Tölvuleikjatvískinnungur

 Í dag heyrði ég fullorðinn mann tala um það í útvarp(BBC)að  í lagi væri að fullorðið fólk léki sér að ofbeldisfullum tölvuleikjum t.d. að berja aðra eða skjóta og í sumum þessara leikja getur ofbeldið gengið út á það að nauðga, nauðga fyrst drepa svo. Að vísu þarf það ekki í leiknum en það er hægt. Klisjan er að þetta sé allt í lagi ef maður eða kona er orðin sextán ára. Af hverju er það í lagi? Af hverju er í lagi að framleiða og selja eitthvað sem gengur út á ósiðlegar og glæpsamlega hluti?  Hvaða leikur  er í því? 

Hvað er leikur.  Er það æfing fyrir lífið eða eftirlíking af því eða uppfylling þess sem ekki getur orðið í veruleikanum.  Af hverju fær fólk "kick" út úr því að drepa eða misþyrma í leik.  Er þetta þörf sem ekki fæst uppfyllt i veruleikanum en er til staðar?  Uppfyllir leikurinn þá þörfina eða þarf sá sem leikur meira af svo góðu? Ég sé ekki í fljótu bragði siðferðið í því að leyfa opinbera verslun og markaðssetningu með hluti sem fela í sér að kaupandi framkvæmi hluti sem eru gjörsamlega óásættanlegir í veruleikanum.

Hvað ef fram kæmi leikur þar sem börnum væri nauðgað og misþyrmt. Væri það í lagi ef hann væri merktur:  Bannaður innan sextán? 


mbl.is Vilja koma í veg fyrir sölu á ofbeldisfullum tölvuleikjum til barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins ömurlegt og það er að hafa gaman af þessu höfum við (þú, ég eða nokkur annar) nákvæmlega engan rétt til að setja öðrum siðferðis reglur hvað varðar það sem sem þeir skemmta sér. Á sama hátt og fólk hefur rétt til að reykja í heimili sínu þá hefur fólk fulllan rétta til að spila hvaða tölvuleik sem er (jafnvel eins ógeðslaðan og þú lýsir í síðustu málsgrein þinni) svo framalega sem það geri það upp á sína eigin ábyrgð í næði heimili síns.

Ingiamar Bj (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:52

2 identicon

Hvaða væl er þetta með tölvuleiki og að þeir spilli unga fólkinu. Ég veit ekki betur en ég hafi hætt að slást þegar ég byrjaði að spila ofbeldisfulla leiki, er það ekki bara gott að ég láti það ekki bitna á öðrum?

Kobbi (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 06:46

3 identicon

 Nauðgun, í tölvuleik... nei held ekki. Hef samt ekki séð þá alla en það efði engin heylbrigð manneskja gaman af því að spila þannig leik. Hinsvegar fynnst mér ég hafa lent á óvenjulega mörgum bíómyndum eða þáttum sem sýna eða láta lýta út fyrir að nauðgun hafi átt sér stað. En ég hef ekki spilað alla leiki í heiminum sama þótt ég hafi spilað þá nokkra í gegnum tíðina og vil hér með verja GTA, því hann er með þeim flottari í sögu tölvuleikja. En allavega þá hef ég aldrei á ævinni séð leik sem snýst um það eða er með þeim möguleika að nauðga einum né neynum og vil endilega heyra (lesa) hvaða fyrirtæki myndi leggjast svo lágt að setja nafn sitt á  þannig vöru. Þá meina ég að fólk talar um hluti sem það hefur ekki séð, svo sem nauðganir í tölvuleikjum. Eða er til einhver leikur sem er með þeim valmöguleika að myrða sálina?

mr-pip (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 08:01

4 identicon

Langar bara að benda á það að það er ekki til einn einasti leikur sem gefur spilaranum möguleika á að nauðga.

Vissulega eru til grófir ofbeldisleikir, en nauðgun hefur aldrei sést í tölvuleik sem val spilanda. Svona ýkjur eru bara til þess að draga upp óþarflega slæma mynd af tölvuleikjum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 08:17

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir athugasemdinar. Varðandi þessa síðustu þá er það sennilega rétt að leikurinn gerir ekki ráð fyrir nauðgun.  En hann gerir ráð fyrir því að hægt sé að drepa vændiskonu. þarna er talsverður munur á.

Baldur Kristjánsson, 17.1.2007 kl. 09:03

6 identicon

Málið er að tölvuleikir eru ekki veruleikinn, fólk verður bara að læra að greina þar á milli og þeir sem geta það ekki ættu ekki að fá að spila þesskonar tölvuleiki.


Er einhver munur á að drepa vændiskonu heldur en einhvern annan?

Rúnar (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Kannski ég bloggi um þetta, enda er ég sjálfur tölvuleikjafíkill :)

Gunnsteinn Þórisson, 17.1.2007 kl. 14:57

8 identicon

Dungeons and dragons.. anyone?

Það er borðleikur þar sem ofbeldið er til staðar undir stjórn ýmindunarafls.

Ég man eftir því að hafa spilað með nokkrum góðum vinum, við vorum að ýmindaokkur að við værum staddir á bóndabæ, ég kastaði teningum og fékk að gera... ég hljóp inn á bóndabæ nokkurn.. þar nauðgaði ég bóndakonunni fyrir framan börnin, sló hana svo niður með sverðinu mínu og skar börnin á háls, því næst kom bóndinn hlaupandi inn öskur íllur með Grandfather sverðið sitt og drap mig. Vinir mínir sem voru að spila með mér tóku líkið mitt og hentu því aftaná hestvagninn sinn og neytuði að lífga mig við ( sem refsingu ) í 3 klukkustundir.

Eigum við ekki að banna teningakast og hlutverkaspil?

Pétur (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband