Sorgarsagan með Framsókn heldur áfram!

Sjálfstæðisfokkurinn hangir inni á því að þrátt fyrir allt er menntaður
hagfræðingur við stýrið.  Hefðum við á tilfinningunni að hann
stæði einn við stýrið stæði flokkurinn enn betur.  Hvar er annars
Þorgerður Katrín?  Helsta tromp flokksins er hætt að sjást. 
Sorgarsagan með Framsókn heldur áfram. Hvernig má annað vera þegar mest
áberandi þingmaður flokksins berst með hnúum og hnefum í skjóli
formannsins gegn því að Framsóknarflokkurinn verði framfarasinnaður
flokkur sem vilji sjá Ísland í samstafi sjálfstæðra þjóða í Evrópu
m.a. dreifbýli og landbúnaði til hagsbóta.
mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef aðildarríki Evrópusambandssins væru sjálfstæð væru stofnanir þess, sem flestar eru meira eða minna sjálfstæðar gagnvart aðildarríkjunum, valdalausar. Það eru þær hins vegar svo sannarlega ekki og gríðarleg völd þeirra vaxa stöðugt. Þetta vald varð ekki til úr engu, þetta vald var eitt sinn á könnu aðildarríkjanna, stór hluti af fullveldi þeirra, en er það ekki lengur.

Og síðan hvenær var Þorgerður Katrín helzta tromp Sjálfstæðisflokksins?

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Er hún það ekki?  kv. B

Baldur Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Leitt að Framsóknarflokkurinn sé enn frekar að fjarlægjast uppruna sinn og á leið í ESB. Ég mun sakna Framsóknarflokksins.

Elías Theódórsson, 26.10.2008 kl. 21:57

4 identicon

Baldur, Þorgerður er ekki tromp Sjálfstæðisflokksins.  Mörgum finnst hún bara vera á egótrippi og einungis vera ráðherra til að geta ferðast frítt um allan heiminn á kostnað skattborgaranna.  Þannig leiðtoga vilja menn ekki.

Síðan hvenær urðu þjóðir sjálfstæðar inna ESB?   Og þetta með að það sé landbúnaði og dreifbýli til hagsbóta.  Þetta er alveg eins og Samfylkingin, þvílíkan and-landsbyggðar og sjálfhverfu stjórnmálaafli hef ég aldrei kynnst.  Samfylkingin er einn þröngsýnasti og sjálfhverfasti flokkur sem ég hef kynnst.  Fyrir þeim er Ísland bara Reykjavík og nágrenni.  Og heimurinn er Brussel og ESB. 

Vil ekki sjá svona þröngsýnt og sjálfhverft apparat eins og Samfylkinguna.

Sumarliði Gestsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem er mekilegt við þessa skoðanakönnun er að 45% tóku ekki afstöðu, sem segir að þjóðin veit ekki sitt rjúkandi ráð og að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, hafa gersamlega misst allt traust.

Svolítið ískyggilegt í landi, sem byggir á lýðræði er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband