Á Hala í Suðursveit

Ég er að borða morgunmat í Þórbergssetrinu í Suðursveit og vaknaði við gæsagarg, þær flugu blessaðar í oddaflugi inn yfir landið. Kjöt á flugi segja menn. Mikill er máttur skaparans. Það er greinilega vor. Ég er að spila brids á árlegu minningarmóti um Torfa Steinþórsson á Hala og er sem stendur í öðru sæti ásamt makker mínum Grétari Vilbergssyni snillingi frá Höfn. Og Þórbergur svífur yfir vötnunum, þessi andans snillingur sem gerði Suðursveitina og Hala í Breiðabólstaðatorfunni að ódauðlegum stöðum. Já, það er gaman að dvelja í Suðursveitinni og ekki er það verra að hér er mikið af Skaftfellingum sem eru hinir þægilegustu menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég öfunda þig af að vera á Hala veraldar. Góða skemmtun!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband