Núpsvirkjun -nei takk

Þjórsá, andspænis Núpnum, þar sem hún rennur niðurhjá Fossnesi í Gnúpverjahreppi,  straumhörð og lygn á víxl, skógi vaxnar eyjar, slútandi klettar, þetta er virkilega fallegt svæði, austanmegin Hekla, vestan megin Gnúpurinn og Miðfellið, vel gróið, fallegt, fjölbreytt landssvæði, að mínu viti einhver fallegasti staðurinn í og við Þjórsá.

 

Þessi fallegi og fjölbreytti árfarvegur fer allur undir lón, uppistöðulón ef Núpsvirkjun verður veruleiki. Mér skilst að að reiknað sé með þessari virkjun til þess að framleiða raforku fyrir álverið í Straumsvík.

 

Ég tel að menn hafi látið villa sér sýn að þetta er virkjun í byggð og því ekki tilræði við óspillt víðerni íslenskra öræfa eða hálendis.  Farið þarna og sjáið þá náttúru sem þarna fer undir tilbreytingarlaust lónið.  Mér finnst þetta skelfilegt tilræði við það fagra land sem við höfum nú og eigum öll hlutdeild í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mæl þú manna heilastur. Þar eð ég er nýkominn í bloggheima og er að læra á það kerfi máttu vita að ég ætlaði að sjálfsögðu að taka á móti þér sem bloggvini og hækkað þig á blogglistanum en klúðraði því svo að þú dast út. Það var ekki ætlunin og ég sé það ráð best núna að senda þér beiðni um að reyna þetta aftur. Nú er Sól á Suðurlandi að fara af stað og gaman væri að sjá þig þar á ferð þegar á þarf að halda.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Axel Árnason

Nú er ég líka kominn í bloggheiminn.

Varðandi virkjanir í neðri hluta Þjórsár er bara eitt að segja og það er Nei. Við viljum þessar virkjanir ekki. Suður í Írak hafa valdamenn selt olíufélögum lindir Íraks í hendur til 30 eða 40 ára. Nánast allur arðurinn fer í þeirra vasa. Það sama er upp á teningnum hér. Erlendum stórfyrirtækjum er seld íslensk náttúra fyrir ekki neitt og komandi kynslóðar þurfa að rísa upp gegn slíku arðráni og fá í hendur spillta náttúru.

Þú ert í Framsóknarflokkum, og hvernig væri að sólin færi að skína þar innan dyra?

Axel Árnason, 23.1.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hvernig veistu hvort að ég er í einhverjum flokki, þessum eða öðrum.  Í öllu falli get ég upplýst þig um það að ég gegni ekki neins konar trúnaðarstöðu eða áhrifastöðu  í neinum stjórnmálaflokki, hvorki þeim sem þú nefndir eða öðrum. Þess vegna get ég ekkert hjálpað þér ef þú vilt að sólin fariað skína einhvers staðar innandyra í flokkum.

Baldur Kristjánsson, 23.1.2007 kl. 15:48

4 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Það eru nú hæg heimatökin hjá ykkur tveimur að fá sólina til að skína...með ykkar himnesku sambönd

Sigþrúður Harðardóttir, 23.1.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég verð skelfingu lostin við tilhugsunina um virkjun á þessum fallega stað. Ég segi líka - nei takk.

Guðrún S Sigurðardóttir, 23.1.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband