Svavar og skítkastið!

Svavar Gestsson sem gerði góða Icevsamninga á þeim tímapunkti sem þeir voru gerðir ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann ber sig illa undir fúkyrðum og gífuryrðum í sinn garð þegar hann ritaði stutta grein í blað fyrir skömmu.
Svavar er af gamla skólanum. Alinn upp við það að gáfaðir ritstjórar á Þjóðviljanum og Morgunblaðinu sáu um skítkastið. Það var miklu betra fyrirkomulag. Það var nokkur stíll yfir því skítkasti enda pennafærir hæfileikamenn á ferð og svo beindist það yfirleitt að fámennum hópi útvalinna.
Með tilkomu netsins eru svínin öll komin svaðið og þá kárnar gamanið. Fæstir hafa nokkra hæfileika í skítkastinu og menn verða heimskulegir, grófir og ruddalegir hver í annars garð.
Og alltaf eru það margir sem í heimsku sinni virðast hafa þann eina tilgang að meiða aðra í umræðunni.
Ég er alveg til í að koma í málfrelsisfélag með Svavari. Ekki svo galin hugmynd á þessum síðustu og bestu tímum. En við þurfum að ræða um hvað við eigum við með málfrelsi. Það gæti orðið fyrsta verkefni félagsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mér finnst allt verðugt í pistlinum þínum, Baldur, nema mikil mistök að tala um nokkurn góðan Icesave-samning, fullkomlega ólögvarðan nauðungarsamning.  En velkominn aftur í Moggabloggið, -nú veit ég ekki hvað er langt síðan þú komst.

Elle_, 9.4.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gleymist oft í umræðunni um Icesave að hver gerningur Íslendinga í því máli miðaðist við það ástand sem ríkti þegar hann var gerður.

Íslensk stjórnvöld voru í herfilegri aðstöðu haustið 2008 til þess að ná neinu fram í þessu efni.

Samningur Svavars var skárri en augljóslega gerður við erfiðar aðstæður sem voru á þeim tímapunkti.

Allan tímann fannst þeim, sem voru að reyna að vinna að því að láta Íslendinga komast út úr spennitreyju hörku Breta og Hollendinga með tilheyrandi áhrifum þeirra á AGS og aðrar þjóðir, uppi við vegg.

Það er auðvelt fyrir okkur eftir á að finna að því sem gert var í þessari nauðvörn Íslendinga þar sem menn reyndu að gera sitt besta með misjöfnum árangri.

Ómar Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er alltaf gaman að sjá hvernig flokksblindan bindur flesta í báða skó.  En þetta sýnir bara hvað menn eru lítilla sanda og lítilla sæva. 

Einar Þór Strand, 10.4.2010 kl. 11:03

4 Smámynd: Elle_

Íslensk stjórnvöld voru í herfilegri aðstöðu haustið 2008 til þess að ná neinu fram í þessu efni.

Allan tímann fannst þeim, sem voru að reyna að vinna að því að láta Íslendinga komast út úr spennitreyju hörku Breta og Hollendinga með tilheyrandi áhrifum þeirra á AGS og aðrar þjóðir, uppi við vegg.

Ómar, ég er sammála þessum 2 setningum, en aldrei verður Svavars-samningurinn skárri en nokkur skapaður hlutur, þó stjórninni hafi verið stillt upp við vegg.   Icesave-nauðungarsamningar verða allir ólögvarðir fjárkúgunarsamningar gegn íslenskum almenningi og ættu ekki að líðast og munu ekki líðast.   Og skömmin er Icesave-stjórnarinnar, NÚVERANDI STJÓRNAR.  

Elle_, 11.4.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband