Spítali á röngum stað?

Ég get ekki að því gert að mér finnst nýi spítalinn í Reykjavík fyrirhugaður á röngum stað. Þó að hinnýja tillaga sem kynnt hefur verið virðist skárri en aðrar útfærslur þá tekur þetta bákn hlutfallslega allt of mikið pláss af hinni gömlu Reykjavík.   Væri ekki betra að fara með þetta gargan upp fyrir Reykjavík þar sem fljótlegra yrði að koma að honum úr öllum áttum.  Og byggja meira af venjulegum húsum þarna á móti suðrinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessu verður ekki breytt úr þessu Baldur.

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 17:34

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Mér er óskiljanlegt Baldur hvers vegna menn vilja troða nýjum spítala niður við Hringbrautina. Nær þætti mér að setja hann niður við Vífilsstaði, sem er bæði miðsvæðis og býður upp á landrými ( svo ekki sé nú skírskotað til sögu staðarins um íslensk heilbrigðismál). Heldurðu að ekki búi mikilvæg og fagleg rök að baki staðsetningu við Hringbraut? Eða er fagmennskan stundum ekkert annað en asnastrik í faglegum búningum?

Gústaf Níelsson, 12.7.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Við erum sammála um eitthvað, merkilegt nokk.  ÉG held að það verði ekki aftur snúið eftir fyrstu ákvörðun.  Þá myndast hópur sem hefur hag af óbreyttu framhaldi. Svoldið svipað og í sjávarútveginum... BKv. B

Baldur Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband