Dragandi á gúmmítuðrum
16.1.2007 | 08:50
Hinn ágæti fréttamaður Gissur Sigurðarsson frá Hraungerði var að segja
frá því í morgunsjónvarpinu að lögreglan á Suðurnesjum skýrði frá því
að unglingar nýkomnir með bílpróf væru að draga börn, yngri systkini
gjarnan um bæina á þotum eða gúmmítuðrum á allt upp í 60 km. hraða.
Þessi frábæra athöfn hefur haldið innreið sína til þess merka bílabæjar
Þorlákshafnar. Andstutt móðir sem ég hitti í gærmorgun sagði frá því að
hún hefði orðið vitni að háttarlagi sem að ofan er lýst hér á okkar
ágætu götum. Vonandi sjá menn að sér. Vonandi hafa
foreldrar vit fyrir börnum sínum og vonandi tekur lögreglan á
Suðurlandi fast á málum ef hún verður þessa vör, en það má sú blessaða
pólís eiga að hún lætur stundum sjá sig hérna niðurfrá. það
dugar nú samt ekki til að skapa bæjarbrag. Eins og ég hef sagt
áður þyrftum við að eignast bæjarstjóra sem labbar með bæjarstjórahúfu
um bæinn og tekur fólk tali.
frá því í morgunsjónvarpinu að lögreglan á Suðurnesjum skýrði frá því
að unglingar nýkomnir með bílpróf væru að draga börn, yngri systkini
gjarnan um bæina á þotum eða gúmmítuðrum á allt upp í 60 km. hraða.
Þessi frábæra athöfn hefur haldið innreið sína til þess merka bílabæjar
Þorlákshafnar. Andstutt móðir sem ég hitti í gærmorgun sagði frá því að
hún hefði orðið vitni að háttarlagi sem að ofan er lýst hér á okkar
ágætu götum. Vonandi sjá menn að sér. Vonandi hafa
foreldrar vit fyrir börnum sínum og vonandi tekur lögreglan á
Suðurlandi fast á málum ef hún verður þessa vör, en það má sú blessaða
pólís eiga að hún lætur stundum sjá sig hérna niðurfrá. það
dugar nú samt ekki til að skapa bæjarbrag. Eins og ég hef sagt
áður þyrftum við að eignast bæjarstjóra sem labbar með bæjarstjórahúfu
um bæinn og tekur fólk tali.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
getur orðið banvænn leikur
Ólafur fannberg, 16.1.2007 kl. 11:40
Við eigum nú öll saman sýslumann sem gengur hér um göturnar. Reyndar ekki í lúðrasveitarbúningnum. Hann ætti kannski að spássera víðar í sýslunni.
En bæjarstjórann hef ég aldrei séð á röltinu... held hún sé meiri hjólatýpa...
Eru börn og unglingar alveg hætt að teika?
GK, 16.1.2007 kl. 19:51
Við vorum einmitt að hrósa happi yfir því í skólanum um daginn að krakkarnir væru hættir að teika (stuðararnir ku ekki henta til þess arna). En því miður hafa unglingarnir nú flóknari tæki til afnota en gúmmístígvélin og aka um göturnar á fjórhjólum eða snjósleðum, leyfislaus og hjálmlaus. Ábyrgðarlaust.
Sigþrúður Harðardóttir, 17.1.2007 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.