Óhæfir stjórnendur!
18.4.2010 | 20:05
Gott hjá Margréti Tryggvadóttir í Silfrinu í dag að benda á flokkshugsunarháttinn. Fólk segir af sér af því að það er best fyrir flokkinn. Þetta er lærður hugsunarháttur innan flokkanna og gerir þá varhugaverða sem stofnanir eins og reynslan sýnir. Ég er fyrst og fremst Sjáfstæðismaður yst sem innst sagði brottrekinn sveitarstjóri nýlega. Þetta er voðalegt að heyra þetta. Það versta er að flokksdýrin eru svona upp til hópa, forystumenn sem óbreyttir, og finnst það eðlilegt. Útkoman er sú að flokkarnir sjá okkurmeira og minna fyrir stjórnendum sem eru ófærir um að stjórna með almannaheill í huga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Þessi flokkshyggja er ekki þjóðinni til góðs. Hvað ætla margir flokkstrúir menn kjósa sjálfstæðisflokkinn næst?
Úrsúla Jünemann, 19.4.2010 kl. 09:45
Fyrirgefðu Baldur - þú áskilur þér rétt il þess að eyða út ummælum sem þú telur ekki vera við hæfi - skil það
FLOKKSDÝRIN ertu að tala um fólk eða????
Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 11:33
Sæll! Fyrirgefðu þetta er auðvitað ótækt. þakka þér fyrir. BKv. baldur
Baldur Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.