Af landlausu Roma fólki!
20.8.2010 | 13:26
Undanfarið hafa Frakkar og fleiri þjóðir staðið í því að vísa Roma fólki (sígaunum) úr landi, yfirleitt til Rúmeníu. Margir koma til baka þar sem fólk getur sem betur fer flutt sig til og frá um Evrópu án afskipta yfirvalda.
Tugþúsundir sígauna (Roma) búa í Evrópu án þess að eiga lögheimili í nokkru tilteknu ríki. Þeir hafa engin fæðingarvottorð, engin vegabréf og þeim er oft neitað um grundvallarréttindi eins og menntun, heilsugæslu og kosningarétt svo ekki sé talað um félagslega aðstoð.
Vandamálið er verst á Balkanskaganum þar sem mikil umskipun hefur átt sér stað í sambandi við borgararétt í kjölfar stríðsátakanna á tíunda áratug síðustu aldar. Tugþúsundir fyrrum íbúa hafa þar verið afmáðair af skrám bæði í Slóveníu en einnig í Serbíu og Króatíu.
Fjöldamargir Roma frá Kosovo voru neyddir til að flýja og öll skjöl um tilveru þeirra glötuðust. Þeir eru því tugþúsundum saman landlaust fólk og þeim er miskunnarlasut vísað til og frá og oft á tíðum meðhöndlaðir eins og skepnur eins og við segjum.
Roma fólkið hefur verið á ferð um Evrópu miklu lengur en flest þeu þjóðríki sem þar eru urðu til. Vitaskuld hefur hvelft þeirra runnið inn í þjóðirnar, samlagast. En ekki allir. Það er í eðli þeirra að taka sig upp. Þeir eru ekki börn neins sérstaks þjóðríkis. Þeir eru Roma og skiptast sem slíkir í ótal kvíslir. Þeir falla ekki inn í kerfin, eru utan þeirra. þeir eru mikið fjölskyldufólk, elska það að dansa og vera til. Kunna ekki á klukku.
Út af þessum eiginleikum er þeim mismunað. Hið reglubundna þjóðríki getur ekki sætt sig við svona afbrigði. Þeir eru gjarnan fyrirlitnir og lítilsvirtir bæði af almenningi og stjórnvöldum. Fólki virðist ekki eiginlegt að sjá heiminn út frá bæjardyrum annarra.
Undirritaður hefur skoðað aðstæður Roma fólks víða í Evrópu. Þær eru hreint út sagt hörmulegar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Athugasemdir
Þetta fólk virðist ekki eiga sér neina sterka málsvara. Það er varla komið svona fram við nokkra aðra hópa fólks. Það vatnar var að þeim verði kerfisbundið útrýmt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.8.2010 kl. 13:46
Takk fyrir góða færslu Baldur.
Í raun hefur lítið breyst frá ofstæki miðalda, allavega hvað meðhöndlun á Sígaunum varðar.
Segir meira um okkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.8.2010 kl. 16:43
Þetta eru núlifandi Gyðingaofsóknir ESB valdaelítunnar í aktion !
Gunnlaugur I., 20.8.2010 kl. 18:36
Svoan bull er bara til leiðinda Gunnlaugur! B
Baldur Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 18:59
Svokallaðir sígaunar, eða (Rómar) eins og þessi ættkvísl er kölluð, er aðeins ein af fjöldamörgum flökkusígaunaflokkum í Evrópu og Asíu vestanverðri.
Þetta fólk hefur fengið sinn séns út um allt, á Spáni t.d. þar sem ég veit til, hafa verið reistar íbúðablokkir í þokkalegum hverfum handa þeim, en það líður ekki að löngu áður en þetta fólk er komið út á götu til að elda og dansa og syngja og það sem það gerir best, betla og stela, það er í eðli þessa fólks að flakka um og það er einnig í eðli þessa fólks að lúta engri stjórn hvar sem það er!.
Ég hef enga samúð með þessu fólki á einn eða annann hátt, það lítur eigin lögum og engum öðrum og hefur aldrei annað viljað.
Guðmundur Júlíusson, 20.8.2010 kl. 20:30
fengið sinn séns......mér finnst hugsun þín grunn. Þú getur betur. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 21:54
Get ég betur? hvernig þá? ertu að meina að sígaunar hafi ekki skapað sér sínar aðstæður sjálfir?
Guðmundur Júlíusson, 20.8.2010 kl. 23:04
Fyrirgefðu, ætlaði ekki að vera ókurteis. Ég er einmitt að segja það í færslu minni að flóknar skýringar eru á stöðu þeirra m.a. þær að þeir falla ekki inn í hugmynd annarra en þeirra um landamæri.
Staðreyndin er sú (af hverju sem það stafar og ég er að segja að ástæður séu flóknar) mæta þeir fordómum sem hópur og það bitnar aftur á einstaklingum í hópnum sem hafa það eitt ,,til saka unnið" að vera Roma.
Það er ekkert sem réttlætið meðferðina á Roma á sumum stöðum þar sem ég hef komið og hefur skilað sér inn í skýrslur Evrópuráðsins.
BKv. Baldur
Bkv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 23:21
En Baldur, hvað með þá staðreynd að þeir vilja ekki aðlagast staðbundnu samfélagi að neinu leyti? þeir vilja aðeins vera út af fyrir sig og hlýða ekki lögum þess lands sem þeir búa í hverju sinni?
Guðmundur Júlíusson, 20.8.2010 kl. 23:40
Margir Roma sem ég hef talað við eiga þá ósk heitasta að fá vinnu, koma börnum í skóla osfrv. en eru fastir í aðstæðum. Enn aðrir leyna því að þeir séu Roma af því að þeir óttast fordómana. Það er minn punktur. Þeir verða fórnarlömb alhæfingarinnar ef svo má segja því að eins og við báðir segjum: Roma sníða sig (almennt talað) ekki aðlandamæraskiptingu og hinu skipulega ríki.
Það sem við þurfum að gera er það sama og við þurfum að gera almennt. Líta(eins og hægt er) á fólk sem einstaklinga ekki hluta af hóp.
Þakka umræðuna. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 23:58
En kæri Baldur!!! Hvar í ósköpunum varst þú er þú talaðir við þetta fólk?? Þú hefur greinilega ekki verið innan um hin almenna sígauna sem er alls ekkert um að tala eða vera innann um venjulegt fólk, hvað þá hvítingja eins og okkur uppi á Íslandi! Hinn sanni sígauni, eins og ég kýs að nefna þá, myndi aldrei reyna að leyna uppruna sínum, það væri hin versta skömm!!
Guðmundur Júlíusson, 21.8.2010 kl. 01:16
Sæll! Ég er í eftirlitsnefnd Evrópuráðsins ECRI, sem sérfræðingur um kynþáttamisrétti og hef verið síðan 1997 og er gjörkunnugur högum Roma víða í Evrópu. Hef ótal oft heimsótt staði þar sem þeir búa og einnig rætt við ,,málsvara" þeirra, skrifað skýrslur, lesið ítarefni. BKv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 21.8.2010 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.