Fjölskyldubýli á Klambratún?

Það er aldrei nokkur maður á Klambratúni.  Íslendingar kunna ekki að meta svo bletti. Í gamla daga gengu margir skáhallt yfir túnið niður í bæ eða upp í Hlíðar.  Nú sést þar ekkert nema bein tré og nýslegin tún.  Einn og einn skokkari passar sig á að vera nálægt Miklubrautinni.  Á Klambratúni mætti setja upp íslenskt fjölskyldubýli eins og það var fyrir miðja síðustu öld.  Sjö kýr, sextíu kindur, hani, hænur, hundur, hestur, bóndi, húsfreyja, vinnumaður, fjórir krakkar.  Hestarakstrarvél.  Nóg er til af skepnunum og fólkinu atvinnulausu sem myndi ganga til allra verka, á vöktum,  í búningum sínum, árið um kring.  Allir grunnskólakrakkar og leikskólakrakkar myndu koma þarna árlega og tugþúsundir ferðamanna innlendir sem erlendir. Þarna ætti að setja upp styttu af  Torfa í Ólafsdal með ljáinn og vísa áhugasömum vestur í Dali.

Svona sögubýli myndi þrífast í hringiðunni þar sem fólkið er.  Hefur verið reynt í fábýlinu og er vonlaust þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í borgum er fátt ómetanlegra en græn svæði þar sem fáir eru á ferli en alltaf einhverjir. Og þessi fáu njóta þess að draga sig út úr hringiðunni. Skil ekki hvers vegna menn heimta alls staðar ys og þys, að hvergi megi vera griðastaðir inni í þéttbýli. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Satt báðir tveir. Ég var í Skólagörðunum þegar þeir voru og hétu, en það er horfið eins og allt annað.Það er gott að hafa svokallað (lunga) í hverjum bæjarhluta, en það er ekki mögulegt fyrir borgarstjórana að spara þessa græni bletti sem voru úti um allt. Það verður alltaf að "gera meira" en fyrirrennararnir og ekkert má vera eins og það hefur alltaf verið! Flugvöllurinn og þessi "umferðamiðstöð"er eitt dæmi um þessa áráttu. Þetta "má" alveg vera svona, höfnin og slippurinn hefðu mátt vera höfn og slippur áfram. Trillukörlunum er bara hent út fyrir snobbstaði og fer þar með heil stétt fiskimanna á ruslahauga borgarmenningarinnar. Andskotinn taki helvítis hyskið.

Eyjólfur Jónsson, 9.7.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Klömbrur voru býli í Reykjavík sem Maggi Júl. Magnús, læknir og borgarfulltrúi, lét byggja árið 1925 á landi rétt austan við svæðið þar sem nú er hverfið Norðurmýri í Reykjavík. Nafn býlisins var dregið af fæðingarbæ Magga, að Klömbrum í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu.

Eftir tæplega áratugs búrekstur Magga komust Klömbrur í eigu dansks manns sem rak þar í fyrstu býli, en kom þar síðar á legg svínasláturhúsi og reykhúsi. Klömbrur og Klambratún komust í eigu bæjarins 1946. Bæjarhúsin voru rifin 1965.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.7.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband