Á ferð um landið- 2. dagur-um Dali, Húnavatnssýslur og Skagafjörð.

Ég bið ekki nokkurn mann að lesa þessu skýrslu um hringferð mína. Ekki komið inn á hrun eða eitthvað slíkt.  Aðeins sett hér inn til eilífrar varðveizlu.

Vaknað er í Stykkishólmi og að sjálfu leiddi að lagt var af stað þaðan. Fyrst hélt undirritaður að landið hefði umturnast en í ljós kom að ekið var til baka í Bjarnarhöfn þar sem Björn austræni Ketilsson bjó og getið er um í Landnámabók.  Hann var bróðir Auðar djúpauðgu og Helga Bjólu og var sá eini þeirra systkina sem hélt tryggð við heiðna trú og lét ekki skírast.  Samt er þarna kirkja.  Þarna býr nú eldri maður Hildibrandur Bjarnason og hann stundar hákarlaverkun og hefur opið safn og er skemmtilegur og gaman er að skoða kirkjuna sem við fengum ekki að þessu sinni.

Síðan var ekið í vestur.  Narfeyri poppar upp í kollinn.  Þar bjó Vilhjálmur Ögmundsson stærðfræðingur sem dó 1965.  Skógarstöndin var ekin áfram.  Þar hefur ekkert breyst frá því að frændur mínir voru að reyna að búa þar fyrir fimmtíu árum. Grímur flutti erindi um eyjarnar í Breiðafirði  og Flateyjarbók.  Breiðafjörður var matarkista norðursins.  Við sáum haförn.  Í Dölunum hefur heldur ekki þurft að fara fram umhverfismat.  Þar er bær og bær á stangli eins og á tímum Laxdælu.  Eini munurinn er sá að nú eru ekki lengur skrifaðar sögur um fólkið sem þar býr og langt er síðan Gunnar á Hlíðarenda hefur komið í heimsókn til að gabba fólk.  Við námum staðar á Eiríksstöðum þar sem hressilegur bóndasonur frá Vatni skemmti okkur með sögum af  Eiríki rauða og öðrum þeim glönnum sem héldu vestur um haf áður en flugið var fundið upp og höfðu átt heima þarna.  Hann var mjög upplífgandi maðurinn.

Síðan var ekki farið vestur í Saurbæ, þar sem við Karl leiðsögukennari þekkjum okkur vel, en farið um Laxárdal norður í Hrútafjörð og hrundum í hamborgara í hinum nýja Staðarskála.  Magnús Gíslason var frumkvöðull og stofnaði Staðarskála ásamt sínu fólki 1961.  Ekkjan hans, Bára,  afgreiddi mig á kassa 1.  Ég mundi eftir henni frá því að ég var tíu ára drengur í sveit á næsta bæ.

Áður en við vitum af erum við komin inn á Hvammstanga og skoðum þar áhugavert Selasafn í fallegasta húsi bæjarins.  Förum ekki fyrir Vatnsnes að skoða seli (Við fórum niður í sellátur á sunnanverðu Snæfellsnesi).  Ég bendi ásamt fleirum á Borgarvirki í Húnavatnssýslum þar sem varist var.  Þingeyrarkirkja er sérstök.  Kolugljúfur í Víðidal er óvænt náttúruundur.  Ekki er komið við hjá Gretti Ásmundssyni.  Man næst eftir mér í Víðmýrarkirkju í Skagafirði.  Á Víðmýri bjuggu Ásbirningar helstur Kolbeinn Tumason sem orkti: Heyr himna smiður/hvers skáldið biður.  Kolbeinn var einn voldugasti maður á Íslandi um sína daga (1208-1245).  Um átök Sturlungaaldar, um Víðimýri, Flugumýri, Flóabardaga og annað slíkt væri hægt að talum í hundrað daga án hlés.  Við kíkjum næst á  glugga í Glaumbæ. Gleymum ekki Bólu-Hjálmari á leið  framhjá Bólu, höldum á Öxnadalsheiði förum um Öxnadal (þessi leið var valin, hef ég heyrt fyrir þjóðveg, vegna þess að það bjuggu svo margir Framsóknarbændur í Öxnadal. Vegurinn um Hjaltadal hefði verið ekki síður ákjósanlegur).  Minnumst þjóðskáldsins Jónasar þar sem háir hólar/hálfan dalinn fylla, skiljum helstu gellurnar eftir á Akureyri og brennum á Öngulsstaði sem er tíu mínútum suð-austur afAkureyri og ung hjón reka huggulega bændagistingu í skemmtilegu og nýlegum húsakynnum.  Þar fengum við gott að borða og gott viðmót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband