? Yrði ekki drjúglöng bið á að hliðstætt mál bæri upp á?

Við skjótum hvítabirni. Keníumaðurinn var kolsvartur en mér finnst hann samt hafa fengið bjarnarmeðferð.

M. b. kv.

Sigurður Hreiðar, 5.7.2008 kl. 15:47

7 identicon

Það skiptir bara ekki nokkru einasta máli hvort konan hans er hér löglega eða ólöglega. Samkvæmt þessum margtilvitnaða Dyflinarsáttmála, þá eigum við að taka við fólki sem hætta er á að sæti ómannúðlegri meðferð í heimalandi sínu. Það gildir hvort sem maður á fjölskyldu eða ekki og hvort sem hann hefur tengsl við landið eða ekki. Þau atriði gera þetta bara ennþá átakanlegra.

Að neita að taka við fólki í þessari aðstöðu vegna þess að það getur kannski fengið hæli í Svíþjóð eða á Ítalíu, er svona svipað og að segja misþyrmdu barni sem leitar til okkar að tala frekar við fólkið í næsta húsi.                     

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Landfari

Jú Eva, það skiptir máli. Meira að segja miklu máli. Í þessu tilfelli sennilega öllu máli.

Hér gildir einu hvort þér finnst það eiga skipta máli eða ekki.

Þessi lög eru ekki sett að ástæðulausu. Það er mikil nauðsyn að hafa skýrar reglur og lög um þetta og þess vegna eru þau sett.

Það eru núna samkvæmt fréttum 40 manns á landiu að bíða eftir að fá umsókn um hæli hér. Hvað gætirðu giskað á að þeir væru margir ef það væru ekki nokkuð stífar reglur um hverjir eiga möguleika á að fá hæli. þeir væru sennilega taldir í þúsundum.

Ósmekkleg samlíkingin þín við misþyrmingar á börnum. Það eru aðrir og alvarlegri hlutir og hafa ekkert með það að gera hvort þau dvelja hér, Svíþjóð eða Ítalíu.

Landfari, 5.7.2008 kl. 18:27

9 identicon

þetta eru bestu rökin sem ég hef séð fyrir því að henda manninum ekki úr landi...

börn eiga rétt á báðum foreldrum, datt það engum öðrum í hug...

eyjagirl (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 01:04

10 identicon

"Börn eiga rétt á báðum foreldrum" ( eyjagirl) samkvmt barnasáttmála S Þ ( Baldur).

Var ekki verið að setja lög nýlega sem algerlega brýtur gegn rétti barna til beggja foreldra? Lögin um rétt samkynjaðra til gervifrjógvunar þar sem börnin eiga bara eitt foreldri og fá ekki einu sinni að vita allan sannleikann um uppruna sinn. Datt engum öðrum þetta í hug? (ironi) Og hvernig stenzt það barnasáttmálann?

S.H. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 07:51

11 identicon

 Leiðrétting:

" ...sem algjörlega brjóta " á þetta auðvitað að vera.

S.H. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 08:40

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Börn eiga rétt á að vita uppruna sinn.  Þar ér ég þér sammála. kv. B

Baldur Kristjánsson, 6.7.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband