Möller, takk fyrir að einfalda mitt flókna líf!
4.8.2010 | 14:28
Ég kastaði hjálminum langt út á tún og vippaði mér á bak. Það var notaleg tilfinning að finna heita goluna strjúka þrýstinn vangann og vita ljósa lokkana flyksast til og frá. Ég sé aðdáunarblik úr augum franskra fagurra kvenna á Jaris. Fórstu hjálmlaus spurði ástvængur minn, ertu vitlaus maður, eitt fall og ég sit uppi með þig ennþá meira grænmeti. Þú gerir mér þetta ekki. Vertu alveg róleg svara ég að bragði. Ég er búinn að vera með þenna fjandans hjálm í tíu ár og aldrei dottið á hausinn. Ég hef að vísu dottið fjórum sinnum og einu sinni lærbrotnað segi ég og endutek: en aldrei dottið á hausinn.
Hún hristihausinn, þessi elska. Ég býð henni í Sókrates. Má ekki búast við að alþingismenn séu bærilega gefnir. Jú, segir hún með semingi. Má ekki segja að ráðherrar séu í hærri kantinum hvað greind varðar spyr ég enn. Jú, kemur enn með semingi. Má þá ekki, mín kæra, búst við því að vit sé í því sem þeir segja? Enn kemur Jú, frá þessari heiðarlegu konu. Má ekki líka búast við að þeir séu reyndir,og skynsamir, Jú, en......hún kemst ekki að því að ég held áfram: Ef ráðherra samgöngumála segir eitthvað sem snertir samgöngur. Má ekki búast við að vit sé í því? Vissulega, er svarið. Nú upplýsi ég málið. Ég gat ekki betur heyrt að haft væri eftir Samgönguráðherra að hann væri ósammála evrópuúttektinni á Hvalfjarðargöngunum. Þau væru býsna örugg. Það hefðu að vísu orðið átta árekstar í göngunum..en aldrei kviknað í!! Má ekki búast við samanber það sem að framan er sagt um gáfur að eittvað vit sé í þessari setningu. Jú, svara þessi rökvísa kona. Meinar hann ekki að brunavarnir séu eiginlega óþarfar? Það hlýtur að vera, sagði konan. Er þá hjálmur minn ekki eiginlega óþarfur þar sem ég hef aldrei dottið á hausinn? Jú elskan, sagði þessi elska. Ég er eiginlega feginn að vera laus við öryggisbeltin, bætti hún við. Við höfum ekið um í tæpan áratug og aldrei lent í árekstri.
Ég er óendanlega þakklátur Kristjáni Möller fyrir þð að einfalda mitt flókna líf. En bið hann forláts ef ég misskildi eitthvað.
Mynd. Þær eru enn með hjálma þessar elskur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.