Mánudagsbræðingur BK

Það er vont að eldast og deyja. Það er þó gott fyrir samfélög því að manneskjan hreiðrar um sig verður værukær og valdagráðug, festist i hugsunum og flokkum, losnar ekki við bæjardyrnar.  Til allrar guðslukku eldist hún og deyr, nýjar kynslóðir komast að, breyta,þróa, hugsa upp á nýtt.

Til þess að stemma stigu við óheillaþróun stofna menn flokka um hugsjónir þar sem línur eru lagðar til framtíðar, leggjast svo sælir í gröf sína fullvissir um að hugsunarháttur þeirra muni lifa eigin hrörnun og dauða og það gerist, flokkar verða níræðir og hylla gegna foringja og gamlar hugsjónir, halda nýjum kyslóðum í böndum.

(Ekki þó Framsóknarflokkurinn.  Hann er óþægilega nýr samanber formann flokksins í sjónavrpsfréttum.  Hann minnti mig á gullfisk en gullfiskar hafa gullfiskaminni sem er 5 sekúndur.  Þeir geta synt í hringi og séð alltaf nýjan hring.  Ha?? Erlend fjárfesting! Helv..... alþjóðagjaldeyrissjóðurinn!! Ha?? erlend fjárfesting.........? H......alþjóða......)

Nei, þetta átti að vera um Vinstri menn.  Sem betur fer fyrir þá sem eru í hægri böndum koma sífellt nýir líkamar í vinstri stjórnirnar og spyrja : Til hvers er setið? og henda þeim áhrifum sem þeir þó hafa frá sér ,firnafast, svo áhrifin koma ekki aftur fyrr en enn ný kynslóð kemur og spyr enn tilfinningaþrungnari spurninga sem leiðir enn af sér áhrifaleysi um langan aldur.

Þannig geta lögmál lífs og dauða tryggt stöðugleika .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Nema hvað?

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2010 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband