Undarlegur ótti við ESB!

Undarlegur ótti sem hefur gripið um sig meðal Íslendinga við ESB.  Þetta er bandalag sem upphaflega er stofnað af  6 þjóðum í Evrópu brenndum af stríðsátökum, stofnað til friðar og farsældar, aðildarþjóðirnar eru nú 27.  Ísland er aukaaðili í gegnum evrópska efnahagssvæðið og  undirgengst nú um 80% af sameiginlegum ákvörðunum bandalagsins.

Ástæðan fyrir því að ég styð aðildarferlið er ekki endilega sú skoðun mín að kjör almennings muni batna á Íslandi við inngöngu og byggð muni styrkjast í dreifbýli. Ástæðan  er sú að innan bandalagsins fer fram mikilvægt mannréttindastarf.  Evrópusambandið hefur tekið forystu í öllu sem lýtur að vinnuréttarmálum, neytendamálum og hefur í veröldinni lagt lóð sitt á vogarskálar friðar og farsældar.  Evrópuráðið heldur forystunni í mannréttindamálum í okkar heimshluta.  Ekkert markvert hefur gerst á þessum sviðum innan þjóðríkjanna án frumkvæðis ofangreindra samtaka.

Það er búið að ljúga því að íslenskum bændum að útlendingar komi og taki jarðir þeirra, vatnið og fiskinn.  ESB aðild opnar ekki á nokkuð slíkt.  Hún ætti þvert á móti vernda auðlindir gegn ásókn gírugra innlendra sem erlendra aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Síra Baldur !

Það er ánægjulegt; að þú skulir vera kominn á ný, til skrifa hér, á Mbl. vefnum.

Mér leiðast yfirleitt; þegar beztu menn, sem þú, til dæmis, fara með örgustu öfugmæli, í skrifum. Eða; ........ eru ESB þjóðir, ekki aðal uppi staðan, í morðverksmiðjum NATÓ, út um víða veröld, í dag, til dæmis í Mesópótamíu (Írak) - Baktríu (Afghanistan), svo dæmi séu tekin, auk undirróðurs stríðsátaka, austur á Kóreuskaga, allt; í stöku vinfengi, við Bandarísku heimsvaldasinnanna ?

Hver voru; mannréttindi þrælanna, í gömlu Evrópsku nýlendunum, á sínum tíma ? 

Hvað; sjávarútveg og landbúnað, sem og ófundnar auðlindir - sem fundnar, til lands og sjávar, skulum við minnst tala - langtíma markmið ESB eru öllu viti bornu fólki auðsæ, hafir þú ekki eftir tekið, klerkur góður.

Útúrsnúningar; sem og hræsni og yfirdrepsskapur, eru ykkur ESB fylgjurum ekkert til nokkurs framdráttar, þegar upp er staðið.

Eigum við ekki; að halda okkur, við staðreyndir mála, Síra Baldur ?

Með kveðjum nöprum - sem gremju; úr Efra- Ölvesi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:43

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gamla góða asklokið fyir himinn Óskar minn, það klikkar ekki. Veit ekki hvort afkomendur þínir eru jafn hrifnir af Bjarti í Sumarhúsum og þú ert.

Finnur Bárðarson, 29.6.2010 kl. 17:01

3 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Finnur !

Í hvaða form; útúrsnúninga og firru, má flokka þessa athugasemd þína, samhengislausa - með öllu, ágæti drengur ?

Með; ámóta kveðjum, sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:56

4 Smámynd: Lárus Baldursson

Það er búið að færa lífskjör á íslandi aftur um 50 ár og meira til samræmis við fátækari hluta álfunar, og þá er það aðalmálið að ganga í ESB, þannig að eignir okkar eru verðminni núna og lífeyrissjóðir okkar tómir, nei þá á að ganga í ESB, og svo skuldsetja skattborgara til að greiða Icesave, þannig að frumkvæði hér á landi verður að engu og eingöngu beðið eftir tilskipunum frá skrifræðisbatteríinu, markaðurinn mun sjá til þess að bændur á íslandi munu deyja út, af hverju má ekki bíða með þessa umsókn? eða er þetta  skipulagt rán á eignum og auðlindum íslendinga.

Lárus Baldursson, 30.6.2010 kl. 00:13

5 identicon

Baldur, ég er alvega hjartanlega sammála færslunni þinni

Þetta er algerlega eðlileg þróun og það sem ungt fólk heima í Þýskalandi segir mér þegar ég er að tala við það um ESB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband