Dómurinn í Strazburg!
1.7.2010 | 10:51
Horst Michael Schalk and Johann Franz Kopf, eru Austurríkismenn fæddir 1962 og 1960 og búa í Vín. Tveir karlmenn í sambúð.
Þeir hafa farið fram á að fá að ganga í hjónaband en því verið hafnað af Austurrískum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóllinn Í Strasburg hefur nýverið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að kveða upp úrskurð gegn þeirri ákvörðun Austurrískra stjórnvalda. Málið var höfðað með tilvísun til 12. Og 14. Greinar Mánnréttindasáttmála Evrópu en þessar greinar fjalla um rétt fólks til hjónabands og fjölskyldulífs. En hvað þýðir þetta:
Á mannamáli þýðir þessi dómur það að hvert ríki fyrir sig geti ákveðið það lagalega hvortað samkynhneigðir geti gengið í hefðbundið hjónaband (þ.e.a.s. hvort að ein
hjúskaparlöggjöf sé) en sé ekki bundið af 12. grein eða 14. grein Mannréttisáttmála
Evrópu sem fjalla um rétt fólks til hjónabands og fjölskyldulífs. Þessi niðurstaða var
4-3 varðandi 14. grein. Kjarninn kannski þessi:
The Court underlined that national authorities were best placed to assess and respond to
the needs of society in this field, given that marriage had deep-rooted social and
cultural connotations differing largely from one society to another.
Punkturinn er að Dómstóllinn telur með 4 atkvæðum gegn-3ur að ríki þurfi ekki að breyta
lögum sínum til þess að samrýmast Mannréttindasáttmálanum að þessu leyti- nægilegt sé að
vernda sambúðarformið þar sem ekki sé orðið um almenna siðvenju að ræða. Þau þurfa þess
ekki og Austurríki hefur ekki gert það.
Annars er um þetta auðlesið:
http://cmiskp.echr.coe.int/tkp197/view.asp?action=html&documentId=870475&portal=hbkm&source=externalbydocnumber&table=F69A27FD8FB86142BF01C1166DEA398649
þau níu ríki þ.á.m. Ísland sem samþykkt ein hjúskaparlög eru samt til fyrirmyndar enda er
ekki verið að fjalla um hvort að hér sé um æskileg mannréttindi að ræða eða ekki.
Pendúllinn er að snúast og Dómstóllinn mun örugglega eins og hann gefur í skyn breyta
niðurstöðu sinni þegar fleiri ríki hafa farið í fótspor þeirra níu sem til fyrirmyndar
eru.
Það var skaði að ekki skyldi reyna á viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu( en
hvorki Austurríki né Ísland hafa staðfest hann). Viðaukinn bannar hvers konar mismunun og
mannréttindafólk á Íslandi ætti að berjast fyrir staðfestingu hans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki beinlínis hefðbundið að samkynhneigðir gangi í hjónaband, Baldur? Hugmyndafræðileg nýmæli af þessu tagi þurfa grundvallarumræðu í frjálsa og opna samfélaginu og óþarfi af ykkur mannréttindafrömuðunum að þroða nýmælum ofan í kokið á fólki.
Þótt enginn sé ég spámaðurinn, spái ég því að þessi mannréttindanýmæli eigi eftir að verða endalaus uppspretta háðs og spotts í garð samkynhneigðra, illu heilli. Svo verður spennandi að fylgjast með tölfræði nýmælanna.
Gústaf Níelsson, 1.7.2010 kl. 22:32
Þessir Austurríkismenn fengu EKKI staðfestingu Mannréttindadómstólsins á því, að almennt viðurkennd mannréttindi, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, krefjist þess, að lönd álfunnar setji lög um hjónaband fyrir karl og karl, konu og konu. Þess verður jafnvel ekki krafizt með tilvísan til slíkra grunn-mannréttindaákvæða, að samkynhneigðir eigi lagalega heimtingu á staðfestingu sambúðar með tilheyrandi réttindum, skv. dómnum sem við í Kristnum stjórnmálasamtökum höfum þegar fjallað um hér: Hjónabönd samkynhneigðra ekki mannréttindi. – Með kveðju,
Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 10:42
Réttur er tengillinn þannig :
Hjónabönd samkynhneigðra ekki mannréttindi.
Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 10:46
PS. Straßburg = Strasbourg.
Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 10:47
Ég skrifa Strassburg með ýmsum hætti Jón Valur og það er ekki af vanþekkingu! BKv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 12:46
Gott og vel, en Strazburg – er þetta einhver staðbundin mállýzka?
Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 14:14
Nú vil ég ekki fara í hart við þig um þetta málaséní sem þú ert. En ég hef örugglega séð þetta með z-unni(Þú veist að ég hef verið þarna þó nokkuð). Getur ekki verið að þetta sé gömul þýska? Kv. B
P.s. Það er svo hins vegar alveg rétt hjá þér og Gústav að hjónaband samkynhneigðra er ekki almenn viðurkennd mannréttindi. B
Baldur Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 14:59
Þetta er notað víða svona m.a. af tyrkneskum mönnum og þaðan kemur þetta sennilega í mig, ég vinn mikið með einum slíkum. Kb. B
Baldur Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.