Alvöru vinna rannsóknanefnda!
12.4.2010 | 12:07
Rannsóknarnefndirnar virðast hafa unnið vinnuna sína. Niðurstaðan er greinargóð, skýr. Aðalleikendur í stjórnkerfi , ráðherrar, bankastjórar Seðlabanka og forstjóri Fjármálaeftirlits sýndu af sér vanrækslu og stjórnendur bankanna sýndu af sér vítavert siðleysi.
Það er mikil alvara fólgin í því að stjórna einu samfélagi. Það skiptir máli hverjir stjórna bönkum.
Og það er ljóst að okkur hefur mistekist að byggja hér upp gott, ábyrgt samfélag. Samfélag okkar er klíkusamfélag, kunningjasamfélag, ættarsamfélag. Hrokafullt, rotið, fákunnandi, smátt í sniðum.
Það er mikil alvara fólgin í því að stjórna einu samfélagi. Það skiptir máli hverjir stjórna bönkum.
Og það er ljóst að okkur hefur mistekist að byggja hér upp gott, ábyrgt samfélag. Samfélag okkar er klíkusamfélag, kunningjasamfélag, ættarsamfélag. Hrokafullt, rotið, fákunnandi, smátt í sniðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur.
Margt rétt hjá þér í þessu.
Þú gleymdir þó einum sem samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar sýndi líka af sér vítavert gáleysi og siðleysi líka.
Það er fyrrverandi bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson og fyrsti þingmaður ykkar Sunnlendinga.
Reyndar hef ég frétt að hann ætli enn og aftur að axla blessaður karlinn, svona rétt eins og þegar hann lét sig falla á sverðið korteri áður en hrunstjórnin sprakk.
Hann hvu víst vera að segja af sér sem varamaður í stjórn Mjólkurbús Flóamanna og einnig mun hann vera að segja sig úr varastjórn foreldrafélags Grunnskóla Selfoss.
Maðurinn er orðinn hokinn og axlasiginn af því að axla alla þessa ábyrgð.
En áfram ætlar þessi sperrileggur að sitja sem fyrsti þingmaður ykkar sunnlendinga.
Árni Johnsen hvað ?
Reyndar ætti líka að draga þáverandi formann Samfylkingarinnar ISG fyrir Landsdóm fyrir það aðvísvitandi halda mjög alvarlegum gögnum leyndum fyrir sjálfum bankamálaráðherranum svo mánuðum skipti.
Hún er reyndar smiðurinn en Björgvin G er bakarinn.
Gunnlaugur I., 13.4.2010 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.