Áhyggjur af vaxandi gyðingaandúð!

Fjölmiðlar flytja fréttir um Gyðingaandúð. Því miður virðist hún ekki á undanhaldi í Evrópu. Framferði Ísraelsstjórnar er oft týnd til sem ástæða og víst er að ástandið á Gaza svæðinu bætir ekki, né fjármálakrísan í heiminum sem gefur ýmis konar andúð vængi. Árásum á bænahús Gyðinga og greftrunarstaði þeirra fjölgar og afneitunarkenningar um fjöldamorð nasista á gyðingum fljúga um. Og sem fyrr eru til stjórnmálamenn og stjórnmálaöfl sem reyna að þrífast á jarðvegi andúðar.
Hvað varðar veraldarvefinn þá er þörf á samþjóðlegu átaki til að sporna við útbreiðslu sífellt á fjölgandi ný- nasistasíðum.
ECRI sú nefnd Evróuráðsins sem fæst við kynþáttafordóma og gyðingaandúð hefur miklar áhyggjur af þessari þróun og hvetur ríki Evrópu til aðgerða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Sæll Baldur.

Ég hef oft orðið hugsi yfir því hvers vegna þessi þjóð verði fyri því aðkasti í dag og í gegnum aldirnar. Og niðurstaða hugsana minna enda á orðinu, karma.

Þú uppskerð eins og þú sáir

Gunnar Borgþór Sigfússon, 28.3.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er Gyðingaandúð? Er þetta ekki spurning um skilgreiningu? Æði margir túlka alla gagnrýni  á Ísrael sem Gyðingahatur.

Ég  er t.d. afskaplega ósáttur við stefnu stjórnvalda Ísraels varðandi Palestínu. Fyrir vikið er ég af mörgum sagður Gyðingahatari, þótt skoðun mín hafi ekkert með Gyðinga sem slíka að gera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 18:52

3 Smámynd: SeeingRed

Já, margir gera ekki greinarmun á viðbjóði á framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínu og lítilmótlegrar andúðar á gyðingum.

SeeingRed, 28.3.2010 kl. 19:04

4 identicon

Fyrst og fremst er þetta fáfræði.

Gyðingar eru ekkert öðruvísi en aðrir.

Ég hef átt samskipti við gyðinga í gegnum tíðina.  Þeir eru eins og aðrir fínasta fólk.  Margir eldri eru auðvitað bitrir eftir framkomu nasista við þá í Þýskalandi.

Það verður að gera greynarmun á Ísrael og gyðingum og leyfa mönnum að gagnrýna framkomu Ísraela. 

En við verðum líka að muna það að vesturveldin gerðu stofnun Ísraelríkis mögulega.   

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 19:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Andúð á Gyðingum og andúð á stjórnvöldum og öfgasamtökum í Israel er ekki endilega það sama.

Stjórnvöld í Israel hafa hagað sér vægast sagt viðbjóðslega gagnvart nágrönnum sínum. Þetta hafa þeir getað í skjóli stjórnvalda í Washington. Vonandi er það skjól þeirra nú eitthvað að minnka.

Við megum aldrei gleyma Helförinni, það er hinsvegar í valdi stjórnvalda í Israel að svo verði. Með áframhaldandi ofstæki gegn nágrönnum sínum er hætt við að minningunni um Helförina verði ýtt til hliðar.

Gunnar Heiðarsson, 28.3.2010 kl. 19:52

6 identicon

Líklega er nú best að kynna sér málið aðeins betur áður en hægt er að skilja af hverju hatur er svona á Gyðingum,.Til dæmis ef að þið vissuð að um aldamótin 1900 þá bjuggu ekki nema örfáir á svæðinu sem er Ísrael í dag og þeir arabar sem þar settust að komu vegna þess að þeir fengu vinnu hjá Gyðingum sem þá voru komnir og keyptu land af aröbum á háu verði,þeir fyrstu sem komu,komu frá Rússlandi þar sem tilvist þeirra var í mikilli hættu vegna ofsókna.Flest allt sem er sagt í dag um stöðuna í Ísrael er rangt og áróður palestínu araba hefur hitt ykkur í mark.Ég elska Gyðinga og Ísrael,og vona að fólk kynni sér hlutina áður en þeir dæma.

Jóhann Kristján Valdórsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:46

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég heyrði einu sinn kenningu hvers vegna andúð á gyðingum væri svona útbreidd. Hún var sú að gyðingar litu á sig fyrst og fremst sem gyðinga en ekki t.d. Pólverja. Merkilegt nokk var þessu öfugt farið á Ítalíu í seinni heimsstyrjöldinni. Gyðingar voru m.a. virkir í fasistaflokk Mussolinis enda hélt hann hlífiskyldi yfir þeim þar til Þjóðverjar hernámu landið.

Finnur Bárðarson, 29.3.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband