Klambratún æsku minnar endurborið!

Klambratún æsku minnar komið aftur. Þakka ykkur fyrir borgarfulltrúar skynseminnar.  Haldiði áfram.  Lagiði Skáldastíg upp að Unuhúsi og merkið hann. Merkið gönguleið Þórbergs og Erlendar í Unuhúsi þegar Erlendur sótti Þórberg í Bergstaðastrætið þar sem hann var að dauða kominn af hungri.  Fæddist ekki Halldór Laxness við Laugarveginn?  Hvar?  Hvar er sýningin um Guðjón Samúelsson?  Möguleikarnir til þess að gera Reykjavík að skemmtilegri borg eru óþrjótandi nú. Haldið áfram að gera lífið skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tek undir fögnuð þinn með nafnið Klambratún.

Reyndar tel ég líklegt að margir hafi haldið áfram að nota það nafn þó borgaryfirvöld hafi lýst yfir nafnabreytingu.

Það getur hins vegar valdið misskilningi ef menn nota mismunandi heiti yfir sama fyrirbærið og því gott að fá þessa ákvörðun.

Flosi Kristjánsson, 9.7.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála en ekki líst mér á að fara að heiðra danskan mann af þessu tilefni.

Klömbrur voru býli í Reykjavík sem Maggi Júl. Magnús, læknir og borgarfulltrúi, lét byggja árið 1925 á landi rétt austan við svæðið þar sem nú er hverfið Norðurmýri í Reykjavík. Nafn býlisins var dregið af fæðingarbæ Magga, að Klömbrum í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu.

Eftir tæplega áratugs búrekstur Magga komust Klömbrur í eigu dansks manns sem rak þar í fyrstu býli, en kom þar síðar á legg svínasláturhúsi og reykhúsi. Klömbrur og Klambratún komust í eigu bæjarins 1946. Bæjarhúsin voru rifin 1965.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.7.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka fyrir upplýsandi athugasemdir. Sjálfur amn ég vel eftir gömlum bæ og utihúsaræksnum , moldagöngustíg, þarna í gegn, á árunum fyrir 1960. Mér finnst einhver hafa verið þar en hann var mjög óáreitinn og við aldrei skammaðir pollarnir þo við værum eitthvað að þvælast þarna.

Baldur Kristjánsson, 9.7.2010 kl. 13:13

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég man vel eftir þessum bæ kringum 1960 því ég bjó þar rétt hjá. Klambratún var ekkert augnayndi, sundurgrafi af skurðum og eitt forarsvað í miklum rigningum. Einu sinni gekk ég upp Skáldastíg upp að Unuhúsi en þá kom eigandinn út og skammaði mig fyrir að vera að ganga einkastíg. Það kemur ekki til mála að borgin merki slíka stíga svo fólk eigi þá von á vandræðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 13:28

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki rekur mig minni til þess Baldur, að þú eða fleiri strákar sem bjuggju austan Stakkahlíðar í upphafi Viðreisnar hafið leikið ykkur mikið á Klambratúninu. En hvað um það. Klambratúnið var að sönnu leikvöllur barna úr Hlíðahverfinu og Norðurmýri og minnist ég þess að strákarnir úr Norðurmýrinni léku sér fyrir vestan mitt túnið og Hlíðastrákarnir austar. Og samskiptin voru ekkert sérstaklega mikil, nema kannski á Valsvellinum við Hlíðarenda. Endurgerð og fegrun túnsins var lofsverð á sínum tíma, en nafngiftin Miklatún miskukkuð og alltaf gekk túnið undir Klambartúnsnafninu í hugum þeirra sem áttu það að leiksvæði.

Gústaf Níelsson, 10.7.2010 kl. 21:25

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er rétt hjá þér ég lék mér nær aldrei þarna. En ég fór oft þarna um frá horninu á Miklubraut og Stakkahlíð að horni Flókagötu og Rauðarárstígs eða öfugt. þar hafði mótast göngustígur í svörðinn.  Eitthvað vorum við líka að væflast kringum húsin en stígurinn lá þar um. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband