Afneitun á Helförinni
18.1.2007 | 11:31
Kanslari Vestur Þýskalands hefur lýst þeim vilja sínum að það að afneita helförinni verði bannað og refsivert í ríkjum Evrópusambandsins en Þjóðverjar fara nú með yfirráð þar. Þessi áætlun hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð.
Fyrst þetta. Ég skil vel ástæður fyrir því að banna og gera refsivert að neita því að Helförin hafi átt sér stað. Helförin er, eins og kunnugt er, það þegar nazistar drápu á tímum seinni heimsstyrjaldar a.m.k. sex miljónir Gyðinga í tilraun til þess að útrýma kynþættinum. Þau níu ríki Evrópu sem banna afneitun á Helförinni, Austurríki, Belgía, Tékkland, Frakkland, Þýskaland, Litháen, Pólland, Rúmenía og Slóvakia, komu flest mjög illa særð undan þessu tímabili og yfirvöld telja að afneitun á Helförinni særi tilfinningar eftirlifandi og séu í raun jafngildi hatursáróðurs þ.e. traðki á tilfinningum Gyðinga og stuðli að ofbeldi gagnvart þeim. (Hatursáróður, áróður svo sem opinber ræðuhöld sem talin eru kveikja hatur í garð fólks vegna kynþáttar, litarháttar, trúar eða annars slíks er refsiverður í flestum, ef ekki öllum, þessum ríkjum og mörgum öðrum.)
Ég hallast hins vegar að því að baráttan gegn þeirri lýgi að helförin hafi ekki átt sér stað eigi að fara fram í skólastofum, háskólum, fjölmiðlum, í mæltu máli, upplýsingu etc., ekki inni á lögreglustöðvum eða dómshúsum. Ég get einhvern veginn ekki sætt mig við það að fólk sitji í fangelsi fyrir það að halda einhverju fram þó að það sé dauðans vitleysa. Þess vegna held ég að þetta sé röng stefna hjá Þýskum.
Ofangreind rök um að afneitun sé jafngildi haturáróðurs eru hins vegar rök sem vega þungt í mínum huga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.