Fínn maður í heilbrigðisráðuneytinu

Tek ofan fyrir Ögmundi Jónassyni.  Það er sjaldgæfur eiginleiki að vera ekki gráðugur og normið hjá stjórnmálaelítunni er að taka að fullu lögvarin laun.  Í raun og veru ættu ráðherralaun að vera aðeins 20% ofaná þingfarakaup eða það sem skynsamlegra er.  Ráðherrar ættu að afsala sér þingmennsku og þar með þingfararkaupi.

Annars er greinilegt að í stól heilbrigðisráðherra er nú maður sem hefur kynnst kjörum fólks og ber hag þess fyrir brjósti.  Maður hlýtur að óska þess að hann fái tækifæri til að vera í heilbrigðisráðuneytinu næstu árin.  Í þessu embætti þarf að vera manneskja sem hugsar út frá sjónarhorni sjúklinga og starfsmanna.


mbl.is Ögmundur fær ekki ráðherralaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Mér finnst þetta virðingarvert hjá Ögmundi að afsala sér ráðherralaunum.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.3.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Hlédís

Það sakaði ekki að allir þingmenn í björgunarstjórninni gerðu hið sama.

Hlédís, 25.3.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er glæsilegt hjá Ögmundi.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband