Kirkjan er ekki að skorast úr leik!
8.8.2010 | 11:10
Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög í landinu. Þau hafa lækkað töluvert undanfarin ár og eðlilegt að kirkjan fari fram á það að það lækki ekki frekar. Sóknargjöldin standa undir starfi safnaðanna, barnastarfi, öldrunarstarfi, kórastarfi og velferðarstarfi í kreppu. Víða, einkum út um land standa þau vart undir grunnstarfinu lengur. Þess vegna er eðlilegt að kirkjan móist við þegar hætta er á að þau lækki enn frekar.
Nær öll önnur framlög til kirkjunnar eru samningsbundin og er þar lang stærsti liðurinn laun prestanna og starfsmanna biskupsstofu, en starfsmenn þar útbúa barnaefni og annast ýmis sameiginleg verkefni fyrir kirkjuna. Kirkjan seldi jarðeignir sínar í hendur ríkisins gegn því að ríkið greiddi þessi laun. Er talið að upphæðin jafngildi 2-3%rentu af eignasafninu. Þessi samningur er lögvarinn og er talið fullvíst að standi ríkið ekki við hann myndi eignasafnið renna aftur til kirkjunnar. Þannig er það t.a.m. í Svíþjóð. Kirkjan þar afsalaði sér aldrei eignasafni sínu og byggir starf sitt af rentu á því. Það væri alveg hægt hér.
Nú kunna menn sem alast upp við sterkt ríkisvald og veikt kirkjuval d að efast um að kirkjan hafi átt tilkall til eigna sinna hér aður fyrr. En svona var það nú bara. Kirkjan eignaðist þetta og á með réttu og notar til að halda uppi kerfi um allt land sem giftir, grefur og skírir og hjálpar fátækum og boðar guðs náðina sem allir hafa heyrt um og allir sækjast eftir með einhverjum hætti.
Og kirkjan, undirritaður sat kirkjuþing, vill axla byrðar eins og allir. Starfsmönnum verður fækkað og laun verða lækkuð. En það var skoðum allra þeirra sem sóttu þingið að niðurskurður til kirkjunnar ætti að haldast í hendir við niðurskurð til veleferðarmála og sú velferðarstjórn sem nú situr reynir að halda niðurskurði til slíkra mála við fimm prósent markið. Kirkjan er því ekki að skorast úr leik heldur vill standa vörð um velferðina. Það á hún sameiginlegt með ríkisstjórninni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þessar eignir kirkjunnar, hvernig komst kirkjan yfir þær?
hvort sem heldur landeignin eða byggingarnar.
Egill, 8.8.2010 kl. 11:55
Hún fekk þær frá kaþólsku kirkjunni, sem fyrir var í landinu.
Baldur, eruð þið prestarnir á háu laununum, sem takið inn viðbótartekjur vegna jafn-sjálfsagðra prestsverka eins og ferminga, skírna, giftinga og greftrana og kallið þau þó "aukaverk", ekki komnir harla langt frá þessum orðum Jesú, þegar hann sendi út lærisveina sína (Mt. 10.8-10):
"Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té. Takið ekki gull, silfur né eir í belti, eigi mal til ferðar né tvo kyrtla og hvorki skó né staf. Verður er verkamaðurinn fæðis síns."
Nú mætti kannski uppfæra þetta og segja: ... og ekki límúsínu né fjallajeppa ...
Jón Valur Jensson, 8.8.2010 kl. 14:41
Vettvangur þinn, séra Baldur, er ekki verri en hver annar til þess að leggja fram spurninguna; hver yrði staða íslensku þjóðkirkjunnar innan ESB?
Kolbrún Hilmars, 8.8.2010 kl. 18:58
Kolbrún! Óbreytt. ESB er ekki um það. (ESB er bara um ákveðna hluti Kolbrún) Bkv. b
Baldur Kristjánsson, 8.8.2010 kl. 19:10
sæll Baldur.
Kirkjan fær makleg málagjöld, nú þarf hún að greiða sína "tíund". Þú mærir ríkisstjórn sem hefur engar lausnir. Bregst heimilum og verkalýð. Hún hefur sömu lausnir og útrásarvíkingarnir að sækja pening erlendis (IMF), eða í vasa okkar.
Við í landinu eigum 1876 milljarða í lífeyrissjóðum sem stöðugt skerða greiðslur til "eigenda" sinna í stað þess að láta þá njóta ávaxtanna. Hvernig væri að þjóðnýta sjóðina, greiða upp erlendar skuldir og greiða síðan eigendum til baka án skerðinga eða "skortsins glímutökum"?
Kirkjan hefur því miður þagað þunnu hljóði um úrbætur málanna. úrbæturnar eru fólgnar í því að fólk fái "sitt daglega brauð" - án þess að láta annan bíta í sneiðina.
Svo þetta með kirkjujarðirnar, voru þær ekki flestar gefnar "Kristi konungi"? Alla vega margar! Hverjir eiga þá rétt til hlunninda og ábúðar? Eru það ekki hinir andansfylltu trúmenn sem gefa sig í boðun kristninnar vegna trúar á Jesú en ekki sérhyggjumiðaðrar háskólastéttar.
Ég get sagt miklu meir, en látum þetta duga, í dag!
kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 12.8.2010 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.