Ţorbjörg Jóhannsdóttir ćtti ađ frá Fálkaorđuna!
12.7.2010 | 11:42
Ţađ er orđinn ţétt setinn bekkurinn í Skálholtsdómkirkju ţegar ég kem ţangađ á góđviđrissunnudegi í Júní. Ég hafđi frétt ađ kirkjukór vćri ađ fara ađ syngja og ákvađ kanna hvernig ţeir hefđu ţađ í öđrum sóknum án ţess ađ ţurfa ađ hlusta á prest inn á milli. Ţegar til kom ţá var ţetta kirkjukór Gnúpverja og Skeiđamanna, sem sagt kór Ólafsvalla og Stóra-Núpskirkju, og stjórnandinn var Ţorbjörg Jóhannsdóttir kirkjuorganisti og tónlistarkennari međ meiru og undirleikari Jón Bjarnason kantor í Skálholti.
Viđ feđgarnir komumst ekki fyrir á stólum Skálholtskirkju framar en á átjánda bekk. Međ ţví ađ skáskjóta höfđinu og kíkja milli hausa sá ég fram á fjórtánda bekk en Rúnar sá aldrei nema bakiđ á manninum fyrir framan sem var prímussinn í Skaftholti, sem er ţó ekki tiltakanlega hávaksinn eđa breiđvaxinn mađur og var í bláum taujakka, fallegum. Ég hafđi ekki áttađ mig á ţessu útsýnisleysi enda fć ég yfirleitt ađ sitja eđa standa fremst og horfa á hina. Vitaskuld á ađ hćkka sćtin eftir ţví sem aftar dregur. Fimm sentimetra hćkkun á röđ síđustu tíu bekkina gerir ekki nema hálfs meters hćkkun aftast, spillir engu í anatómíu kirkjunnar en myndi gjörbreyta ađstöđu ţeirra sem síđastir lenda en ţađ er víst fornkristilegt ađ reyna ađ bćta hag ţeirra ţó ţađ gleymist stundum.
Ţađ sem mig skorti í útsýni var bćtt upp međ ţví ađ hljómurinn í Selfosskirkju eins og hann barst til mín var aldeilis frábćr. Ţar lögđust á eitt frábćr kór og hinn of lítiđ auglýsti Skálholtshljómur. Kórinn er býsna góđur. Sautján konur sem stóđu í skjóli ţrettán karla sungu ţađ vel ađ ţau gerđu ţessa síđdegisstund eftirminnilega. Ekki spillti ţađ ađ lagavaliđ var lýrískt og ţjóđlegt og fjölbreytt og ekki of mörg lög og öll umgjörđin svona hispurslaus og eđlileg. Á ég ţar bćđi viđ stjórnandann og Jón Bjarnason organista sem spilađi undir eins og ţađ er kallađ og séra Eirík, hin vinsćla uppsveitarprest, sem kynnti lögin og fílósóferađi lítilsháttar svo ekki losnađi mađur viđ ađ hafa prestinn inn á milli en ţađ spillti engu nema síđur vćri.
Ţađ kom fram í máli séra Eiríks ađ kórinn hafđi veriđ á Hornafirđi og ćft upp ţetta prógram vegna ţeirra ferđar.
Ţorbjörg Jóhannsóttir er einn af ţessum snillingum sem gera kristnihald í sveitum mögulegt og ćtti ađ fá fálkaorđu. Hún hefur veriđ organisti og kórstjórnandi áratugum saman viđ mjög góđan orđstí og er hálfgerđ gođsögn í Hornafirđi og síđustu áratugina í Gnúpverjahreppi og nágrenni, á heimaslóđum en samt ágćtlega liđin. Ţađ er afrek ađ stjórna ţessum kór og gera hann svona góđan, ekki af ţví ađ söngvarar séu svo afleitir heldur vegna ţess hver ţeir eru góđir. Ţarna komu hljómfagrar alvöruraddir úr hverjum barka frá öllum helstu bćjum á Skeiđum og í Gnúpverjahreppi. Ţetta minnti svolítiđ á liđ Real Madrid, eintómar stórstjórnur, en Ţorbjörg hafđi ţađ framyfir Dóminsíoaní ţjálfara Madridinga ađ henni tókst ađ stilla ţessa strengi saman og hélt aftur af mönnum t.d. var karlmönnum lítiđ hleypt í einsöng nema ţeim Silla (Sigurđi Loftssyni) í Steinsholti sem hefur alveg sérstaka og ljúfa rödd og hetjubassanum Hauki Haraldssyni.
Konurnar fengu ađ spreyta sig meira í einsöng, tvísöng, ţrísöng og fjórsöng. Ţađ eru engin smá efni ţar t. d. í Ţóru Gylfadóttur og Helgu Kolbeinsdóttur sem sungu einsöng. Sama má auđvitađ segja um Jóhönnu Lillju Arnardóttur, Helgu Guđlaugsdóttur og Bergljótu Ţorsteinsdóttur sem sungu í ţrísöng og fjórsöng og svo er auđvitađ Kristjana Gestsdóttir viđurkennd Díva.
Nú er strákurinn minn orđinn leiđur á bakinu á prímussnum og farinn ađ greina í hinum flóknu steindu gluggum Nínu Tryggvadóttur pókemon kalla međ sverđ, byssur og nota bene krossa. Sagt er ađ menn séu heilt ár ađ ná sér eftir ađ hafa hlýtt á séra Egil Hallgrímsson útlista táknin og myndirnar á öllum 24 gluggum Nínu sem eru alveg sérstaklega einfaldir í allri stíl og myndbyggingu. En óeirđ stráksins kemur ekki ađ sök. Ţessi frábćri kirkjutengdi uppsveitarkór hefur lokiđ söngdagskrá sinni á alveg skikkanlegum tíma og hefur vit á ţví ađ syngja ekki upp prógrammiđ aftur ţó lófatakiđ sé gífurlegt og fólk rísi úr sćtum í fögnuđi sínum.
Kórinn hóf tónleikana á ćttjarđarstefinu Hver á sér fegra og Ţótt ţú langförull, söng svo ýmislegt og náđi hápunkti í Nú sefur jörđin sumargrćn. Söng svo aftur margt og endađi á vísum gamals Árnesings Eiríks Einarssonar Ţú Árnesţing viđ lag Sigurđar Ágústssonar, einkennislagi okkar Sunnlendinga, ef kórar byrja ekki á ţessum frábćra saung ţá enda ţeir á honum.
Heyrđu, annars. Var ekki bannađ ađ klappa í Skálholtsdómkirkju? Nú held ég ađ gamlir biskupar og prestar hafi snúiđ sér viđ í gröf sinni!! En ţegar mađur hugsar ţađ betur ţá er ţađ bara af hinu góđa. Ţađ er bara hollt og gott ađ snúa sér stundum. Alla vega vona ég ađ tilefni til ţess verđi nćg ţegar ég er dauđur. Léttum hinum framliđnu eilífa lífiđ.
Ég ţakka fyrir mig og strákinn.
(Birtist áđur í Dagskránni, sunnlensku fréttablađi)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2010 kl. 09:07 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.