Sjálfstæðisflokkur til fyrirmyndar!
28.6.2010 | 09:59
Ein af meinsemdum íslenskra stjórnmála og ástæðan fyrir því að þrír af höfuðflokkum í landinu Íslandi eru klofnir niður í rót er sú að þeir taka ekki afstöðu í grundvallarmálum. Flokkarnir eru frekar félagsleg og genetísk fyrirbæri en skoðanahópar. Hver flokkur reynir að rúma allar skoðanir. Í staðinn fyrir að leitast við að leiða lofa þeir kjósendum því að skoða málin. Þetta er meira framgengið hér en annars staðar nema þá hugsanlega í ennþá minni ríkjum. Útkoman er stjórnmálaíf sem skilar ekki árangri heldur flýtur áfram frestandi og fumandi.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur gengið lengst í þessu sem öðru breytt um takt. Tekið upp afgerandi stefnu í ESB málum. Hann er einfaldlega á móti inngönguþreifingum Íslands í ESB svo það sé nú orðað með einföldum hætti. Áður hefur hann tekið eindregna afstöðu með kvótakerfinu. Tekið eindregna afstöðu með einkavæðingu hvers konar. Hann er smám saman að haska upp um sig buxurnar og taka afstöðu í málum. Samfylkingin hefur gert þetta í ESB málum en mætti gera í fleiri málum. VG eru eins og þeir eru. Framsókn ein er þannig að þeir sem hana kjósa vita ekkert hvað þeir fá. Í stað þess að vera miðjuflokkur sem tekur afstöðu til mála liggur miðja allra mála um flokkinn þveran.
Sjálfstæðisflokkurinn er sem sagt til fyrirmyndar eins og svo oft áður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér Baldur, stuðning við heiðarleika.
Á Íslandi er ekki til hreinræktaður hægri flokkur. Á Íslandi er hinsvegar til róttækur vinstri flokkur sem heitir nú um mundir VG og er hann með nokkrum götum þó, og svo höfum við Framsóknar flokk sem getur verið til hægri vinstri eftir hentugleikum. Það er ekki á vísan að róa þar.
Svo er það nafna flækingurinn sem nú heitir Samfylking og er örlaga drusla allra stjórnmála á íslandi alla tíð hverju nafni sem nefnst hefur. Það þíðir ekki að allir kratar í afskiptum af stjónmálum hafi verið alla tíð verið ósæmilegir, en það eru þeir í dag.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.6.2010 kl. 12:20
Sérhver er nú "fyrirmyndin", eða hitt þó heldur. Veit ekki betur og hlusta á það í fréttum að menn innan þessa flokks séu að undirbúa stofnun á nýjum hægriflokk. Talandi um klofning í herðar niður...
Þetta er sami viðbjóðurinn og hinir flokkarnir, hann bara heitir annað.
Dexter Morgan, 28.6.2010 kl. 12:36
Mikið sammála greiningu þinni Baldur. Það er erfitt fyrir flokka að hafa "sjáum til" afstöðu í stórum málum. Þessi afgerandi skoðun Sjálfstæðisflokksins í þessu máli ætti að styrkja flokkinn frekar en hitt.
Axel Þór Kolbeinsson, 28.6.2010 kl. 12:50
Sjaldan verið ánægðari með minn flokk,veit að hér í dreifbýlinu verður þessi eindregna afstaða hans gegn ESB honum til fylgisaukningar og vegur örugglega upp á móti því þó Benedikt Jó,Þorsteinn Páls.,Ólafur Stef. og einhverjir fleiri fari í fýlu.
Ragnar Gunnlaugsson, 29.6.2010 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.