Einvaldsklær á Hornafirði!
24.7.2010 | 22:05
Humarhöfnin, veitingastaður á Höfn í Hornafirði kemur þægilega á óvart. Hann er í öðru gömlu kaupfélagshúsanna í nágrenni við höfnina og byggir eins og nafnið gefur til kynna á humarréttum. Margt nýstárlegra humarrétta er þar að finna enda hefur einn eigenda Ari Þorsteinsson menntað sig og fengist við vöruþróun úr íslensku fiskmeti. Þetta er fantagóður staður þannegin að maður er í hálfgerðu vellíðunarsjokki þann dag allan sem farið var og því skynslamlegt að fara í hádeginu. Þarna er boðið upp á einvaldsklær og aðra frumlega humarrétti, venjulega humarrétti en einnig aðra fiskrétti og enn einnig kjötrétti. Hrifnastur var ég þó af djassaðri humarpizzu en öfundaði þó sessunaut minn sem fékk sér eina blúsaða. Þar sem ég er frekar jákvæður krítiker verð ég að nota sterk orð til að lýsa gæðum matarins. Þetta var matarupplifun.
Veitingahúsið sjálft stílhreint og fallegt. Þjónustan ágæt. Verðið í stíl við gæði þó ódýarara en á monthúsum í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.