Er þetta minnimáttarkennd í Íslendingum?

Það hefur komið á daginn að íslensk löggjöf á fjármálasviði er ófullkomin.  Það hefur einnig komið í ljós að við eigum erfitt með að taka ábendingum erlendis frá.  Hvernig er þetta á öðrum sviðum?  Þar sem ég þekki til í mannréttindageiranum er ástandið svipað.  Löggjöf er ófullkomim og íslensk stjórnvöld gera allt of lítið með ábendingar sérfræðinga t.d. frá Evrópuráðinu. Telja yfirleitt að um óþarfar ábendingar sé að ræða. Það er munur á löndum í þessum efnum.  Svíar fengu svolítið harða meðferð í skýrslu ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) miðað við það að þeir eru að flestu leyti til fyrirmyndar.  Þeir móðguðust ekki eins og stundum gerist en sendu bréf um hæl og báðu um frekari útlistanir og fyrirmæli.  Mér finnst að Íslendingar bregðist við með því að látast ekki heyra.  Með hugarfarinu við vitum best. þetta er þó ekki algilt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er minnimáttarkend.  Hún er ansi sterk á landinu.  En Íslendingar kalla hana "að vita betur".

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

ECRI hlýtur að vera afar merkileg nefnd á sínu sviði úr því að Svíar af öllu fólki skuli biðja um útlistanir og fyrirmæli. En heldurðu Baldur að Svíarnir muni nokkuð gera með hinar ágætu útlistanir og fyrirmælin fínu? Eins gott að einhver veitir Svíunum aðhald eins og er svo mikið í tísku um þessar mundir. Evrópa væri sjálfsagt í vondum málum ef ECRI nyti ekki við.

Gústaf Níelsson, 20.4.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! Ég vildi að þú teldir ekki alltaf nauðsynlegt að vera svona háðskur.  BKv.  baldur

Baldur Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband