Í rauninni frábær ríkisstjórn!

Gauti B. Eggertsson hagfræðingur bendir í dag á það sama og gert hefur verið á þessari síðu að ríkisstjórn sú er nú situr er óhemju starfssöm og hefur komið meiru í verk en nokkur ríkisstjórn seinni tíma.  Enda miðar okkur vel á áfram.  Erum að ná okkur betur út úr kreppunni en nokkur þorði að vona. Þessum árangri hefur ríkisstjórnin ekki náð undir stöðugum húrrahrópum heldur stöðugu væli og veini úr öllum áttum bæði frá þeim sem bera höfuðábyrgð á hruninu og kannski skiljanlega frá þeim sem þjást og líða vegna hrunsins.  Hagur þeirra væri þó hörmulegri ef við værum ekki á góðri leið.  Lesandinn athugi það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Mikid er ég thér sammála Baldur.

Þorkell Sigurjónsson, 5.8.2010 kl. 13:13

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gremjan og illindin út í þessa ríkisstjórn er eðlileg. Moggaritstjórinn á sprungusvæðinu við Rauðavatn veit að það versta sem mun henda flokkinn (sem hann stýrir enn) er að fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar nái góðum árangri. Þess vegna er hann eins og brjálað naut í flagi og finnur stjórninni allt til foráttu.

Svo eru það afturhaldsseggirnir sem tjá sig á Útvarpi Sögu og ÍNN - þeir líta varla glaðan dag meðan hagtölur sýna að ríkisstjórnin vinnur vel og að þjóðinni miðar áfram. Hannes Pétursson góðskáld skrifaði um hið furðulega bandalag afla innan VG og erkiíhaldsins. Allt sameinast þetta lið undir merkjum einangrunarhyggjunnar og þjóðrembunar og hræðist því aðildarviðræðurnar við ESB.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2010 kl. 15:21

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég væri ánægðari með þessa stjórn ef hún veitti ekki auðmönnum meiri réttindi en almenningi.

ég væri einnig ánægðari með hana ef hún væri málefnalegri í málflutningi sínum.

En svo þarf maður að spyrja:  Er þetta ríkisstjórninni eða almenningi að þakka?  Er ríkið fyrir fólkið eða fólkið fyrir ríkið?

Lúðvík Júlíusson, 5.8.2010 kl. 19:26

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það er rétt Baldur ,að  ríkisstjórnin hefur margt vel gert. Engin ríkisstjórn  í sögu þjóðarinnar hefur staðið  frammi fyrir  jafn erfiðum verkefnum.  Óvæginn, en falskur  söngur  stjórnarandstæðinga um að  ríkisstjórnin hafi ekkert  neitt og geri ekki neitt  fyrir skuldara  eða   fjölskyldur í fhjárhagserfiðleikum hefur hinsvegar náð eyrum margra.  Það er eins og  krafan sé að    afskrifa eigi allar skuldir allra.

 Mönnum hættir til að   gleyma  því að fyrir  hrun  voru  íslensk  heimili ein þau skuldsettustu í veröldinni og  alltaf hefur verið  til  og verður  til fólk,sem  kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum. Það mun  ekki breytast. Munurinn núna er sá að margir  skilvísir lentu í erfiðleikum og   reynt  hefur verið að koma til móts  við þá og hina reyndar líka.

 Það er alveg sama  hvernig  við skoðum þessi mál, - upphaf allrar ógæfunnar  er  hvernig ákveðið var að skipta  ríkisbönkunum milli   vildarvina  tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þeir fengu  bankana sem voru  þessum flokkum þóknanlegir. Ráðamenn landsins  púuðu á    sænska  SE bankann, sem vildi   kaupa  stóran hlut í Landsbankanum. Það var púað á  sænska bankann af því að það  var búið að ákveða hverjir ættu að fá Landsbankann. 

Mest hefur mætt á Streingrími J. í öllu þessu stappi. Ég tek ofan fyrir ofan fyrir honum, þótt ég sé honum ósammála um ýmsa hluti.

Eiður Svanberg Guðnason, 6.8.2010 kl. 09:12

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Svona fyrir forvitni sakir, hvar sjást merki þessarar ofur starfssemi ríkisstjórnar? Eina sýnilega merkið um árangur er styrking krónunnar, en það er aðallega því að þakka, annarsvegar að gengi krónunnar er handstýrt frá Seðlabanka, og hinsvegar því að Evran hefur fallið umfram fall krónunnar. 

Atvinnuleysi minnkar við það að atvinnulausir  flytja úr landi, ekkert virðist eiga að gera til að auka vinnu í landinu, þar sem annar stjórnarflokkanna virðist hafa þá einu stefnu í atvinnumálum að það eigi bara að gera eitthvað annað. 

Heimilin hafa ekki lent undir hamrinum vegna banns við nauðungaruppboðum.  Íbúðalánasjóður er að fara á hausinn vegna þess að ríkisstjórnin kýs frekar að hann eignist íbúðir fólksins en að lækka lánin svo heimilin ráði við að greiða af lánunum.

Glæpafyrirtækin sem settu okkur á hausinn eru á góðri leið með að lenda aftur í höndum þeirra sem stjórnuðu þeim í strand, eigendur bankanna (kröfuhafar) virðast vera gömlu nöfnin samkvæmt lista viðskiptaráðherra (Exista, Stoðir og fleiri í þeim dúr) auk þess sem Hagar og allt sem þeim tilheyrir virðast vera á leið í eigu bónusfjölskyldunnar aftur.

Samkomulagið innan stjórnarflokkanna versnar með hverjum deginum sem líður, sennilega ljós punktur

En ef einhver getur bent mér á dæmi um þessa velgengni stjórnarinnar, er það vel þegið.

Kjartan Sigurgeirsson, 6.8.2010 kl. 09:54

6 identicon

Því meiri starfssemi þeim mun meiri bölvun virðist hún vinna svo hæpið er nú að fagna því.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband