Röng taktik Framsóknar!

Þessi staða verður Framsóknarflokknum skeinuhætt.  Flokkurinn hefur spilað illa úr þeirri hendi sem hann hafði.  Eftir að hafa verið í tólf ár með Skjálfstæðisflokknum átti hann ekki um annað að velja en að verða vinstri sinnaður miðjuflokkur.  Hann átti að styðja ríkisstjórn Jóhönnu skilyrðislaust en halda jafnframt út í kosningabaráttu um allt land undir þeim kjörorðum um að hér yrði að koma ný stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins án þátttöku Sjálfstæðisflokksins.  Núna, eins og málin eru að þróast lendir flokkurinn - verðskuldað eða óverðskuldað - í stíu með flokknum sem ber höfuðábyrgð á þeim ósóma sem við sem þjóð og einstaklingar sitjum uppi með.  Þar með' er tryggt að fylgi hans verður svona á bilinu 9-12 prósent -  frambjóðendur og helstu fylgisveinar þeirra og þeir sem ekki geta skipt um forrit í höfðinu á sér kjósa flokkinn.
mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Formaður Framsóknar Sigmundur sagði við stofnun þessara stjórnar að hann væri ekki endilega að hugsa um frambókarflokkinn hvað hann fengi heldur að fólkið í landinu fengi betri ríkistjórn. Það eru ekki allir sem hugsa svona. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 09:33

2 identicon

Vandi Framsóknar er að spillingarorðið fylgir flokknum eins og erfðasyndin.  Sigmundur Davíð og önnur ný andlit hafa ekki náð að breyta því.  Ný forysta flokksins liggur alltaf undir grun um að ganga erinda þess hóps fjármálamanna, sem náði völdum í tíð Halldórs Ásgrímssonar.  Uppgjör við þennan hóp er forsenda þess að Framsókn rétti við og verði stjórntækur flokkur. 

Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur myndast traust milli Sf. og VG.  Það var ekki áður og er Jóhönnu að þakka.  Hins vegar er traustið sem Nýja-Framsókn naut stutta stund eftir landsfund horfið.  Það er Sigmundi að kenna. 

 Það er eins og Framsókn sé alltaf að reyna að selja oddaðstöðu sína of dýru verði.  Það er leiðinlegur stíll í stjórnmálum og nú eru helstu foringjar Sf. og VG orðnir alvarlega pirraðir á Sigmundi og öllum Höskuldunum.

Hriflungur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:46

3 identicon

Vandamál Framsóknarflokksins endurspegla vandamál Samfylkingarinnar. Það er svo að þó flokkurinn gjarnan vildi ganga í samstarf við Samfylkingu í stað Sjálfstæðisflokks þá var það ekki hægt vegna stöðunnar innan Samfylkingar, þau hafa ekki verið stjórntæk fram að þessu, hvort þau séu það enn skal ósagt látið.

Þessu til staðfestingar má benda á samstarf Samfylkingar við Sjálfstæðisflokk, ekki fór það vel þrátt fyrir yfirburðameirihluta þessara flokka á þingi.

Ég tel það hafi ekki verið nein leið að starfa með Samfylkingu fram að þessu þar sem það hefði einungis leitt af sér upplausn og óstjórnar. Þetta tel ég að hafi verið mat manna innan Framsóknar í den og því engin kostur annar í stöðunni en samstarf með Sjálfstæðisflokknum sem og skýrir að hluta til óvinsældir og stöðu Framsóknarflokksins meðal kjósenda í dag.

Gísli Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:52

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta froðusnakk höfðu menn uppi í den Gísli til að afsaka þriðja kjörtímabilið - sem sýndi auðvitað að menn höfðu ekkert stöðumat og engan vinstri heila.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 11:37

5 identicon

Molester hefur nú svo mikla trú á eðlislægri skynsemi íslendinga að þegar á reynir nú í vor, muni kjósendur hafna þessari úreltu og gjörspilltu klíku sem kallar sig framsóknarflokk. Vonandi deyr þessi hópur út. Allt vinstri sinnað og vel meinandi fólk, sem studdi flokksgerpi þetta meðan Steingrímskan réði ríkjum, hefur flutt sig yfir til Vinstri grænna, þar sem þau eiga heima. Eftir er einungis spillta sjálftökuliðið. Það sér enginn eftir framsókn, enda má aldrei gleyma að minna fólk á að sá flokkur bar mesta ábyrgð á einkavinavæðingu bankanna, þar sem á hendi flokksins voru banka- og viðskiptamál allan stjórnartíma þeirra með íhaldinu.

Molester (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:41

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft neitt annað í huga en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Slíkt samstarf hefur alltaf verið vænlegast til fjár.

Finnur Bárðarson, 4.3.2009 kl. 15:42

7 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Það sem kom í veg fyrir samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar 2003 var sú staðreynd Samfylkingin lagði ekki í að há almennilega kosningabaráttu við Íhaldið en barði þess í stað linnulaust á Framsókn, langt umfram það sem eðlilegt má kallast í kosningabaráttu. Þeir þorðu ekki að vera það mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem þeir sögðust ætla að vera og hafa fyrir vikið aldrei borið sitt barr.

Nú er það sama að gerast á ný. Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð koma fram með hroka og lítilsvirðingu gagnvart Framsókn og virðast ætla að hrekja okkur út í horn. Það er enginn að biðja um mikið. Bara að það verði staðið við gerða samninga.

Þrátt fyrir þetta munum við ekki láta glepjast af Íhaldinu. Birkir Jón Jónsson hefur látið hafa eftir sér að Sjálfstæðisflokkurinn sé óstjórntækur og það er enginn vilji til að mynda stjórn með þeim. Það er hins vegar nægur vilji til staðar til að vinna með vinstri flokkunum ef að þeir vilja. En þeir verða þá að gera sér grein fyrir því hver andstæðingurinn er. Framsókn er ekki óvinurinn.

Stefán Bogi Sveinsson, 4.3.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég var í miðstjórn þetta var einmitt sú röksemdafærsla sem forystan hafði í frammi af því að hún gat ekki hugsað sér annað en áframhaldandi stjórn.  Þar með eyðilagði hún Framsóknarflokkinn.  Í sögu flokksins eru þetta stærstu mistökin.  Hann verður tæplega nópgu stór í framtíðinni til að gera önnur eins mistök.  Og enn áttar hann sig ekki - enda sögulausir menn komnir til skjalanna.  Nú eru Framsóknarmenn í reynsluleysi sínu búnir að stilla sér á móti stjórninni og þar með með Sjálfstæðisflokknum - og hafa þar með og gott betur en það eyðilagt þann ávinning sem þeir höfðu af því að gera hana möguega.  Og bæði þá og nú- eins og skrif Stefáns Boga sýna- eru þeir að kenna öðrum um.  þessi eða hinn er svo ómögulegur.......

Baldur Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 16:35

9 identicon

" Hann átti að styðja ríkisstjórn Jóhönnu skilyrðislaust"?

Allt í lagi að styðja Jesú Krist skilyrðislaust - en Jóhönnu???

Glúmur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 17:41

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þar liggur hundurinn grafinn Glúmur minn- reyndu nu að læra af röksemdafærslu minni - í það minnsta að skilja hana.   Framsókn átti að styðja ríkisstjórn Jóhönnu skilyrðislaust eftir að hún var kominn á, í stað þess að lenda á bekk með íhaldinu. Þeir áttu á sama tíma að fara um landið og segja frá því hvað þeir ætluðu að gera að loknum kosningum. Þetta komment þitt er hvorki frumlegt né skemmtilegt. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 17:51

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Nú er hluti Framsóknar kominn yfir í L-listinn en þar er á ferð nýtt framboð með fólki sem hefur margt hvert ekki verið tengt flokkaræðinu áður svo það má hugleiða hvort það sé valkostur sem hentar fólki sem ekki styður fjórflokkana. Flokkurinn er þó full einarður í afstöðu sinni til Evrópu á meðan aðrir flokkir vilja opna umræðu um málefnið.

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 18:05

12 Smámynd: Dexter Morgan

Framsókn er, og hefur alltaf verið, eiginhagsmunaflokkur. Hann verður það áfram þrátt fyrir einhverjar mannabreytingar. Það sést best á þessu útspili hans núna. Lofaði Jóhönnu stuðning, en þegar Sjallarnir eru búnir að sleikja hann upp, og lofa stólum, þá breytist allt hjá þeim. Eruð þið ekki farinn að fatta framsóknarflokkinn jafn vel og ég, eða hvað.

Dexter Morgan, 5.3.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband