Prófkjör og Rumpulýður
22.1.2007 | 17:19
Spádómsgáfafan brást, einnig pólitíska nefið. Bjarni sterkari en ég hélt. Skaði að Hjálmar detti út. Frjálslyndur menntamaður Hjálmar. Er hann ekki eini Framsóknarþingmaðurinn sem er langskólagenginn? Ekki það að ég sé að lasta þá sem lært hafa í skóla lífsins eða hafa próf frá Bifröst, en fjölbreytnin sakar ekki.
Nú er það þannig að Bjarni er auðkýfingur á andlega sviðinu og þjóðháttafræðingur frá H.Í. þannig að milli þeirra Hjálmars eru jöfn skipti og Bjarni hefur í sér þann eldlega neista sem gæti gert annað sætið að þingsæti. Þingmaður verður hann spái ég og erfir forystusæti Jarlsins frá Brúnastöðum , sem ekki heldur úti mörg ár í stjórnarandstöðu.
Nóg um þetta. Bölvaður rumpulýður er innanum hér í Þorlákshöfn, að kveikja í til að hylja slóð sína og svo er manni gestkomandi kastað út í snjóinn og kuldann á nærklæðum einum fata. Það er greinilegt að sumum Íslendingum gengur illa að aðlagast venjulegum mannasiðum. þetta lið er velkomið til kirkju. það hefði gott af að heyra söguna um miskunnsama Samverjann svona hundrað þúsund sinnum.
Annars má ég ekki vera svona dómharður. þessir krakkar sem kveiktu í eru líka einhvers konar fórnarlömb og hafa ábyggilega sum hver aðlagast eiturlyfjum og án þess að dregið sé úr ábyrgð einstaklingsins þá eru fleirii ábyrgir t.d. það samfélag sem setti sér það markmið að gera Ísland eitulyfjalaust árið 2002 og hefur ekki sýnt neinn eldmóð', neina baráttu eða neitt sérstakt vit í þeirri baráttu. það má segja að barátta stjórnvalda við eiturlyfjaógnina minni um margt á leik íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í gær en það er önnur saga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Facebook
Athugasemdir
Já, þeir geta barið sér á brjóst ráðamenn þjóðarinnar á háitiðis- og tyllidögum og búið til frasa eins og Ísland án eiturlyja árið 2000 (ekki 2002) sem reynist svo bara froðusnakk!!
Guðrún S Sigurðardóttir, 22.1.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.