Vatn og mannréttindi!
30.7.2010 | 18:31
Ég tek undir með þeim sem vilja betri útskýringu frá Utanríkisráðuneytinu um það hvers vegna Ísland sat hjá við afgreiðslu þingsályktunarinnar um að aðgangur að vatni teldist til grundvallarmannréttinda. (Sjá útskýringu Ben. Ax. hér að neðan) Sú skýring að ályktunin spillti þeim farvegi sem málið væri í dugir ekki. Voru þá þjóðirnar 141 sem samþykktu málið að leggja stein í götu þess að allir ættu að njóta vatns? Málið vekur athygli vegna þess að Ísland hefur allt of sjaldan veriðí farabroddi mannréttindaviðleitni í heiminum, en maður hélt að það stæði til bóta. Ísland skipar sér ennog aftur í hóp þjóða sem eru ekki þekktar fyrir mannréttindabaráttu ss. Bandaríikjana og Ísrael og Danmerkur sem færst hefur til hægri á síðustu árum. Hvað er að gerast? Er Ísland enn undir væng Bandaríkjanna? Er Össur í alþjóðlegri refskák? Þessi vonarpeningur okkar mannréttindasinna verður að útskýra þessa afstöðu betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að allir menn eigi rétt á að njóta sömu virðingar og jafnra réttinda. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 2002 að vatn tilheyrði grunnmannréttindum og væri forsenda annarra réttinda. Þessi samþykkt skuldbindur þau 145 ríki sem skrifað hafa upp á Alþjóða sáttmálann um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights) til að tryggja með stigvaxandi hætti sanngjarnan og jafnan aðgang að öruggu drykkjarvatni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 30.7.2010 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.