Alþjóðadagur gegn homofóbíu!

Í dag 17. maí er alþjóðadagur gegn homofóbíu. Af því tilefni skorar Þorbjörn Jagland framkvæmdastjóri Evrópuráðsins á aðildaríki að hefja sig upp fyrir alla fordóma í garð lesbía, homma og tvíkynhneigðs fólks.  Ríki Evrópu eru þessi árin, ekki síst  fyrir tilstilli Evrópuráðsins,  að hreinsa alla löggjöf af mismunun sem byggir á mismunandi kynhneigð fólks þ.m.t. hjónabandslöggjöfina.

Það er mjög mikilvægt að ganga alla leið.  Hommar og lesbíur hafa mátt búa við fyrirlitningu, ofbeldi og útskúfun, höfnun.  Ungt fólk hefur grátið, verið rekið frá sínum nánustu, lifað með leyndinni, höfnuninni, ógeðslegu bröndurunum, verið annars flokks sýningardýr, lifað með skömmustutilfinningu, ótaldir  tekið líf sitt. Það er kominn tími til að við réttum kúrsinn,  förum í huganum í iðrunargöngu, horfum í augun á hvort öðru sem manneskjur, tökum utan um hvert annað, reisum hvort annað við, rísum upp til nýrrar hugsunar, endurskoðum þá hugsun að það á einhvern hátt dragi úr gildi hjónabandsins þó að allir njóti þess, höfnum þeirri klisju að Jesú Kristur hefði staðið gegn því  að allir stæðu jafnréttir(!).  Kristur samdi enga siðareglugerð, hann fór ekkert yfir sviðið. Í stórum dráttum gaf hann hins vegar þá grunnreglu að elska alla og virða. Á þeirri hugsun hans og annarra hefur mannréttindastarf í veröldinni byggst eftir heimstyrjaldirnar tvær á síðustu öld.  Geltum á alla fordóma í garð samkynhneigða.  Sjáum til þess að upp vaxi kynslóðir lausar við slíka fordóma.  Göngum alla leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill.  Tek undir með þér frá a-ö. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.5.2010 kl. 17:56

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skýrt og skorinort - takk fyrir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.5.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband